Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1979, Side 37

Ægir - 01.11.1979, Side 37
stærðum), sem hafa tölfræðilega dreifingu á svo- nefndan logaritmiskan normalhátt. Meðalgildi ^alnanna er 1 en kvaðratfrávik margfaldarans við sókn er valinn með hliðsjón af nákvæmni aflaspáa Hafrannsóknastofnunar á liðnum árum (sjá töflu 2 í áðurnefndri Ægisgrein Sigfúsar A. Schopka). Kvaðratfrávik nýliðunarmargfaldarans byggist á lauslegri athugun á nýliðunartölum áranna 1955- 1975 (sbr. mynd 6). Þorskveiðistjórnun eftir þessum forsendum var utreiknuð og nær hver prófun yfir tíu ára tímabilið 1978 - 1987. Mynd 8 gefur yfirlit yfir útkomu 20 slíkra tilrauna. Koma þar bæði fram meðaltalsgildi svo og bil til beggja handa er samsvara tvöföldu staðalfráviki úr þessum tilraunum. Má þá segja, að það heyri til sjaldgæfra undantekninga, að tilrauna- Stldi sóknar, afla eða tekjuframlags lendi utan við þetta bil. Athyglisvert er, að æskilegasta sóknargeta flotans (sem að framan var lögð að j öfnu við flotastærðina) ®tti að vera nokkru meiri skv. þessum hermireikn- ’ttgum en áðurnefnd grunnniðurstaða benti til. Er þetta eðlileg afleiðing aukinna sveiflna í sókn. í umræddum tilraunum með æskilega stjórnun þorskveiða er gengið út frá því, að stjórnunin sé sveigjanleg og byggð á (fullkominni) þekkingu á á- standi þorskstofnsins á hverjum tíma. Augljóslega er ávinningur af slíkum sveigjanleika. Þennan ávinning má meta. I því skyni voru áðurnefndar 20 Hlraunir með stjórnun veiðanna tímabilið 1978-87 endurteknar, þó þannig að áformuð sókn á hveiju óri var sú, er grunnniðurstaðan títtnefnda gaf til kynna, þ.e.a.s. henni var fylgt blint. Sveigjanlega stjórnunin skilar öll árin meiri tekjum og nemur tnismunurinn á núvirði umræddra 10 ára nær 50%. Með nokkrum sanni má segja, að hér endurspeglist avinningur af skynsamlegri stjórnun fiskveiða, sem byggði á traustri þekkingu á öllum þáttum atvinnu- Vegarins. Og er hér þó um vanmat að ræða, því að þ'n fastmótaða stefna, sem fólst í grunnniðurstöð- unni, miðast við skynsamlegustu ákvarðanir við uPphaf áætlunartímabilsins. Alyktanir og lokaorð í grein þessari hefur verið reynt að gefa ítarlegt yfirlit yfir útreikninga höfundar á því, hver sé æski- legasta stefna varðandi sókn í þorskstofninn á kom- andi árum. Forsendur hafa verið kynntar og bent á afleiðingar af hugsanlegum skekkjum í hverri og einni þeirra. Þá hefur verið leitast við að fylgja eftir ímyndaðri stjómun veiðanna, sem tæki mið af niðurstöðum slíkra reikninga, en þá jafnframt tekið tillit til nokkurra sveiflukenndra umhverfis- og stjórnunarþátta. Það ætti því að vera á færi lesenda að draga sínar ályktanir um niðurstöður þessara reikninga. Engu að síður leyfi ég mér að grípa fram fyrir hendur les- andans og benda á eftirtalin ályktunaratriði: 1. Miðað við þær forsendur, sem réttastar þykja, virðist afararðbært fyrir þjóðarbúið í heild að dregið sé úr sókn í þorskstofninn á u.þ.b. þrem- ur ámm niður í um 70% af því sem hún hefur verið seinustu ár. 2. Hugsanlegar skekkjur í einstökum meginfor- sendum fá ekki raskað niðurstöðunni um 30% sóknarminnkun nema lítillega. 3. Unnt virðist að dreifa sóknarsamdrættinum skv. lið 1 á nokkm lengri tíma (5-7 ár), en er fjárhagslega því aðeins réttlætanlegt að óbeinar afleiðingar af tímabundnum samdrætti í þorsk- veiðum vegi mjög þungt. 4. Sú niðurstaða sem bent er á í lið 1 byggir á bestu tiltæku þekkingu um ástand þorskstofnsins í ársbyijun 1978. Hún er því aðeins markmið, sem endurskoða bæri í sífellu. Reiknitilraunir sýna, að ýmsar sveiflukenndar aðstæður gætu valdið því að æskilegasta sókn t.d. á árinu 1985 yrði, þegar á reyndi, á bilinu 40%-80% af því sem hún var í lok tímabilsins 1974-1977. 5. Ekki er unnt að draga tölulegar ályktanir um æskilegustu flotastærð á grundvelli umræddra reikninga. Vegna aukins afla á sóknareiningu er þó ljóst að samdráttur þorskveiðiflotans ætti að vera minni en sóknarinnar. Jafnframt virðist arðbært að geta gripið til auk- innar sóknar í góðærum, þ.e. sóknargeta flot- ans ætti að vera nokkm meiri en áætluð sókn. Á hinn bóginn verður að draga þá ályktun af reikniniðurstöðunni, að veiðiflotinn var þegar 1977 orðinn meir en nógu stór. 6. Ábati virðist vemlegur af sveigjanlegri stjórnun sóknar, ef hún byggist á haldgóðri þekkingu. Bent hefur verið á ýmsa hugsanlega skekkjuvalda í útreikningum þessum. Auk þeirra, sem nefndir hafa verið, gætu eftirtalin atriði komið til álita: 1. Hugsanlegar em skekkjur í fleiri en einum for- senduþætti, sem allar hnigju í sömu átt. Nokkur slíkur samtvinningur skekkja hefur verið prófaður. Gefa þær tilraunir ekki tilefni til endurskoðunar á meginniðurstöðum. Seint ÆGIR — 665

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.