Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1979, Side 30

Ægir - 01.11.1979, Side 30
kostnaðar). Þessa niðurstöðu nefni ég grunnniður- stöðu og taka seinni línurit mið af henni. Grunnniðurstaðan bendir til þess, að hagkvæmt sé að minnka sókn í þorskstofninn um 40% á tímabil- inu 1978-1987 og þar af hefði strax árið 1978 átt að minnka sóknina um 12%. Afleiðing yrði aflarýrun 1979-1981, en á móti henni kæmi talsverður sparn- aður útgerðarkostnaðar. Frá og með 1982 kæmi ávinningurinn í ljós bæði í formi aukins afla en e.t.v. öllu fremur í lægri kostnaði við að draga þennan afla á land. Rétt er að ítreka, að laun teljast ekki til kostnaðar í þessu sambandi. Sparnaðurinn er því ekki fenginn með því að draga úr heildarkaup- greiðslum til sjómanna, enda mætti hugsa sér að sjó- mönnum yrði ekki fækkað þrátt fyrir minni sókn og þar með minni flota. Hugsanlega gæti virst skyn- samlegt að hafa meira en eina áhöfn á hveiju skipi. Þessi grunnniðurstaða er að sjálfsögðu ekki hafin yfir alla gagnrýni, enda byggist hún á forsendum, sem fæstar eru óyggjandi. En kostur reiknilíkana, sem skráð eru fyrir tölvur, er einmitt sá, að þægilegt er að endurtaka útreikningana með breyttum for- senduþáttum. Það er gert hér á eftir. Þar sem má að tortryggni lesenda beinist fremur að þeirri niðurstöðu, að draga beri svo mjög úr sókn, fremur en að lesendurtelji þennan sóknarsamdrátt oflítmn. þá verða einkum könnuð áhrif þeirra breytinga a forsendum, sem að öðru jöfnu leiða til aukinnar sóknar. En hafa skal í huga, að margt sem orkartvi- mælis í grunnforsendum, hvetur þó þegar til mikiH' ar skyndisóknar. Á þetta t.d. við um þá forsendu að sleppa afskriftakostnaði flotans en gjaldfæra þegar1 stað stofnkostnað við það að endurnýja flotann. Við þetta verður æskilegra en ella, að nýta núverandi flota sem mest áður en grípa þarf til flotaaukningar (vegna úrfalls). Niðurstöður nokkurra reiknitilrauna með þanmg breyttum forsendum eru sýndar á myndum 4 og 5- Er í eftirfarandi kafla vísað til þeirra ferla, sem þar eru skráðir. Til samanburðar er grunnniðurstaða sýnd sem „grunnferlar". ------ (jrunr fer lor ------ Ferlar 1 ------ Ferlor Z 658 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.