Ægir - 01.09.1981, Page 27
Ust. er svo að sjá sem mál þetta hafi legið nokkuð í
aginni um skeið, eða allt tii ársins 1856, en þá
hirtist í nóvemberblaði Norðra grein, þar sem fyrst
er drepið á það, hve mjög útgerð til hákarlaveiða
latl aukizt hin síðari ár. Síðan ræðir grein-
arhöfundur, hve mikinn skaða menn bíði oft,
æoi á skipum og veiðarfærum, og tapist maður af
skiP>. þá standi oft ekkja og e.t.v. stór barnahópur
uPPi allslaus. Síðan bendir höfundur á fordæmi ís-
firðinga og drepur á nauðsyn þess, að þeir, er út-
8erð stundi á Norðurlandi, stofni með sér slíkan
sJÓð til skaðabóta. Leggur höfundur til, að þeir,
Sem eigi skip eða part í skipi, leggi til 1 rd. af hverri
ysistunnu, sem þeir fái yfir árið, en hver hluta-
maður 48 sk. af hverri lýsistunnu, sem hann fái í
ltut. Ekki vill þó höfundur láta greiða úr sjóði
Pessum, nema tjón það, er verði, valdi hlutaðeig-
atldi stórskaða, svo og ef maður tapast, sem á
k°nu og börn og er fátækur. Stjórn slíks sjóðs í
Eyjafirði telur höfundur bezt komna í höndum
einhverra, er ekki stunduðu sjálfir hákarlaútgerð,
kct- sýslumanna, amtmanns og einhvers kaup-
manns á Akureyri, en stjórnendur sjóðsins telur
nann eigi mega vera skipaða færri en þremur
mönnum.
Næst er máli þessu hreyft á prenti, er Norðri
b'rtir grein um það í apríl 1857. Sú grein er
undirskrifuð N, en þess hefir verið getið til að hún
Se eftir Einar Ásmundsson í Nesi. Þessi
Sreinarhöfundur, hver svo sem hann er, þakkar
nnum fyrra höfundi það, að hann skyldi vekja
ntáis á þessu mikla nauðsynjamáli, en setur
Jafnfram fram mun raunhæfari tillögur um
j Pulag sjóðsins. Hann telur, að taka megi
sfirðinga mjög til fyrirmyndar, en vill láta ábyrgj-
^st skipin til fulls en ekki að hálfu eins og þeir geri.
innig telur hann, að heppilegra mundi að miða
lryggingu skips við verð þess heldur en aflamagn.
Þegar þessari grein sleppir, er svo að sjá sem
eldur hljótt sé um mál þetta um sinn, a.m.k. í
aðaskrifum, en ljóst er þó, að ekki hefur það
allið algjörlega í gleymsku, heldur hafa menn rætt
Það og reifað sín á milli. í apríl 1859 birtirst í
I 0rðra bréf frá Siglfirðingi, sem segir frá því, að
.' marz hafi þilskipaeigendur og skipstjórnarmenn
a Siglufirði haldið með sér fund um málið og rætt
vernig ábyrgðarsjóði fyrir þilskip yrði bezt fyrir
°ntið. Höfðu fundarmenn komizt að þeirri niður-
st°ðu, að bezt mundi að skipta skipunum í þrjá
°kka eftir gæðum, og skyldu eigendur gjalda af
100 rd. virði í 1. flokki 3 rd. 48 sk.,4 rd. í 2. flokki
og 4rd. 48 sk. í 3. flokki. Fundarmenn gerðu ráð
fyrir, að gjalda skyldi helming skipanna ef þau
annaðhvort færust alveg eða yrðu fyrir stórtjóni á
úthaldstímabilinu, sem mönnum leizt heppilegast
að telja frá sumarmálum til ágústloka. Ekki skyldi
skip standa í ábyrgð á öðrum tíma. Þá var og álitið
haganlegast að virða skip með öllum útbúnaði og
að skylda skipstjórana til þess að færa dagbækur
skipanna. Stjórn slíks sjóðs töldu menn bezt
komna í höndum þriggja manna, en ekki er tekið
fram, hverjir þeir skyldu vera. Að lokum hvetur
svo bréfritari útvegsmenn við Eyjafjörð til þess að
taka höndum saman við þá vestanmenn um að
hrinda þessu mikla hagsmunamáli í framkvæmd.
Ekki er svo að sjá sem þessi framtakssemi Siglfirð-
inga hafi ýtt neitt sérstaklega við Eyfirðingum, þó
imprar Sveinn Skúlason ritstjóri Norðra öðru
hvoru á nauðsyn þess. Um haustið 1859 varð hins
atburður, sem varð til þess, að hinir beztu menn
fóru að láta málið til sín taka, en þá fórst Leyning-
ur Þorsteins á Skipalóni, svo og annað skip norðan
af Sléttu, bæði með allri áhöfn. Þessir hörmulegu
atburðir gerðust, ef svo mætti að orði kveða, á
mjög heppilegum tíma, því að nú sáu margir enn
glöggar en áður, hver nauðsyn var á stofnun
ábyrgðarfélags. Fram til þessa tíma er annars svo
að sjá sem margir hafi litið svo á þilskipin, eins og
ýmsir litu á togarana allt fram að Halaverðrinu
1925, að þau gætu ekki farizt, a.m.k. ekki á
rúmsjó.
í desember 1859 birtist í Norðra grein eftir áður-
nefndan N, og þar tekur hann ábyrgðarmálið enn á
dagskrá. í upphafi þessarar greinar ræðir höfund-
ur fyrst um það, hve mjög íslendingum beri að
auka sjósókn sína og tilfærir máli sinu til árétting-
ar þá skoðun margra útlendinga, að hafið um-
hverfis landið geti orðið þjóðinni ótæmandi auðs-
uppspretta. Aftur á móti lítist þeim landið sjálft
ekki vel til landbúnaðar fallið. Segir höfundur, að
menn landbúnaðarins telji það aukinni sjósókn
mest til foráttu, að sjávarafli sé svipull. Segir höf-
undur vart á öðru von en svo sé, þar að menn séu
ekki færir um annað en að dorga við fjörusteina.
Segir hann það mikla nauðsyn að geta fært sig til
eftir því, hvar afli sé beztur hverju sinni, en til þess
sé ekkert ráð betra en að koma upp stórum
þilskipaflota.
Máli sinu til stuðnings tekur höfundur dæmi af
útlendingum, sem árlega sendi hingað stóra flota
ÆGIR — 491