Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1981, Page 34

Ægir - 01.09.1981, Page 34
fjárhagslega. Þessi aukni útgerðarkostnaður staf- aði fyrst og fremst af því, að skipin urðu stöðugt stærri og vandaðri og þá um leið dýrari. Auk þessa mun vöruverð hafa farið hækkandi á þessum tima. Þarna er sennilega skýringin á því, að menn hafi safnað óeðlilega miklum skuldum. Þá hlýtur það einnig að hafa valdið allmiklum erfiðleikum, að elztu fleyturnar hafa nú verið orðnar mjög úr sér gengnar, og jókst þá viðhalds- kostnaður að sama skapi, ef skipin á annað borð voru sjófær. Það virðist því mjög einfalt mál, að þegar hákarlaútvegurinn hætti að borga sig, lögðu menn skipunum jafnóðum og þau gengu úr sér. Þetta skýrist enn betur, ef litið er á þá staðreynd, að skipin voru flest árið 1874 eða 36,21 en árið 1881 voru þau aðeins 16.22 Þeim hafði fækkað um 20 á sjö árum. Að vísu fórust allmörg skip á þessu tímabili, en ekki allur þessi fjöldi, og varla hefðu kaupmannaskepnurnar á Akureyri hent skipunum, ef þeir hefðu grætt eins geipilega á þeim og oft er af látið. Það eru mjög einfaldar orsakir, sem liggja því til grundvallar, að þilskipin fluttust til Akureyrar. Akureyri var, sem fyrr greinir, orðin miðstöð hér- aðanna við Eyjafjörð. Þar voru nú beztu skipasmiðirnir, þar var allt að fá, sem útvegsmenn þörfnuðust, og þar voru langbezt hafnarskilyrði. Stéttaskipting var nú að aukast í landinu, samfara kynslóðaskiptum. Nú voru að rísa á fót stétt út- gerðarmanna, sem áttu heima i þorpum við sjávar- síðuna. Þessir menn ásamt bændum, sem stund- uðu eingöngu landbúnað, voru nú óðum að leysa af hólmi gömlu útvegsbændurna. Við allt þetta bætist loks sú veigamikla staðreynd, að árið 1876 lærðu Norðlendingar loksins að verka saltfisk. Þá var hákarlaútgerðin að missa gildi sitt, en hin nýju aflaverkun ruddi sér æ meir til rúms og til þess að gera hana arðbæra þurfti stórútgerð. Hér hafa verið raktar í stuttu máli þær orsakir, er ég hygg veigamestar fyrir því, að svo mjög dró úr hákarlaútvegi Eyfirðinga, er leið að lokum 19. aldar, og er þá næst að snúa sér að störfum Á- byrgðarfélagsins. Svo sem að framan er getið, þá var hlutverk félagsins ekki eingöngu það að tryggja skipin fjáhagslega heldur hóf það þegar í upphafi víðtæka umbótastarfsemi í þágu útvegsins. Eitt af þvi fyrsta, sem félagið hóf baráttu fyrir, var aukin hirðusemi um borð í skipunum, en þar var hirðuleysi og trassaskapur á mjög háu stigi. Ekki þarf að efa, að í þessu efni höfðu tilraunir fé- lagsins stórbætandi áhrif, þótt ekki verði árang- urinn metinn í tölum eða öðru þess háttar. Gjarnan má og hafa það hugfast, að í einni grein félagslaganna er það skýrt tekið fram, að yrði skaði á skipi, sem að einhverju eða öllu leyti mætti rekja til hirðuleysis, þá yrði hann ekki bættur. Annað stórmerkilegt og mjög brýnt verkefnh sem félagið vann að, og e.t.v. það, sem lengst mun halda nafni þess á loft, var sjómannafræðslan- Þess var getið i upphafi þessarar ritgerðar, að eitt af því, sem sennilega hefur valdið gamla Danielsen á Skipalóni, svo og öðrum upphafsmönnum eý' firzkrar hákarlaútgerðar, hvað mestum heiD' brotum, var það, að engir lærðir skipstjórnarmenn voru í Eyjafirði um miðja 19. öld. Raunar var heldur ekki við því að búast. Gömlu opnu bátarnir munu sjaldan hafa farið það langt út, að menn misstu landsýn, a.m.k. ekki lengi í einu. Við þmr kringumstæður gátu áttavitinn og vísdómut feðranna vel dugað mönnum. Margar sögur eru líka til um vankunnáttu hinna gömlu hákarla- manna í siglingafræðum, t.d. var það sagt urn „hákarla-Jörund”, að hann hefði ekkert þekkt a áttavitanum nema norðrið og ætíð kallað þa^ „stóru klessuna”. Hvað sem öllum slíkum sögum líður, þá vöknuðu menn heldur belur til meðvit- undar í þessum efnum, þegar þilskipin komu til sögunnar. Þess er áður getið um Ara Arason, ad hann ku hafa farið til Noregs til náms í sjómanna' fræðum og síðan til ísafjarðar í sömu erindum. Þa er þess oft getið um unga menn, þegar á fyrstu árum eyfirzkrar þilskipaútgerðar, að þeir haf> farið til Danmerkur til náms í sjómannafræðum- Allmargir notfærðu sér einnig það tækifæri, sjómannaskóli Torfa Halldórssonar á ísafirði bauð. Vafalítið hafa svo þessir menn eitthvað sag1 til nágrönnum sínum heima í héraði, þótt í smáum stíl væri. Þá er þess einnig getið, að danskit skipstjórar verzlunarskipa þeirra, er til Akureyrat sigldu, hafi eitthvað sagt ungum mönnum til- Mjög stopul hlýtur þó sú kennsla að hafa verið. Þá er komið að stórmerkum þætti í norðlenzkri útgerðarsögu, en það er sjómannakennsla Einars > Nesi. Það er vafalaust nær einsdæmi að bónd>» sem varla nokkurn tíma hafði á sjó komið, skyld' geta sagt sjómönnum til í sjómannafræðuru- Helzti styrkur Einars við þessa kennslu voru hinar frábæru gáfur hans, ásamt mjög staðgóðri þekk' ingu í stærðfræði, landafræði og erlendum tungU' málum. Við þessa kennslu, sem virðist hafa farid 498 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.