Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1979, Side 39

Ægir - 01.11.1979, Side 39
raunir miða að því að kanna mismunandi öran samdrátt sóknar að þessu marki. 4. I septemberhefti Ægis er grein eftir dr. Einar Júlíusson eðlisfræðing þar sem hann gerir grein fyrir reiknilíkani er hann hefur gert af ís- lenskum botnfiskveiðum. Reikningar þessir eru töluvert öðru vísi uppbyggðir en bæði mínir og annarra þeirra, sem hér er getið. Fyrst fjallar Einar um þá sókn, er skili hámarksafla við jafn- vægisástand, en síðast lítillega um aðlögun að þessu marki. Sóknarmynstur (fiskveiðidánar- stuðlar) tekur mið af botnvörpuveiði og því að möskvastærð geti fullkomlega aðgreint aldurs- hópa. Mælikvarði Einars á sókn er því ekki að öllu leyti sambærilegur við minn. Þá er útgerð- arkostnaður einhlítt talinn í beinu hlutfalli við þá flotastærð, sem haldið er til veiða. Sumpart má segja að forsendur Einars séu einfaldari en mínar, en á hinn bóginn gengur Einar lengra að þvi leyti að hann leitast við að umreikna sókn í flotastærð, en miðar þar að vísu eingöngu við togara. Eins og þegar hefur verið sagt er allerfitt að bera niðurstöður Einars saman við minar og aðrar skildar. Engu að síður virðist ljóst að Ein- ar telur að stefna eigi að enn meiri samdrætti sóknar en ég. 5. Ragnar Árnason hagfræðingur vinnur að doktorsritgerð í fiskihagfræði, þar sem m.a. er fjallað um hagkvæma sókn i íslenska botnfisk- stofna. Beitir hann mjög svipuðum útreikning- um og hér hafa verið kynntir. Ragnar telur æskilegt að minnka sókn í þorskinn enn meir og örar en hér er lagt til. Skýringar á því er að leita i nokkuð öðrum forsendum um kostnaðar- þætti, svo sem varðandi stofnkostnað flota, en einnig eru friðunaraðgerðir taldar geta orðið öllu markvissari en ég leyfi mér að búast við, en Ragnar miðar friðun við algera friðun yngstu árganganna (að vali reiknilikansins) en að öðru leyti svipað mynstur fiskveiðidánarstuðla og verið hefur. Þessi athugasemd á reyndar einnig við um aðferðir Rögnvalds Hannessonar og Einars Júlíussonar. Athugasemd Þau línurit, sem hér eru sýnd, eru ekki fyllilega sambærileg við samskonar myndir er höfundur sýndi á ráðstefnu Raunvísindastofnunar og birtar voru í Morgunblaðinu 23. júni s.l., þar semforsend- ur hafa verið endurskoðaðar og færðar til sam- rasmis við nýjustu upplýsingar um ástand þorsk- stofnsins. VIÐAUKI Yfirlit yfir tölulegar forsendur. 1. Líffræðilegar forsendur. 1.1 Stofnstærð í ársbyrjun 1978. Aldur Fjöldi ár (millj. fiska) 1 220 2 146 3 272 4 81 5 144 6 54 7 22 8 10 9 2 10 1 11 0,3 12 0,1 (Tölur um fjölda 1 og 2ja ára fiska miðast við á- ætlaðan fjölda, þegar 3ja ára aldri er náð). Heimild: Sigfús A. Schopka. Hafrannsókna- stofnun. 1.2 Náttúrlegur dánarstuðull: 0,2 á ári fyrir 3ja ára fisk og eldri. Heimild: Þessi dánarstuðull hefur verið not- aður um árabil bæði af Hafrannsóknastofnun og Alþjóðahafrannsóknaráðinu. 1.3 Grunnsókn. I grein eftir Sigfús A. Schopka í júlíhefti Ægis 1979 kemur fram að mat Haf- rannsóknastofnunar á fiskveiðidánarstuðlum þorsks undanfarin ár er sem hér segir: Ár Aldur 1974 1975 1976 1977 1978 2 0,01 0,00 0,00 0,00 0,00 3 0,10 0,15 0,09 0,03 0,02 4 0,35 0,31 0,30 0,25 0,20 5 0,52 0,49 0,38 0,42 0,40 6 0,42 0,61 0,57 0,41 0,50 7 0,78 0,63 0,62 0,85 0,80 8 0,92 0,99 1,09 0,89 0,90 9 0,77 1,08 0,85 1,05 0,90 10 1,02 1,28 1,01 0,84 0,90 11 1,45 1,62 1,99 0,90 0,90 12 1,13 1,93 1,17 1,66 1,00 ÆGIR — 667

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.