Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1979, Page 10

Ægir - 01.11.1979, Page 10
Markaðir - vöruvöndun Með útfærslu fiskveiðilögsögu strandríkja í 200 mílur, ekki sízt þeirra er liggja að norðanverðu Atlantshafi, hafa ýmsar breytingar verið að gerast í framboði og eftirspurn sjávarafurða - breytingar sem vissulega geta ágerzt á næstu árum. Þótt margt sé enn ekki ljóst um eðli og umfang þessara breyt- inga eða um langtíma áhrif þeirra, hafa línurnar þó að ýmsu leyti skýrzt. Miklar fiskveiðiþjóðir, sem ýmist eru stórir innflytjendur fiskafurða, svo sem Bandaríkin eða harðir keppinautar, svo sem Kanada, hafa þegar markað stefnu sína í fiskveiða- og vinnslumálum sjávarafurða. Bandaríkin ætla sér að auka eigin fiskafla úr tæp- lega 3 milljónum lesta nú i 5.5 milljónir lesta eftir nokkur ár. Kanadamenn ætla m.a. að auka þorskafla sinn úr hér um bil 270 þús. lestum nú í tæplega 600 þús. lestir 1985, og annan fiskafla verulega. Þessar áætlan- ir munu á hinn bóginn leiða til mikils samdráttar afla aðkomuþjóða á miðum Bandaríkjanna og Kanada. Hefur hann raunar þegar komið berlega í ljós. Auk þess má benda á, að Bandaríkin og Kanada hafa þegar samið um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. Nokkuð er meira á reiki um stefnumörkun V1 austanvert Atlantshaf, einkum hjá EBE-ríkjum Norðursjó, sem eins og vitað er, telst til gagnauðug ustu svæða veraldar. Samt má segja að samdráttur í afla EBE-ríkja á fjarlægum miðum, hafi um sinn leitt til aukins innflutnings þeirra. - Þótt Sovétríkin og nokkur A.Evrópuríki ha 1 orðið að þola allmikinn samdrátt eigin fiskafla a fjarlægum miðum, hefur það enn sem komið er ek haft í för með sér aukinn innflutning þeirra á fiska urðum. Hinsvegar vinna þessar þjóðir nú að samn ingum um fiskveiðar og fiskvinnslu við ýmis stran ríki, einkum í þriðja heiminum. Ægir hefur um nokkurt skeið vakið athygl* a þessari þróun og hugsanlegum áhrifum hennar a stöðu okkar, með birtingu greina og greinaflokka- í þessu og væntanlega í næstu blöðum, munu þesS um málum enn gerð nokkur skil. Vert er að vekja athygli á grein, er Ólafur Gu mundsson, framkvæmdastj. S.H. í London, hetu ritað og birtist í þessu blaði. Ólafur skýrir breyt viðhorf á fersfisk- og freðfiskmörkuðum V.Evrópu — ekki sízt með tilliti til útfærslunnar og viðskipta samningsins sem við höfum náð við Efnahags bandalagið. Mikilvægur boðskapur hans á erin til allra, sem að útgerð og fiskvinnslu starfa " um enn meiri vöruvöndun og fjölbreytni sjávor afurða. M u ■ Með endurskinshólkum á bauju- stöngunum sparíð þér tíma og peninga Söluumboö: ^ Þ. Skaftason Grandagarði 9, Reykjavík s. 15750 - 14575

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.