Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1979, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.1979, Blaðsíða 18
Ásgeir Erling Gunnarsson: Hornsteinn framleiðslunnar er reynsla og þekking frystihúsamanna við Djúp Blaðið fór þess á leit við framkvœmdastjóra Pólsins hf. á ísafirði, að hann gerði grein fyrir framleiðslufyrirtœkisins á rafeinda- og tölvubúnaði fyrir frystihús, og fer greinargerð hans hér á eftir. Póllinn hf. hóf fram- leiðslu rafeindatækja á ár- inu 1969. Var þessi fram- leiðsla upphaflega fyrst og fremst miðuð við skip og báta, sem ekki er svo undarlegt, því þjónusta við bátaflotann hefur frá upphafi verið eitt aðal- þjónustusvið fyrirtækisins. Má í þessu sambandi benda á framleiðsluvörur eins og spennustilla, hleðslutæki, lekaaðvörunar- tæki, baujuljósblikkara, flotvörpuljós og fleiri slík tæki. Á síðari árum hafa svo verið hönnuð ýmis tæki til margvislegra nota, bæði til sjávar og sveita. Þessi þáttur í starfsemi fyrirtækisins hefur verið í örum vexti undanfarin ár, og þó sérstaklega frá árinu 1976, er komið var á fót innan fyrirtækisins, sér- stakri tilrauna- og hönnunardeild er vinnur stöð- ugt að hönnun nýrra tækja og endurbótum á nú- verandi framleiðslu. Þar nýtur Póllinn hf. góðs af fenginni reynslu af viðhaldi eigin tækja, enda er sér- stök áherzla lögð á að aðlaga framleiðsluna að íslenzkum aðstæðum og uppfylla sérkröfur ís- lenzkra kaupenda. Það er reyndar okkar sterkasta tromp í samkeppni við erlendan innflutning, að Pólnum hf. hefur tekizt að framleiða sérhönnuð tæki á mun lægra verði en verið hefur á innfluttum fjöldaframleiddum tækjum. Ástæðurnar sem liggja, að baki því að þetta hefur tekizt, eru þær að sá sem kaupir sérhannaðan hlut, borgar aðeins fyrir það sem kemur honum að gagni, milliliðakostnaður er í lágmarki, og gætt hefur verið ítrustu hag- / fiskmóttöku Hraðfrystihússins Norðurtanga hf. á ísafi Þar er fiskmóltakan á jarðhœð en vétasaturinn á hoeðintti þar fvrir ofan. A myndinni má sjá kláfinn, sem fiskurinn er híflu' upp í vélasatinn. A leiðinni stöðvast kláfurinn sjátfkrafa 1 sekúndur, meðan vigtun fer firam. kvæmni við framleiðsluna. Þessu til viðbótar kemur svo sá augljósi kostur, sem fylgir allri innlendr1 iðnaðarframleiðslu, að viðgerðarþjónusta er fyr,r hendi við bæjardyrnar, eða i landinu sjálfu. Rafeinda- og tölvuvogir fyrir frystihús. Hráefnisvogir í byrjun ársins 1977 voru hafnar tilraunir °% undirbúningur að smíði sjálfvirkrar rafeindavogar til vigtunar á fiski úr fiskmóttöku að vélasal frystl húsa. Fyrsta vogin, sem jafnframt mun vera fyrsta rafeindavogin sem framleidd er á íslandi, var tekin í notkun í Hraðfrystihúsinu Norðurtanga hf. á Isa firði í byrjun júlí 1978, og hefur reynst mjög 'e^ Þessi vog er þannig byggð, að hún vegur hráem á sjálfvirkan hátt meðan það er híft úr fiskmóttö upp í vélasal. Vigtunin þarfnast ekki viðbótat starfskrafta og tefur auk þess ekki vinnsluna. Törur'- eða núllstilling vogarinnar er einnig sjálfvirk. fer hún fram við hverja vigtun. Sá starfsmaður' sem stjórnar flutningi hráefnisins að vélunum ^ þess að tegundaveljarinn sé stilltur á rétta fiskte|-. und, og prentar vogin þá á strimil, viðkomau fisktegundarnúmer og þunga þess fisks, sem ve£ er. Hvenær dagsins sem er, má sjá hversu m1 magn hefur verið vegið að vélunum. í lok <:ar er einnig mögulegt að vigta til baka óunnin lls,_ þannig að lokaniðurstaðan á strimlinum sým kvæmlega hversu mikið magn hefur verið u1111' 334 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.