Ægir - 01.11.1979, Page 12
frá Noregi, um 20% frá íslandi og drjúgum minna
frá Danmörku, Kanada, Argentínu og Færeyjum.
Innflutningur hefur mest aukist á þorski og ýsu,
verðlag þeirra hefur verið stöðugt og tiltölulega
hátt, oft hærra en í Bandaríkjunum ef tekið er tillit
til framleiðslukostnaðar og gildir það bæði um flök
og blokkir. Allar líkur benda til aukinnar eftir-
spurnar eftir þessari framleiðslu okkar og útlit
okkar því hagstætt svo fremi að aflabrögð leyfi.
Vegna þess að verðlag hefur hækkað verulega á
eftirsóttustu tegundunum, hefur neysla aukist á
ódýrari tegundum eins og ufsa og löngu. Möguleik-
ar eru því að myndast fyrir útflutning fyrir okkur
á þessum tegundum og myndi verðlag vera hliðstætt
því sem fengist hefur í Austur-Evrópu en þangað
höfum við selt mikið af þessari framleiðslu undan-
farin ár. Vegna sildveiðibannsins í Norðursjó eru
okkur einnig opnir möguleikar til sölu á síld, frystri
síld, en verðlag er heldur lægra en á meginlandinu.
Óbreytt er frá fyrri tíma eftirspurn eftir flatfisk-
tegundum okkar ílestum, þar með talin grálúða sem
virðist vera æ þýðingarmeiri liður í afla okkar. Sá
hængur er á sölu á heilfrystum kola að á hann fellur
15% tollur við innflutning til Efnahagsbandalags-
landanna. Þar eð öll flök eru tollrjáls, þurfum við
því frekar að beita okkur að kolaflökum heldur en
að flytja út heilfrystan fisk. Vegna aukinnar fram-
leiðslu í Bretlandi á verksmiðjuframleiddum fisk-
réttum hefur eftirspurn aukist eftir blokkum og ekki
annað sjáanlegt en að sú eftirspurn haldi áfram og
geti orðið undirstaða að verulega aukinni blokka-
sölu okkar til Bretlands.
Heildarútflutningur frá íslandi til Bretlands af
frystum fiski var á s.l. ári um 15.500 tonn og líkur
eru til að aukning verði á því á yfirstandandi ári.
Frakkland
Fyrir fáum árum landaði franski fiskiflotinn um
750 þúsund tonnum á ári, en það magn hefur nú
minnkað í um 560 þúsund tonn á ári. Helmingur
þess er botnlægar tegundir en helmingurinn er skel-
fískur, markríll og aðrar uppsjávartegundir. Sam-
setning aflans er einhver sú íjölskrúðugasta í Evrópu.
Af þorskfisktegundum er mest af ufsa, lýsu, löngu
og karfa en tiltölulega lítið af þorski og ýsu. Fyrir
tíu til tólf árum byggðu Frakkar flota góðra verk-
smiðjutogara (ísland, Finnland, Jótland o.s.frv.) og
hafa þessi skip fullnægt megninu af þörfmni fyrir
fryst flök og blokkir í Frakklandi. Nú er að fjúka í
flest skjól hvað snertir veiðiheimildir fyrir þessi skip
sem veiða aðallega við Kanada og þessvegna eru
Frakkar líklegri til þess að kaupa íslenskan ufsa og
þorskflök í framtíðinni heldur en verið hefur undan-
farin ár. Bolfiskafli Frakka af heimamiðum hefur
einnig dregist saman en innflutningur hefur aukist
lítið eitt, er rúmlega 120 þúsund tonn á ári, að miklu
leyti ísfiskur fluttur á vörubílum frá helstu fisklönd-
unarhöfnum Evrópu allt frá Noregi, Danmörku og
Hollandi. Frakkar leggja meiri áherslu á að kaupa
ferskan fisk heldur en frystan ef völ er á honum-
Verðlag á frystum fiski hefur því verið lægra þar en
víða annars staðar og ekki eftirsóknarvert f>'rir
okkur að selja þarna það sem betra verð hefur ven
hægt að fá fyrir annarsstaðar. Aftur á móti erU
Frakkar tilbúnir að greiða hátt verð fyrir vissar teg-
undir sem við framleiðum, svo sem hrogn, síld og
fleira og líkur til þess að viðskipti við þá geti aukist,
ef framleiðslumöguleikar okkar leyfa. Sjálfir hafs
Frakkar flutt út lítilsháttar af togarafrystum þorsk-
flökum og blokkum til nágrannaþjóðanna en heldur
eru litlar líkur til þess að áframhald verði á þe1111
viðskiptum.
V estur-Þýskaland
Árlegur bolfiskafli V-Þjóðverja hefur síðustu ar
verið um 175 þúsund tonn og innflutningur söm11
tegunda um 100 þúsund tonn, mestmegnis ísfiskut
vegna nálægðar og greiðra samgangna, mest fra
Noregi, Danmörku og Hollandi. Innflutningur 3
frystum flökum og blokkum er að mestu ufsi og lýs'
ingur en efst á blaði í innflutningi að magni til er
síld, allt að 100 þúsund tonnum á ári. Verksmiðju'
togaraflotinn á í sömu erfiðleikum og sá franski við
að fá veiðileyfi, en báðir hafa enn nokkur veiðirét1'
indi við Kanada og gæti það verið liður í kanadísk1"1
sókn á þessa markaði, ef framleiðsla þeirra eyks1
jafnmikið og þeir sjálfir spá, umfram þarfir vesta11
hafs. Vestur-Þjóðverjar hafa flutt út verulegt magn
af þorskflökum og blokk, 17-20 þúsund tonn á árl>
og er þar með talinn nokkur framleiðsla verk-
smiðjutogaranna sem selja á verði sem er lág1
samanborið við það sem við eigum að venjast'
Vegna samkeppni við þessa framleiðslu hafa söluf
okkar til grannríkja þeirra, svo sem Belgíu, ekk1
orðið eins árangursríkar og ella hefði verið, að ekk1
sé talað um áhrif á útflutning okkar til Þýskalands 3
frystum fiski, sem hefur undanfarið verið i
marki. Bestu möguleikar okkar þarna virðast í ul
vera með sölu á grálúðu og frystri síld. En vegn3
innflutningsins frá Kanada eru Þjóðverjar í svip11111
a.m.k. með lægri verðhugmyndir en aðrir síldur
kaupendur í Evrópu.
640 — ÆGIR