Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1979, Page 24

Ægir - 01.11.1979, Page 24
“Kennslugögn í sjóvinnu", II. hluti, hafa nýlega verið gefin út af Fiskifélagi íslands. I þessum gögn- um, sem eru í vandaðri möppu, er meginuppistaðan glærur um netagerð og netabætingu, en það er sá þáttur í verklegri sjóvinnukennslu sem vandasamast og timafrekast er að kenna. í þessum kennslugögn- um er aðaláherslan lögð á byrjendahandtökin. Gamalt máltæki segir, að ein mynd geti sagt meira en þúsund orð, og sannast það áþreifanlega á þess- um gögnum, en meirihluti glæranna er í litum, og mjög skýrar og auðskiljanlegar. Þar sem “Kennslu- gögnum i sjóvinnu“ I. hluta, var mjög vel tekið og hafa nokkrum sinnum verið endurútgefin, var ákveðið að halda áfram á þessari braut, og því ráð- ist í hina nýju útgáfu, sem án efa mun eiga eftir að koma að eins miklu gagni við sjóvinnukennslu og hin fyrri. Um þessar mundir er unnið að uppsetningu á nýju gervitunglastaðsetningarkerfi sem kallað er “NAV- STAR“, og fjármagnar Bandaríkjastjórn verkið. Fullhannað mun kerfi þetta hafa á að skipa 24 gervi- tunglum sem ná yfir alla jörðina og gefa hámákvæma staðsetningu allan sólarhringinn, hvar sem er og hvenær sem er. Fyrirtæki þau, sem framleiða stað- setningartæki til almennra nota, hafa þegar hafið undirbúning að framleiðslu á viðtökutækjum fyrir hið nýja staðsetningarkerfi. Norska Hafrannsóknastofnunin hefur sent frá ser skýrslu, þar sem sterk rök eru færð fyrir þvi, 3 engar síldveiðar úr norsk-íslenska stofninum ver leyfðar á þessu ári. í skýrslunni kemur fram, að vet urinn 1977 hafi orðið allverulegur vöxtur í hrygn ingarstofninum, er tiltölulega sterkir árgangar fra 1973 og 1974 bættust við hann, og varð þetta til þes* að takmarkaðar veiðar voru leyfðar. Á það var þ° bent, að stofninn væri eftir sem áður mjög veikur þegar á heildina væri litið og að mörg ár myndu líða þar til hann yrði aftur það sterkur að hann gæti 6erl af sér eðlilegan árgang. Síðastliðin tvö ár hefurs'0 aftur sigið á ógæfuhliðina, og gefa síðustu rann sóknir til kynna að hrygningarstofninn fari frekar minnkandi. Dánarhlutfall stofnsins hefur verið háú og lítið hefur bæst við hann af yngri fiski, samhlið3 því að seiðafjöldi hefur ekki aukist á þessu tímabi'1- Frá fiskifræðilegum sjónarhóli séð, er alls enginn grundvöllur fyrir að leyfa síldveiðar að óbreyúu ástandi, en sem stendur er allt útlit fyrir að stofmnn sé í kyrrstöðu. Alþjóðleg viðskipti með fiskmjöl dragast samaU ár frá ári og sem stendur er hlutfall þess minna en 10% af heildarverðmæti seldra fiskafurða á heims markaðnum. Aðal orsakir þessa eru að stöðugt fef meira af fiski til manneldis, en jafnframt hefur eftlf spurn farið vaxandi á fiskmjöli í framleiðslulöná' unum sjálfum. Kanadamenn hafa tekið forustuna sem stserstU útflytjendur heims á fiskafurðum, en heildarfiskut, flutningur þeirra á síðasta ári nam einum milljar USS. Næstir í röðinni urðu Bandaríkjamenn sen1 juku útflutning sinn á fiski um 77%, en Noregm 'e . úr fyrsta sæti niður í þriðja. Japan var í fjórða sæn sem útflytjandi, en þeir eru jafnframt langstserst11 fiskinnflytjendur heims og jókst innflutnin2ur þeirra um 30% frá árinu á undan og varð að heildaf verðmæti yfir þrír milljarðar USS. Efnahagsband3 lagslöndin íluttu inn fiskafurðir á árinu 1978 fyr,r svipaða upphæð og Japan. Mest varð innflutnin?8 aukningin til Frakklands, jókst um 26%, og er Frakkland nú þriðja mesta fiskinnílutningslatl heims, næst á eftir Japan og Bandaríkjunum. 652 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.