Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1979, Side 45

Ægir - 01.01.1979, Side 45
til Japans fiskafurðir fyrir um 50 millj. n.kr. árlega. cn gera nú ráð fvrir að auka þennan útflutning um a.nt.k. 409r á næsta ári. Verðlag á sjávarvöru er yfirleitt rnjög hátt i Japan. og á einstöku tegundum. s.s. rcyktum iax. rækju og túnfiski er það ævintýralegt. Væri það ekki góð hugmynd ef einhver setti í gang tölvu og keyrði út. til gamans, hve mikið loðnuflotinn mvndi hafa getað veitt á tímabiiinu frá því að loðnu- veiðibannið gekk í gildi og fram að Þorláksmessu? En þá voru flestir bátarnir vanir að hætta. Þeir eru vafalaust ekki svo fáir milljónatugirnir sem þjóðarbúið tapaði í útflutningsverðmætum á þessum 8 dögum, sem flotinn hefði vafalítið mokveitt. þar eð koppalogn var um allan sjó þennan tíma og lengur. eftir mikinn óveðurskafla sem varði helftina af fyrra helming mánaðarins. Það er sjálfsagt að stöðva veiðskap á tilteknum fisktegundum þegar sannanlega er um ofveiði að ræða. en það verður að teljast forkastanlegt að gera það á þeim tíma þegar hver einstakur fiskur gefur af sér langsamlegast mestar og bestar afurðirnar. en eftir 10. janúar er fitumagn loðnunnar þegar farið að falla. Ef stöðvað er vegna friðunar. verður að velja tíma í samráði við menn sem sérþekkingu hafa á því sviði. Viktunarsamstæðan. sem mvndin er af er tölvustýrð og velur saman ntismunandi þyngdir. þar til tilætlaðri heildarþyngd er náð. Á öðrum enda samstæðunnarer lítill tölvu komið fyrir. og stjórnar hún viktuninni fljótt og nákvæmlega, og ef nauðsyn krefur. getur hún borið saman yfir 1000 mismunandi stærðir á innan við 1 10 úr sekúndu. þar til rétt þyngd í pakkann er fundin. Eitt af þeim vandamálum. sem fiskvinnslufyrirtækin hafa átt við að glíma er ónákvæm viktun. en hvcrt 1% í yfir- vikt á kg. gerir hátt í milljarð króna tap hjá hrað- frystiiðnaðinum. miðað við heildarútflutning. Óhætt er að fullyrða, að ekkert fyrirfinnst í þessari viktunarsamstæðu. sem ekki má hanna og framleiða hér a landi, en að undanförnu hefur Verkfræði og raun- vísindastofnun Háskólans staðið fyrir rannsóknum og til- raunum á þessu sviði. Viktunarsamstæðan sem hér um ræðir, er framleidd í Englandi og mun kosta í kringum h0 milljónir króna. • Frá því að útfærsla landhelgi flestra strandríkja heims i 200 mílur tók gildi. hafa alþjóðleg viðskipti með fiskafurðir aukist gífurlega og fiskvcrð hefur haldið áfram að stíga. Margar tegundir sjávarvöru cru þegar orðnar það dýrmætar fyrir seljandann og eftirsóttar af kaup- sndanum. að hin hefðbundnu flutningatæki sem notuð hafa verið til að koma fiskinum á markað eru oft ekki 'engur fullnægjandi. og þær tegundir sjávarvöru sem tilheyra hæstu verðflokkunum eru því fluttar flugleiðis. °8 er þetta sérstaklega algengt á milli Bandaríkjanna og Japans. • Eftirspurn eftir fiskiskipum hefuraukist mikið í Banda- ríkjunum og eru þær skipasmíðastöðvar sem fást við smíðar á fiskiskipum upppantaðar langt fram í tímann. Bandarískum skipasmíðastöðvum til láns eru í gildi lög frá árinu 1916. sem banna að fiskiskip stærri en 5 rúmlestir séu smíðuð annarsstaðar en þar í landi, sé þeim eingöngu ætlað að stunda veiðar við strendur Bandaríkjanna. Vélar og tæki má aftur á móti kaupa hvar sem er. Mættum við íslendingar taka Bandaríkja- menn okkur til fyrirmyndar í þessu máli og setja svipuð lög. og þó fyrr hefði verið. Það verður að teljast hið mesta óráð og ólán að láta aðrar þjóðir smíða fvrir okkur fiskiskip, verkefni sem við erum sannanlega vel færir um að gera sjálfir, og eru það yfirleitt betri skip sem smíðuð eru hérlendis, með frágangi sem hæfir okkar að- stæðum betur en nokkrir aðrir eru færir um að skila af sér. Komin er út á \egum O.E.C.E). önnur útgáfa orða- bókar. sem inniheldur nöfn og hugtök um flestalla fiska og fiskafurðir á fimmtán tungumálum. þar með talið á íslensku. auk vísindalegra nafna (latínu). Nafn bókar- innar á ensku er ..Multilingual Dictionary for Fish and Fish Products". Bók þessi er í raun miklu meira en orða- bók. þar sem yfirgripsmiklar tilvísanir gera hana að dýr- mætri uppsláttarbók. en hún ersamin oggefin út með það fyrir augum. að liðka fyrir og auðvelda alþjóðleg sam- bönd og viðskipti í sjávarútvegi. Þeirsem unnu að samn- ingu á íslenska hluta bókarinnar voru: Már Elísson, fiskimálastjóri. Jón Jónsson forstjóri Hafrannsókna- stofnunar. dr. Sigurður Pétursson. gerlafræðingur og Valgarð Ólafsson. sölustjóri hjá S.Í.F. Bókaforlag ..Fishing News Book Etd.“ sér unt útgáfu og dreifingu á hókinni. -B.H. ÆGIR — 33

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.