Ægir - 01.09.1981, Page 14
Guðni Þorsteinsson:
Af tilraunum til að draga
úr smárækjuveiði
Ymsar tilraunir hafa verið gerðar til að losna við
smárækju úr afla án þess að missa verulegt magn
af stórri og nýtanlegri rækju. Er þar fyrst að telja
stærri möskva í poka og nota menn yfirleitt riðil
sem er nokkru stærri en lágmarksmöskvastærðin.
Ekki verður þó komið í veg fyrir smárækjuveiði
með þessu móti. Er þá stundum gripið til þess ráðs
að binda fyrir einhvers staðar uppi í belg, þar sem
riðill er oftast nokkru stærri. Þessi lausn málsins er
þó heldur vafasöm, því að veiðarfærinu er
gjörbreytt til hins verra með einu handtaki auk
þess sem mikið af stórri rækju fer út úr trollinu.
Þessi aðferð er þess vegna því aðeins árangursrík
að mjög mikið sé fyrir af rækju. Um skeið voru
vonir bundnar við það, að flokkunarvélar um borð
í bátunum gætu leyst þennan vanda, en dómur
reynslunnar sýndi, að smárækjan fór að miklu
leyti dauð í sjóinn aftur og var notkun þessara véla
því bönnuð. Þriðja leiðin til að losna við
smárækjuna er að auka slakann í hliðarbyrðunum.
Fjallað verður um þá aðferð í þessari grein.
Tilhögun tilraunanna.
Fyrst skal tekið fram, að fyrstu tilraunirnar hér-
lendis með slaka í hliðarbyrðunum voru gerðar á
rs. Dröfn í ísafjarðardjúpi í mars 1980. Skýrt var
frá niðurstöðum í 6. tbl. Sjávarfrétta það ár og
verða þær ekki endurteknar hér. Um haustið voru
tilraunirnar endurteknar að mestu í óbreyttu
formi og er þar átt við, að einkum voru athuguð
áhrif 20% slaka í hliðarnetinu. í mars sl. var svo
athugað, hver áhrif 10°7o slaki hefði og verður hér
einkum reynt að koma þeim niðurstöðum á fram-
færi.
Áður en vikið verður að niðurstöðum verður að
lýsa stuttlega þeim breytingum á veiðarfærinu,
sem um er að ræða. Á 1. mynd er sýnd teikning at
rækjutrolli (öðru hliðarbyrðinu sleppt). Til-
raunirnar hafa hingað til beinst að einu tilteknu
netstykki (reyndar einu á hvorri hlið), sem sýnt er
með breiðari línum á teikningunni. Þegar notaður
er 10% slaki í þetta netstykki er það 10% lengra en
sýnt er á teikningunni og samsvarandi fyrir 20%
slaka. í stað slakans hefur líka verið reynt að nota
50 mm riðil án slaka.
Til þess að afla upplýsinga um það, hve mikil og
hve stór rækja sleppur út um hliðarbyrðið, voru
notaðar 3 eða 4 litlar, fínriðnar netskjóður utan á
byrðið. Með einfaldri margföldun má svo reikna
út það hlutfall aflans, sem sleppur út. Með því að
mæla stærð rækjunnar, bæði þeirrar sem sleppur
(fæst í skjóðurnar) og veiðist, fást upplýsingar um
það hversu mikið sleppur af hverjum lengdar-
flokki.
Niðurstöður.
í tilraununum með 20% slakann kom í ljós, að
nokkurt magn af nýtanlegri rækju slapp út um
hliðarbyrðin og sömuleiðis i gegnum 50 mm riðil
án slaka. Því má skjóta hér inn, að nokkuð hefur
verið á reiki hvaða stærð af rækju er nýtanleg og
hver ekki. Lengi vel var miðað við rækju með 17
mm skjaldarlengd, e.t.v. sumpart vegna þess, að
friðun á smærri rækju væri mjög heppileg fyrir
stofnstærðina. Hins vegar eru engin vandkvæði á
því að vinna rækju niður í 15 mm skjaldarlengd-
Það er því hagkvæmt, að sleppa sem mestu at
rækju undir 15 mm skjaldarlengd en sem minnstu
af stærri rækju. Reynslan hefur þó sýnt, að ávallt
sleppur talsvert af stórri rækju, ef sleppa á smá-
rækjunni með stærri möskvum.
Og þá er víst ekkert að vanbúnaði að skýra frá
478 — ÆGIR