Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1981, Page 58

Ægir - 01.09.1981, Page 58
kæliþjappa frá Bitzer af gerð L 40/111, knúin af 2.2 KW rafmótor, afköst 2940 kcal/klst við -20°C/-/ + 30°C, kælimiðill Freon 502. íbúðir: í íbúðarrými undir neðra þilfari eru fjórir tveggja manna klefar. í íbúðarrými á neðra þilfari eru fremst tveir 2ja manna klefar en þar fyrir aft- an, s.b.-megin, eru fjórir eins-manns klefar, þvottaklefi og hlífðarfatageymsla og aftast geymsla fyrir sjóklæði. B.b.-megin er einn eins- manns klefi, þá borðsalur, eldhús og matvæla- frystir aftast með Kuba VSAE 5 kæliblásara. Fyrir miðju í íbúðarými er fremst snyrting með tveimur sturtuklefum og einum salernisklefa, sjálfstæður salernisklefi og aftast ókæld matvælageymsla og matvælakælir með Kuba SHA-3 kæliblásara. í þilfarshúsi á efra þilfari er fremst setustofa en aftantil íbúð skipstjóra og salernisklefi. íbúð skip- stjóra skiptist í setustofu, svefnklefa og snyrtingu. Útveggir og loft í íbúðum eru einangraðir með 100 mm glerull og klætt innan á með plasthúðuðum spónaplötum og vatnsheldum krossvið, með álímdu harðplasti. Vinnuþilfar: Vökvaknúin fiskilúga er framan við skutrennu og veitir aðgang að tvískiptri fiskmóttöku, um 25m3 að stærð, aftast á vinnuþilfari (aðgerðar- rými). í efri brún skutrennu er vökvaknúin skut- rennuloka, sem felld er lóðrétt niður. Fiskmóttöku er lokað vatnsþétt að framan með þili, og á því eru tvær vökvaknúnar rennilokur til að hleypa fiskin- um í blóðgunarrennu framan við móttökuna. Framan við fiskmóttöku eru fjögur blóðgunar- ker með vökvaknúnum lyftibúnaði til að hleypa fiskinum í jötur fyrir framan kerin. í stað þess að kasta fiskinum upp í blóðgunarkerin eftir blóðgun, er hann fluttur með hallandi færibandi, fyrir miðju, inn á lárétt færiband, þversum yfir aftur- hluta blóðgunarkera. Með lokubúnaði, sem stjórn- að er við færiband, er hægt að setja í einstök blóðgunarker. Fjögur aðgerðarborð með aðstöðu fyrir 8 menn, eru fyrir framan blóðgunarker, og frá aðgerðar- borðum liggja slógrör niður í slógstokk, sem liggur þversum yfir skipið. Eftir aðgerð Byzt fiskurinn með færibandi, þverskips, að þvottavél frá Skeide s.b.-megin á vinnuþilfari, og síðan með færibandi fram eftir vinnuþilfari að lestaropi og fiskilúgum. Fyrir karfa er sjálfstætt færiband, milli blóðgunar- kera, sem tengist færibandi frá fiskmóttöku og færiböndum framan við aðgerðaraðstöðu. Öll færibönd eru rafdrifin. í skipinu eru tvær sjóísvélar frá Stálver af gerð- inni Seafarer TE 16, afköst 7 t á sólarhring hvor vél. ísvélarnar eru í sérstökum klefa b.b.-megin í hvalbaksrými en á neðra þilfari, b.b.-megin aftan við íbúðir, er einangruð og klædd ísgeymsla, um 20 m3 að stærð, búin Kuba SHAE 5 kæliblásara. ísinn er fluttur í ísgeymslu með snigli. Loft vinnuþilfars er einangrað með glerull og klætt með vatnsþéttum krossviði. Fiskilest: Fiskilest er um 445 m3 að stærð og gerð fyrir fiskkassa. í lest er unnt að koma fyrir 4600 70 1 fiskkössum. Síður og þil lestar eru klædd að innan með tvöföldum flekum úr vatnsþéttum krossviði með ísprautuðu polyurethan á milli byrða, en loft er einangrað með glerull og klætt með vatnsþéttum krossviði. Kæling í lest er með kælileiðslum í lofti lestar. Til að flytja ís frá ísgeymslu eru tvær fæðilagnir með íssnigli, í lofti lestar b.b.-megin, með úttökum Séð frú skut fram eftir skipi; flotvörpuvinda og hífingavindur (gilsavindur) aflan við brú. 522 —ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.