Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1979, Page 28

Ægir - 01.11.1979, Page 28
sókn og friðunaraðgerðum. Þessum tveim þáttum eru gefin töluleg gildi, sem verða skýrð síðar. Sókn- armagnið ræðst á hinn bóginn af flotastærðinni. Gert er ráð fyrir, að árlega verði visst úrfall úr flot- anum, en flotann má þó stækka og er tekið tillit til kostnaðar samfara því. Sá afli, sem veiddur er, er verkaður og að lokum fluttur út. Hvorki er gert ráð fyrir breyttum verkunaraðferðum né breyttum inn- byrðis hlutföllum í nýtingu aflans frá því er verið hefur. Frá útflutningsverðmæti aflans er dreginn kostn- aður við veiðar og vinnslu og er mismunurinn þá afkoma ársins. í útreikningum þessum er afkom- unni ætlað að vera mælikvarði á þjóðhagslegt vinnsluvirði þorskútvegs. Til kostnaðar teljast því hvorki laun né vaxtakostnaður. Afskriftir teljast heldur ekki til gjalda, en á hinn bóginn er kostnaður við hugsanlega flotastækkun gjaldfærður jafnóð- um. Úrfall flotans er tiltölulega ört og því villandi í útreikningum á tekjum af þorskveiðum yfir langan tíma að taka ekki tillit til kostnaðar við endurnýjun flotans. Hugtakið vinnsluvirði hefur því ígrein þess- ari ekki nákvæmlega hina hefðbundnu merkingu hagfræðinnar. Útgerðarkostnaður skiptist í þrennt eftir því uppá hvern eftirtalinna þátta má heimfæra kostnaðinn: afla, sókn og flotastærð. Kostnaðar- skipting þessi og stærðir í því sambandi eru að mestu fengnar úr athugunum, sem Ragnar Árnason hag- fræðingur gerði á vegum Þjóðhagsstofnunar. Könn- un Ragnars byggist á tölfræðilegri aðferð, svo- nefndri aðfallsgreiningu. Úrskýrslumútgerðarfyrir- tækja eru unnar þrjár stærðir: útgerðarkostnaður (í ofangreindum skilningi), afli og sókn. Með töl- fræðilegum samanburði á niðurstöðum margra út- gerðaraðila má á grófan hátt sjá hver hluti kostnað- arins breytist með breyttum afla og hver með breyttri sókn. Ég leyfði mér að færa hluta af sóknarkostnaði í könnun Ragnars yfir á fiskiskipaflotann sjálfan (t.d. viðhald og tryggingar), óháð því hvort honum er haldið til veiða eða ekki. Þessi kostnaðarskipting er að mestu byggð á brjóstviti einu saman, en ég taldi hana nauðsynlega, til þess að reiknilíkanið sýndi ekki óeðlilega mikinn sparnað af því að gera ekki út tiltækan flota. Af ofanskráðu ætti að vera ljóst, að kostnaðar- liðir eru allónákvæmir. Á það einkum við um inn- byrðis skiptingu þeirra. Síðar verður fjallað um af- leiðingar þessarar ónákvæmni. Enn er ógetið kostnaðarliðar, sem fram kemur í mynd 1, en það er svonefndur félagslegur kostnaður. Þess er áður getið, að útreikningunum er ætlað að taka mið af heildarframlagi þorskútvegs til þjóðar- tekna án þess að nokkuð sé undan skilið. Ág®1} hverrar þorskveiðistefnu er þá metið út frá þv| hverju hún skilar á komandi tímum í heildarnúvirði til þjóðartekna. Séu þannig bornar saman tvær leið- ir, sem eru að því einu leyti frábrugðnar, að sú fyrn skilar 10 milljörðum kr. til þjóðartekna á báðum tveim fyrstu árum áætlunartímabilsins, en sú seinm skili engu fyrsta árið en á hinn bóginn 20 milljörðum annað árið, þá er fyrri leiðin talin betri einungis a grundvelli samanburðar á núvirði. En breytum nu seinni leiðinni og gerum ráð fyrir að hún skili af sér 30 milljörðum (í stað 20) annað árið. Miðað við eðli' legar forsendur um vaxtafót yrði nú seinni leiðm talin betri: Sé t.d. tekið mið af 10% vöxtum, er núvirði tveggja fyrstu árstekna fyrri leiðarinnar jafnt 10 +--------x 10 = 19 milljörðum en þeirrar u seinni 24 milljörðum. Seinni leiðin teldist því hag' kvæmari. En er hún þrátt fyrir það æskilegri? Flestir myndu væntanlega svara því neitandi. Slík stökk- breyting í sókn á milli ára er varla framkvæmanleg (nema því aðeins að unnt væri að beina sókninni í sama mæli og með svipuðum ábata í aðra stofna, þegar lægð' in væri í þorsksókninni). Reiknilíkaninu er því uppálag1 að forðast skyndibreytingar. Er þetta gert með því að bæta við kostnaðarliðnum "félagslegur kostnaður • Stærð þessa kostnaðarliðar á að nægja til að slíkar stökkbreytingar eigi sér vart stað. Til þessa atriðs vísast nánar síðar. Mynd 1 sýnir að lokum það, sem þegar hefur ver- ið ritað, að heildarafkoma hvers árs (að teknu tilhti til félagslega kostnaðarins) er reiknuð til núvirðis i upphafi áætlunartímabilsins. Heildarnúvirði allra ára frá byijun tímabilsins er mat á gæðum þorskveiði' stefnunnar. Reiknilíkaninu er ætlað að finna þa stefnu sem skilar sem mestu heildarnúvirði. Grunnniðurstaða í viðauka eru taldar upp talnalegar forsendur, sem notaðar eru í grundvelli líkansins, hér eft>r nefndar grunnforsendur. Sumar þessara talna skilj' ast þó ekki fyrr en við lestur kaflanna, sem á eftif fyigja. . .. Hér er gert ráð fyrir að útreikningarnir taki t'1 tímabilsins frá ársbyrjun 1978. Á mynd 2 er sýnt hvert stefnir, ef sókn og sóknar' mynstur (þ.e.a.s. friðunaraðgerðir) helst hvoft' 656 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.