Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1979, Blaðsíða 22

Ægir - 01.11.1979, Blaðsíða 22
Björn Jóhannesson: Dr. Lauren R. Donaldson lýsir reynslu sinni og áliti varðandi gildi laxakynbóta f tilefni af grein Árna ísakssonar: “Laxakynbætur og val laxa til undaneldis“, er birtist nýlega i VEIÐI- MANNINUM, 101. tbl., skrifaði ég dr. Lauren R. Donaldson, fyrrv. prófessor við rikisháskólann í Seattle, og kennara þeirra Þórs Guðjónssonar og Árna ísakssonar, og leitaði álits hans um nokkur atriði í sambandi við nefnda grein. Hana grund- vallar Árni að mestu leyti á ný-útkominni bók eftir McNeil og Bailey: “Salmon Ranchers Manual“. Mér hefur nú borist gagnort svarbréf, dags. 23. október s.l. Með því að dr. Donaldson er tvímæla- laust heimsins reyndasti og merkasti laxakynbóta- sérfræðingur, tel ég ástæðu til að kynna almenningi efni bréfs hans. Því fer ég þess á leit, að „Ægir“ birti bréfið, í þýðingu minni sem er efnislega ná- kvæm. Orðrétta tilvitnun, er getur að finna í bréfinu tel ég þó rétt að birta eins og hún kemur fyrir á ensku. Fer bréfið hér á eftir: ”Kæri hr. Jóhannesson: Ég er nýsestur að skrifborðinu eftir fjar- veru við rannsóknarstörf við ’Tjörnina”*, þangað sem kóngslax, silfurlax, rauðlax og bleiklax hverfa “heim“ til að hrygna. Um all- langt árabil hafa einstaklingar af þessum laxa- tegundum verið valdir til undaneldis með hliðsjón af eiginleikum er við töldum mikil- væga. Er nú svo komið, að þetta eru afurða- mestu stofnar þessara laxategunda sem fyrir- finnast, að því er við best vitum. Ég vitna til þessara niðurstaðna til þess að undirstrika, svo skýrt sem verða má, að kynbætur lax- fiskastofna með úrvali (selective breeding) eru bráðnauðsynlegar fyrir hverja þá fiskræktar- * Meðal laxræktarsérfræðinga er“Tjörnin“ (the “Pond“) vel þekktur staður við höfnina í Seattle borg, þangað sem kynbótalaxar snúa af hafinu til að hrygna. starfsemi (aquaculture program) sem leitast við að þrífast (remain viable). Reynsla okkar er sú, að vel alin og réttme farin (good quality) laxgönguseiði frá eldis- stöðvum heimtast miklu betur frá afréttum hafsins en gönguseiði sem alast upp í natt' úrunni. ”Ég hefi að sjálfsögðu enga vitneskju um það, hversvegna niðurstöður sem Árni IsakS' son hefur greint frá sýna hærri endurheimtuf fyrir náttúrleg gönguseiði**. Maður getur aðeins leitt að því getur, að eldisseiðin ha 1 verið léleg, hugsanlega vegna ónógrar fóðrun- ar á tímabilinu fyrir sleppingu. Við höfum rekið okkur á niðurstöður sen) sýna, að vel og réttilega fóðruð gönguseið' geta skilað 20 sinnum meiri endurheimtum en þau sem eru illa fóðruð. í síðustu viku hitti ég Bill McNeil, sýnnl honum bréf þitt og bað hann um athugasemö- Hann skilaði henni skriflega, svohljóðandi- "Salmon Ranchers Manual has taken a conservative approach to selective breed- ing. It was written for Alaska whefe hatchery impacts are minimal. The basic argument is to minimize risk forpossible unfavorable genetic impacts until "c ** í grein sem birtist í tímaritinu fslenskar landbúnaðarrann sóknir, 2. hefti 1978, eftir Árna ísaksson og tvo bandaríska ser fræðinga, sem störfuðu hér um skeið fyrir tilstilli Þróunarstoln unar S.Þ., er talið að endurheimtur náttúrlegra laxgönguseiða Elliðaánum hafi verið um 26% sumarið 1976. Sambærilefar endurheimtur eldisseiða frá Kollafjarðarstöðinni urðu þá lr‘ 3 til 8%. Endurheimtur eldisseiða í Kollafirði hafa verið allf1”. jafnar síðustu 14 árin, allt frá 0 og upp í 16%; oftast munu endurheimturnar hafa verið um eða undir 5%, eða naumleg3 1 af ofannefndum endurheimtum náttúrlegra seiða í Elliðaánunl 650 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.