Ægir - 01.09.1981, Page 17
áhrifum 10°7o slaka í hliðarbyrðunum. Mynd 2
sýnir hlutfall þeirrar rækju, sem sleppur út um
hliðarbyrðin miðað við 40 mm riðil í hlið-
atbyrðunum og engan slaka (ferill 1A), 40 mm
riðill og 10% slaka (ferill 1B) og 50 mm riðil án
slaka (ferill 2A) og eiga þessar niðurstöður við
rannsóknir í ísafjarðardjúpi.
Áður en niðurstöður línuritsins eru metnar, er
rétt að geta þess, að mæld möskvastærð á byrði 1A
reyndist 38.3 mm en hins vegar aðeins 37.1 mm
fyrir byrði 1B. Áhrif 10% slakans verða því minni
en ella vegna smærri möskva.
t*egar tilraunin ver gerð, var meðalfjöldi af
raskju í kg í venjulegt troll 354.7 stk. Miðað við
lsngdardreifinguna hefði fjöldinn í kg verið 345.9
með 10% slaka eða 8.8 stykkjum færra. Heild-
araflatap hefði orðið 3.5% en tap á rækju með 15
0101 skjaldarlengd og meira hefði orðið 2.1%.
í’essi breyting er að sjálfsögðu óveruleg en miðar
t30 í rétta átt. Sjálfsagt hefði munurinn orðið
mciri, ef möskvastærð hefði verið sambærileg.
Að afloknum tilraununum í ísafjarðardjúpi var
reynt fyrir sér í Húnaflóa með 40 mm riðli í hlið-
arbyrðunum með 10% slaka og án slaka en ekki
með 50 mm riðli. Vegna tímaskorts var einungis
unnt að taka 11 tog í allt. Því verður að taka niður-
stöðurnar með fyrirvara. Þrátt fyrir meiri afla og
he*dur stærri rækju í Húnaflóa slapp rækjan betur
ut utn hliðarbyrðin svo sem sýnt er á 3. mynd.
Að meðaltali taldist rækjan í Húnaflóa 348.3 í
h'lóið í venjulegt troll (1A) og samkvæmt
mæliröðinni hefði fengist 321.3 stk/kg með 10%
s*akanum eða 27.0 rækjum færra. Aflatap hefði
orðið 5.3%, þar af 4% af rækju með 15 mm
shjaldarlengd eða meira. Hér er munurinn því um-
talsverður, án þess að um merkjanlegt aflatap sé
að ræða.
Svo kynlega bar þó við á báðum veiðisvæð-
unum, að betur aflaðist í trollið með slakanum,
enda þótt það væri að öðru leyti alveg eins og
'enjulega trollið. í venjulega trollið fékkst að
í^fnaði 140.5 kg á togtíma í Djúpinu en 363.7 kg í
Hunaflóa. í trollið með 10% slakanun fékkst hins
'eSar 205.9 kg á togtíma í Djúpinu en hvorki meira
né minna er 574.4 kg í Húnaflóa. í trollið með 50
mm möskvunum (2A) fékkst að jafnaði 157.5 kg á
|°8tíma í Djúpinu. Hér er sjálfsagt að einhverju
eHi um tilviljun að ræða en vera má þó, að betra
Slreymi í gegnum troll 1B og 2A auki fiskihæfnina,
enda þótt það sé engan veginn i samræmi við afla-
tölurnar.
Að sjálfsögðu má velta þessum niðurstöðum
fyrir sér á ýmsa lund og væri þá e.t.v. hægt að
leiða að því líkur að hækka mætti leyfilegt afla-
magn lítils háttar með því að nota slaka í hliðar-
byrðin. Margir óvissuþættir hljóta þó að vera í
slíkum útreikningum og verður þeim því sleppt að
þessu sinni a.m.k. Niðurstöður með 10 og 20%
slaka sýna þó ótvírætt að koma má að einhverju
leyti í veg fyrir dráp á smárækju. Aflatapið er
sennilegt ekkert með 10% slaka en sé meiri slaki
notaður fer nýtanleg rækja að sleppa í auknum
mæli. Þess skal getið að rækjuveiðimenn við
Húnaflóa höfðu slaka í sinum trollum á síðast lið-
inni vertíð og fengu með því móti stærri og verð-
meiri rækju en ella. Aflatap er ekkert, þar sem
fiskað er eftir kvóta en meiri fyrirhöfn er þá að ná
leyfilegu aflamagni. Vegna mikillar rækjugengdar
var sú fyrirhöfn þó ekki tilfinnanleg.
Rétt er að taka það fram, að einungis hefur verið
athugað með slaka á einum tilteknum stað í troll-
inu. Ekki virðist úr vegi að athuga aðra hluta vörp-
unnar og freista þess að bæta enn um betur. Það
ætti að vera tilraunarinnar virði, því að þessar
rannsóknir kosta sáralítið, þar sem þær eiga sam-
leið með ýmsum öðrum rækjurannsóknum.
ABSTRACT
ln this paper selection experiments of shrimp
(Pandalus borealis) in the side parts of the belly of
a 4-seam bottom trawl are dealt with. Ten per cent
net slack in the side panels relative to the upper and
lower panels increased the escapement rate of
small shrimps without any significant loss of
shrimps of utilizeable size. The selectivity proved
to be different on two different fishing grounds.
Unexpectedly the average catch in the trawl with
the net slack was higher than in the conventional
design. These experiments are described in English
in an ICES paper „The effect of net slack in the
sidepanels of shrimptrawls on the size distribution
ofthe catch“. ICES CM 1981/B.5.
ÆGIR —481