Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1979, Síða 57

Ægir - 01.11.1979, Síða 57
LÖG OG REGLUGERÐIR Reglugerð Reglugerð utn takmarkanir á þorskveiðum íslenskra skipa í nóvember og desember 1979. Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag gefið út reglu- gerð um takmarkanir á þorskveiðum í nóvember og desember í ár. Verður hér á eftir gerð grein fyrir helstu ákvæðum reglugerðar þessarar. 1. Bátum öðrum en skuttogurum með 900 hest- afla vél og stærri og togskipum, sem eru 39 metrar og lengri, er óheimilt að stunda þorsk- veiðar tímabilið 20. desember til 31. desem- ber 1979, að báðum dögum meðtöldum. 2. Skuttogurum með 900 hestafla vél og stærri og togskipum 39 metra og lengri er óheimilt að stunda þorskveiðar í 23 daga á tímabilinu 1. nóvember til 31. desember 1979. Útgerðaraðilar þessara skipa geta ráðið til- högun veiðitakmörkunar, en þó skal hver togari ætíð láta af þorskveiðum í a.m.k. sjö daga í senn. Skulu útgerðaraðilar tilkynna ráðuneytinu um tilhögun veiðitakmörkunar áður en hún hefst hverju sinni. Eru útgerðar- aðilar bundnir við áætlanir sínar og verði þær ekki látnar í té, getur ráðuneytið ákveðið, hvenær togarar láta af þorskveiðum. 3. Upphaf takmörkunartímabils miðast við þann tíma, er togari kemur i höfn til löndun- ar, en lok timabilsins, miðast við þann tíma er togari heldur til þorskveiða á ný. Sigli togari með afla til löndunar erlendis og reynist þorskur yfir 15% af heildarafla, telst sá tími er fer í siglingar ekki með í tímabili veiðitakmörkunar á þorski. 4. Á þeim tíma, sem fiskiskip mega ekki stunda þorskveiðar má hlutdeild þorsks í heildarafla hverrar veiðiferðar ekki nema meiru en 15%. Þorskafli undir þeim mörkum skoðast sem löglegur aukaafli, en fari þorskafli hverrar veiðiferðar fram úr 15% af heildarafla, verður það sem umfram er, gert upptækt samkvæmt lögum um upptöku ólöglegs sjávarafla. Sjávarútvegsráðuneytið, 23. október 1979. um sérstakt línu- og netasvæði út af Faxaflóa. 1. gr. Frá 1. nóvember 1979 til 15. maí 1980, að báðum dög- um meðtöldum, eru allar veiðar með botn- og flot- vörpu bannaðar á svæði út af Faxaflóa, sem að sunnan markast af línu, sem dregin er réttvísandi vestur frá Sandgerðisvita, að vestan markast svæðið af 23°42’0 V og að norðan af 64°20’0 N. 2. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða refsingu sam- kvæmt lögum nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fisk- veiðilandhelgi íslands. Með mál út af brotum, skal farið að hætti opinberra mála. 3. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum nr. 81 31. maí 1976, um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Sjávarútvegsráðuneytið, 25. október 1979. F.h.r. Jón L. Arnalds. ÆGIR — 685

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.