Ægir - 01.11.1979, Side 40
Skv. eðli þeirrar reikniaðferðar, sem hér er
beitt (V.P.-greining), verður matið áfiskveiði-
dánarstuðlum ónákvæmast fyrir síðustu árin
og stuðlarnir síðasta árið (1978) eru að mestu
ágiskun. En þeir eru einmitt mat á því hvert
stefnir undir lok umrædds tímabils og þá með
hliðsjón af því hvað aðrir sóknarmælikvarðar
gef vísvendingu um. Ég hef því valið ofan-
greinda fiskveiðidánarstuðla 1978 sem grunn-
viðmiðun og nefnt sókn, sem samsvari þeim,
grunnsókn í grein þessari.
1.4 Meðalnýliðun 1955 - 1975: 220 millj. fiska í 3ja
ára aldursflokk. Heimild: Skv. nýjasta stofn-
stærðarmati Hafrannsóknastofnunnar (sbr.
1.1) er meðalnýliðun umrætt tímabil 217,5
millj. Á hinn bóginn hefur í útreikningum sem
þessum að jafnaði verið gengið út frá 220.
millj. fiska, sem meðalnýliðun.
1.5 Meðalþungi þorsks eftir aldri.
Aldur (ár) Þyngd (kg)
3 1,12
4 1,93
5 2,92
6 3,80
7 4,65
8 5,25
9 5,48
10 6,01
11 7,18
12 8,93
Heimild: Sigfús A. Schopka, Hafrannsókna-
stofnun.
2. Hagrænar forsendur.
2.1 Vogtölur fiskveiðidánarstuðla v. ákvörðunar
á heildarsókn:
Aldur (ár) Vogtala
3 0,000
4 0,053
5 0,160
6 0,266
7 0,266
8 0,266
9 0,160
10 0,107
11 0,053
12 0,053
Heimild: Mat höfundar byggt á skiptingu afla
milli togara, báta á vetrarvertíðarsvæðum og
annarra báta, svo og stærðarflokkun aflans
o.fl. skv. skýrslu Fiskifélagsins “Útgerð 1977".
2.2 Útgerðarkostnaður (án launa, vaxta og af-
skrifta), verðlag 1977.
Aflatengdur þáttur útgerðarkostnaðar: 3kr/kg-
Sóknartengdur þáttur útgerðarkostnaðar:
9500 millj. kr/sóknareining x ár (grunnsókn:
1 eining).
Flotatengdur þáttur útgerðarkostnaðar:
1100 millj. kr/sóknargetueining x ár (sókn-
argeta grunnsóknar: 1 eining).
Heimild: Aflatengdi þátturinn svo og summa
sóknartengds og flotatengds þáttar eru frá
Þjóðhagsstofnun, sbr. áðurnefnda grein Jóns
Sigurðssonar og Sigurðar B. Stefánssonar.
Uppskipting milli sóknartengds og flotatengds
þáttar er höfundar og er gerð með hliðsjón al
vægi þátta eins og viðhalds, trygginga. o.fl- 1
útgerðarkostnaði skv. riti Þjóðhagsstofunnar:
“Sjávarútvegur 1972 - 1977“.
2.3 Vinnslukostnaður þorsks: 24 kr/kg.
Heimild: Sjá 2.2
2.4 Útflutningsverðmæti, verðlag 1977.
Meðalútflutningsverðmæti þorsks miðað við
afla upp úr sjó: 125 kr/kg.
Heimild: Sjá 2.2
2.5 Stofnkostnaður þorskveiðiflota.
Stofnkostnaður: 70.000 millj. kr/sóknargetu-
eining.
Heimild: Höfundur. Vátryggingarverðmaeti
fiskiskipaflotans 1977 er sótt í skýrslu Fiski-
félagsins “Útgerð og afkoma fiskiflotans
1977“. Þetta verðmæti er vegið með hlutfalli
þorsks í afla hverrar skipategundar. Meðal-
aldur hverrar skipategundar skv. sömu
skýrslu svo og (einfaldaðar) fyrningareglur
skipatrygginga eru notaðar til að meta endur-
kaupsverð eða stofnkostnað þorskveiðiflotans
1977.
Útgerðarmenn — Bókhaldsþjónusta
Pétur Jónsson viðskiptafræðinpur
Hraunbæ 134 Revkjavík
Símar. 85450 - 72623
668 — ÆGIR