Ægir - 01.09.1981, Page 54
NÝ FISKISKIP
Sigurfari II SH-105
Nýr skuttogari bættist í fiskiskipaflota lands-
manna 25. júlí s.l., er skipasmíðastöðin Þorgeir &
Ellert h/f, Akranesi, afhenti m/s Sigurfara II SH-
105, sem er nýsmíði stöðvarinnar nr. 35. Þetta er
þriðji skuttogarinn, sem smíðaður er hjá stöðinni,
en áður hefur hún afhent Júlíus Havsteen ÞH, í
október 1976, og Sölva Bjarnason BA, í marz
1980.
Skipið sem er hannað hjá stöðinni, er stœrsta
skip sem þar hefur verið smíðað. Sigurfari II er
smíðaður eftir sömu frumteikningu og Sölvi
Bjarnason, en er rúmum 3 m lengri og eingöngu
hannaður fyrir togveiðar, en Sölvi Bjarnason var
jafnframt búinn til nótaveiða. Ýmiss frávik eru í
fyrirkomulagi og má þar nefna að Sigurfari II er
með lokaðan hvalbak aftur að brú og breytt fyrir-
komulag á efra þilfari m.a. varðandi vindur o.fl. í
skipinu er aðalvél frá Alco í Bandaríkjunum, sem
er fyrsta dieselvélin frá þessum framleiðanda í ís-
lenzku skipi. Umfjöllun um Alco-dieselvélar er í 9.
tbl. Ægis 1979 (Á Tœkjamarkaðnum).
Eigendur Sigurfara II SH eru þeir Hjálmar
Gunnarsson og Gunnar Hjálmarsson, Grundar-
firði. Þetta er annar skuttogarinn, sem gerður er út
frá Grundarfirði, en fyrir er skuttogarinn Runólf-
ur SH, sem smíðaður var hjá Stálvík h/f og af-
hentur í janúar 1975. Þess má geta að Sigurfari II
er 3. fiskiskipið sem Þorgeir & Ellert h/f smíða
fyrir viðkomandi útgerð, en hin fyrri eru Siglunes
SH, 101 brl. (1970), og Haukaberg SH, 104 brl.
(1974).
Skipstjóri á Sigurfara II SH er Kristján
Kristjánsson og 1. vélstjóri Ólafur Hjálmarsson.
Framkvæmdastjóri útgerðar er Hjálmar Gunnars-
son.
Almenn lýsing:
Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og
undir eftirliti Siglingamálastofnunar ríkisins. Skip-
ið er skuttogari með tvö heil þilför stafna á milli.
með perustefni, skutrennu upp á efra þilfar, lok-
aðan hvalbak og þilfarshús á fremri hluta efra þil-
fars og brú miðskips aftast á hvalbaksþilfari.
Mesta lengd ...................... 50.85 m
Lengd milli lóðlína............... 44.00 m
Breidd ............................ 9.00 m
Dýpt ad efra þilfari .............. 6.40 m
Dýpt að neðra þilfari.............. 4.20 m
Eiginþyngd ......................... 768 t
Særými (djúprista 4.15 m) ......... 1163 t
Burðargeta(djúprista4.15 m) ........ 395 t
Lestarrými ......................... 445 m3
Brennsluolíugeymar (svartolía) .... 94 m3
Brennsluolíugeymar (dieselolía) .... 41 m3
Daggeymar ............................ 4 m3
Ferskvatnsgeymar .................... 25 m3
Ganghraði (reynslusigling) ........ 13.7 hn
Rúmlestatala ....................... 431 brl.
Skipaskrárnúmer.................... 1585
Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fimm
vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið
framan frá: Stafnhylki fyrir brennsluolíu; íbúðtr
framskips; hágeyma í síðum fyrir brennsluolíu a-
samt asdikklefa fyrir miðju; fiskilest með botn-
geymum fyrir brennsluolíu; vélarúm með vél-
gæzluklefa fremst s.b.-megin, botngeymum fyr'r
ferskvatn í siðum og skilvindurými aftast fyrir
miðju; og aftast skutgeyma fyrir brennsluolíu-
Aftan við stafnhylkið eru keðjukassar en undir
íbúðum er hliðarskrúfurými og hliðarskrúfugöng-
Fremst á neðra þilfari er geymsla en þar fyrir
aftan íbúðir. Aftan við íbúðarými er vinnuþilfar
með fiskmóttöku og aftast fyrir miðju er stýris-
vélarrúmið. S.b.-megin við fiskmóttöku og stýris-
vélarrúm er vélarreisn og rými fyrir svartolíubúnað
(sethylki aftast) o.fl., en b.b.-megin er vélarreisn
og verkstæði, en aftast er sethylki fyrir svartolíu-
ísgeymsla er aftan við íbúðir b.b.-megin.
Á fremri hluta efra þilfars er hvalbaksrými, sem
nær aftur undir miðju, og er lokað að aftan at þi'1
með hurðum og opnanlegum hlerum í rennum
518 — ÆGIR