Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1979, Blaðsíða 34

Ægir - 01.11.1979, Blaðsíða 34
við um síðarnefndu sóknarmælinguna. Að vanda- málum í þessu sambandi verður nánar vikið í næsta kafla. Hliðstæð vandkvæði og í sambandi við sóknar- mælingu koma upp, þegar reynt er að taka friðunar- aðgerðir með í reikninginn. Hér skal farið fljótt yfir sögu: Aukin eða minnkuð friðun smáfisks er í þessu líkani skilgreind sem hlutfallsleg breyting á fisk- veiðidánarstuðlum yngstu árganganna miðað við stuðla þeirra elstu. Mynd 7, miðferill, sýnir áætlaða fiskveiðidánar- stuðla þorsks eftir aldri undir lok tímabilsins 1974- 1977, þ.e.a.s. þá sem samsvara grunnsókninni 100. í reiknilíkaninu er notaður svonefndur friðunar- stuðull, táknaður með a á myndinni. Friðunarstuð- ullinn færir mynstur myndarinnar til, upp eða niður. Gildið a = 100 samsvarar óbreyttri friðun, en hana má síðan auka upp í mesta leyfða gildi a = 200 eða minnsta leyfða gildi a = 50. Það er sjálfsögðu hrein ágiskun höfundar, að beiting e.k. friðunaraðgerða geti leitt til þess, að fískveiðidánarstuðlar færist til á þann hátt sem hér er gefið í skyn. Hér er því um grófa en væntanlega ekki fjarstæðukennda ímynd af raunveruleikanum að ræða. Hámörkunarútreikningarnir voru endurteknir en með þeirri takmörkun að ekki var talið kleift að hafa nein áhrif til að auka eða minnka friðun- araðgerðir í ofangreindum skilningi. Sóknar- stærðir breytast lítt frá grunnniðurstöðu en nokkrar tilfærslur verða í afla og afkomu milli ára. Heildar- afkoman verður að sjálfsögðu nokkru lakari en í grunnniðurstöðu. 5. Um tekju- og kostnaðarliði Eins og áður sagði miðast flestir tekju- og kostn- aðarliðir við athugun, sem gerð var af Þjóðhags- stofnun á þeim efnum. Verðlag er ársins 1977. Tekju- póstar liggja nokkuð ljósir fyrir. Þar er gengið út frá meðalútflutningsverðmæti þorskafurða 1977, m.v. afla upp úr sjó. Það er því í grunnforsendum ekki gert ráð fyrir breytingu á því meðalverði í framtíð- inni. Kostnaður við vinnslu ætti heldur ekki að orka mikils tvímælis. öllu meiri vandkvæði eru á því að meta útgerðar- kostnað. Framar í greininni hefur verið fjallað um þetta atriði. Vandinn er að nokkru leyti í sambandi við það að fleira aflast en þorskur, þannig að matsatriði er hvað skal færa þorskveiðum til gjalda. Ónákvæmnin eykst þó þegar horft er fram í tímann og afli breytist á sóknareiningu. Nú er í útgerðarkostnaði að vísu bæði tekið tillit til aflatengds og sóknartengs kostn- aðarþáttar, en ekki er tryggt, að kostnaðarmyndm verði alls kostar rétt, ef afli á sóknargreiningu breyt- ist (þ.e. eykst) verulega frá því sem verið hefur. Sem fyrr hefur hér verið reynt að svara efasemd- um um ágæti þess að draga úr sókn. Með ferlum 1 a mynd 5 er sýnd niðurstaða þar sem gert var ráð fynr því, að sóknarkostnaður breytist helmingi hægar en sóknin sjálf. Samkvæmt niðurstöðum þeirra ætti að stefna að svipuðum samdrætti sóknar og fram kem- ur í grunnniðurstöðu en fara nokkru hægar í sakirn- ar. I reiknilíkaninu er stærð flotans mæld í sóknar- getu hans, og gert ráð fyrir að þorskveiðiflotinn i ársbyrjun 1978 hafi ekki getað afkastað sókn um* fram það sem þá var. Gert er ráð fyrirákveðnu hlut- fallslegu úrfalli flotans (þ.e.a.s. sóknargetunnar)- Þrátt fyrir sóknarsamdrátt skv. grunnniðurstöð- unni kemur að því að endumýja þarf flotann. Það verður á 9. ári áætlunartímabilsins, þ.e.a.s. árið 1986. Á undan eru þá gengin nokkur aflagóð ár (sja mynd 3), þar sem afli á sóknareiningu er veruleg3 meirien 1977. í samræmi við það, semáðurvarsagt. er það veruleg einföldun að setja (lágmarks)flota' stærð í beint hlutfallslegt samband við sóknarmagm þegar svo er ástatt. í raun og veru þyrfti því aö stækka (eða a.m.k. endumýja) flotann þegar í upp' hafi góðærisins, t.d. 1982. Ekki em tök á því í þessu reiknilikani að fara hér nær raunveruleikanum, en umrædd skekkja er efasemdarmönnum um sóknar' minnkun fremur í vil: það verður hagkvæmara en ella að draga minna úr sókninni fyrstu árin og ný*3 þá betur flota sem ekki þarf að greiða stofnkostnað af. Hlutverki "félagslegs kostnaðar” í þessu reiknilík' ani hefur þegar verið lýst: hann á að orka letjandia örar sóknarbreytingar. Sé honum sleppt og leitað a hámarki heildarnúvirðis þorskútvegsins kemur 1 ljós, að æskilegast sé að leggja þorskveiðar niðurár' ið 1978 og leyfa stofninum að ná sér, á meðan þjóðxn lifði á erlendum lánum! Slík stefna er vitaskuld út i hött og er því ekki kynnt hér frekar. í grunnforsendum er þessi félagslegi kostnaðuf látinn vera í hlutfalli við kvaðrat sóknarbreytingar3 milli ára. Séu til dæmis bomir saman þeirtveir kost' ir að minnka sóknina 1978 um 10% eða 20%, þá er síðari kosturinn talinn valda fjórfalt meiri félagsl^S' um kostnaði. Skv. grunnniðurstöðu reiknast félags legur kostnaður af 12% sóknarminnkun 1978 vera um 1% af búsílagi þorskútvegsins. Með þvi að auka vægi þessa kostnaðarliðar má a sjálfsögðu hemja sóknarminnkunina verulega. Fer 662 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.