Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1979, Page 55

Ægir - 01.01.1979, Page 55
ÁTÆKJAMARKAÐNUM Flotvörpuvinda J. Hinriksson Vélaverkstæði hefurfrá árinu 1975 fram- leitt flotvörpuvindur til nota um borð í skuttogurum og öðrum fiskiskipum. Fyrsta flotvörpuvindan frá fyrirtæk- inu fór um borð í Pál Pálsson ÍS 102. í dag eru ellefu flotvörpuvindur frá J. Hinriksson um borð í skuttog- urum en fjórar um borð í fiskiskipum. Síðasta flotvörpu- vindan. sem J. Hinriksson setti um borð í skuttogara fór í Ingólf Arnarson RE 201 ogjafnframt hefur fyrirtækið sarnið um sölu á flotvörpuvindum i Bjarna Benediktsson RE 210 og Snorra Sturluson RE 219, en þessir þrír skuttogarar eru allir í eigu Bæjarútgerðar Reykjavíkur. Hér á eftir fer lýsing, ásamt teikningu, á þeirri flot- vörpuvindu, sem fór um borð í Ingólf Arnarson RE 211. Stærð hverrar vindu ræðst í öllum aðalatriðum af óskum væntanlegs kaupanda, og er því ekki hægt að tala um staðlaðar einingar, nema í litlum mæli. Helztu einingar flotvörpuvindunnar eru: tromla, vindustólar, vökvaþrýstikerfi og stjórntæki. Tromlu- kjarninn er úr heildregnu stálröri 500 mm", veggþykkt 19 mm. Upp á kjarnann koma fjórir skildir úr plötustáli, 25 mnt þykku, sem skipta tromlunni í fjögur hólf. Mið- hólfið er til að geyma vörpuna og er stærð þess 500 rnm"\ 1500 mnV'x 1400 mm. Beggja vegna við það eru hólf fyrir grandaravírana, stærð hvors þeirra er 500 mm‘’x 1500 mnV'x 280 mnt. Tromlan er borin uppi af tveimur stólum, vindustólum, sem eru við sitt hvorn enda hennar. A annan vindustólinn er vökvamótorinn festur ásamt bremsubandi og vökvastrokk sem vinnur á það. öxull vökvamótorsins tengist tromlunni í gegnum bolt- aðan flans. Út úr hinum enda tromlukjarnans kemur öxull, sem liggur í legu áfastri vindustólnum þeim ntegin. Vindustólarnir eru boltaðir á undirstöður, sem eru festar við viðkomandi skip eins og hagkvæmast er hverju sinni. Eins og fram kemur á teikningunni er ekki allur kjarni tromlunar nýttur. Ástæða þess er sú, að fast bil þurfti að vera milli vindustólanna vegna staðar vind- unnar í skipinu. Vindan er drifin af vökvaþrýstimótor frá Hagglund, gerð 6185, með eftirfarandi tæknistærðir: Rýmd ............................. 16.34 1 /sn Vægi á þrýstingseiningu ........ 26.00 kpm at Hámarks þrýstingur ............... 210 kp cnP Snúningshraðasvið ................ 0-36sn/mín Afköst vindu við 200 kp cm2 vökvaþrýsting og 247 1/mín olíustreymi. Snúningsvægi .................... 4970 kpm Snúningshraði ................... 13sn/mín Togátak hálf tromla (r=0.5 m) .... 10.0 tonn Dráttarhraði hálf tromla (r=0,5 m) 41 m/min. Aflkerfi fyrir vinduna er rafvökvakerfi, Stromberg rafmótor sem knýr Sauer vökvaþrýstidælu (stimpildæla með breytilegt slagrými). Helztu tæknistærðir fyrir afl- kerfið: Afköst rafmótors .... 122 hö við 1478 sn/min Spenn/straumur ............. 380V/182Amp. Gerð vökvaþrýstidælu ............... SPV 26 Rýmd dælu .................... 0-0.2273 l/sn. Olíustreymi við 1478 sn/mín .... 315 I/mín Stærð olíugeymis ..................... 460 1 Stjórntæki vindunnar er komið fyrir aftast í brúnni ásamt stjórntækjum annarra vindna skipsins. Vindunni er stjórnað með einu handfangi, sem hefur áhrif á slag- rými vökvaþrýstidælunnar og straumstefnu vökvans í kerfinu. Þegar stjórntæki vindunnar er sett á hlutlaust stöðvar áðurnefnt bremsuband tromluna. Skyrin/rar vi<) mvml: I. Viikvastrokkur. 2. Vökvamótor. J. Bremsuhand. 4. VUuiustóll. 5. Vindukjarni. 6. Skildir. 7. Hóif ■ ' xrandaravira. S. Hólffyrir vörpu. ÆGIR — 43

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.