Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1981, Síða 20

Ægir - 01.09.1981, Síða 20
sótt fram eða hörfað. Menn tala um litlu ísöldina, sem stóð í sem næst þrjár aldir frá 1550—1850, en þá var hiti sennilega til jafnaðar 1 °—2° lægri en nú og stormasamt á Norður-Atlantshafi, eftir því sem best er vitað. Beinar skráðar veðurathuganir ná ekki mjög langt aftur í tímann og hitamælar og loftvogir urðu ekki til fyrr en um miðja 17. öld. Það sem vit- að er um forsögulegt veður byggist á því sem lesa má úr jarðlögum, frjókornum í jörðinni og ísnum á Grænlandi. Siðan taka við ævafornar skrár um atburði sem tengjast veðráttunni. Með slíkum að- ferðum hafa Kínverjar komist lengst aftur í timann og skrifað lauslega veðurfarssögu Kína síðustu 5000 árin. I Evrópu má rekja veðurfarssöguna um það bil 1000 ár aftur í timann með þessu móti og þar erum við íslendingar síst eftirbátar annarra. í sögum og annálum má finna margt sem gefur ábendingu um veðrið og á slíkum heimildum byggir bókin Árferði á íslandi í þúsund ár eftir Þorvald Thoroddsen, sem kom út árið 1917. Þarna er um geysimerka og mikla heimildasöfnum að ræða, enda skýrir höfundur svo frá í formála að hann hafi unnið að ritinu, að vísu í hjáverkum, í 30 ár. Fyrstu fregnirnar, sem ég hef af reglubundnum veðurathugunum, koma frá Kóreu. Þar fékk einn af embættismönnum konungs það verkefni árið 1441 að mæla á degi hverjum dýptina á regnvatm og gera sjálfum kónginum grein fyrir niðurstöð- inni. En veðurathuganir á íslandi eiga sér einnig langa sögu. Um miðja 18. öld gerði danskur maður að nafni Niels Horrebow athuganir á Bessastöðum og er þar um að ræða fyrstu veðurathuganir með mælitækjum hér á landi. Þó að þessar mælingat séu ekki sambærilegar við þær mælingar, sem nu eru gerðar á íslenskum veðurstöðvum, er t.d. vel hægt að trúa því, að veturinn 1749—1750 haf> mesta frost á Bessastöðum verið 7°—8° og vetur- 2. mynd. Veðurgagnavinnsla. 484 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.