Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1982, Qupperneq 16

Ægir - 01.01.1982, Qupperneq 16
útreikningar valda því, að allt afurðaverð verður að vera tiltækt til greiðslu nauðsynlegustu útgjalda og þessvegna er 52% dollaralán og 22,88% viðbót- arlán ekki nóg og þarf því að koma til 25,12% aukalán — sem annaðhvort verður yfirdráttur í einhverju formi eða vanskil á dráttarvöxtum. Það eru alveg hreinar línur, að við þessi skilyrði er ekki hægt að reka útflutningsfyrirtækin. Ég vil benda á fyrirsjáanlega erfiðleika á að greiða 29% vexti um hver mánaðamót af afurðalánum og bendi á að verðbótaþáttur gjaldeyrislána var greiddur, þegar peningar fyrir útflutning komu í viðskiptabank- ana. Einhverju álíka skipulagi tel ég rétt að við- halda og ennfremur því, að Seðlabankalánið verði aftur sá hundraðshluti afurðaverðs a.m.k. sem var áður en gjaldeyrislánin voru tekin upp, eða þá að jafna vöxtum af viðbótarlánum og Seðlabankalán- um. Það er ennfremur mikilvægt að 4% vöxtum verði haldið á afurðalánum ársins, þar til þau eru að fullu greidd með útflutningi framleiðslu 1981, en mér skilst að það sé ekki meining stjórnvalda og legg ég til að um það verði gerð krafa í samþykkt Fiskiþings, ásamt föstu gengi eins og heitið hefur verið. Afkoma sjávaútvegsins Vegna þeirra breytinga sem stjórnvöld voru að koma í framkvæmd til hagsbóta fyrir útflutnings- greinarnar var einsýnt að fresta þessum þætti framsögu minnar í gær. Hliðarráðstafanir með gengisbreytingunni eru mér ekki nægilega ljósar eða hvað í þeim felst, en niðurstaða frystiiðnaðar- ins mun vera um 4,5% tap eftir að þær eru komnar fram. Lævís áróður í fjölmiðlum hefur verið í gangi um baráttu og ábendingar sjávarútvegsins fyrir betri starfsskilyrðum, kallað barlómur eða sultar- söngur og hafa stjórnmálamenn jafnvel tekið undir og talið óraunhæfa svartsýni eða jafnvel óþarfa kröfuhörku. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að um langt árabil hefur staðan verið þannig í upp- hafi hvers verðlagstímabils að útgerð og vinnslu- greinar hafa verið i mismiklum halla oft mjög verulegum. Ábendingar forystumanna hafa því verið raunhæfar til þess að fá stjórnvöld til þess að gera nauðsynlegar leiðréttingar. Auðvitað hefur verið óhjákvæmilegt að grípa til margvíslegra ráð- stafana, sem að vísu hafa oft komið of seint, en þó orðið til þess að áfram er haldið og lokaniðurstað- an kringum ,,0“ stigið fræga. Þjóðhagsstofnun og áður Hagrannsóknardeild Framkvæmdastofnunar framreiknuðu starfsskilyrði sjávarútvegsgreina og birtu sem spá um afkomu. Ekki hafa heild- arsamtök í atvinnugreinunum verið sammála nið- urstöðum stofnunarinnar í öllum greinum og oft borið talsvert á milli. Á síðustu tveim árum er það einkum vaxta- og verðbótaþáttur, sem ágreiningur hefur verið gerður um og skiptir birgðahaldstími þar miklu. Þegar ágreiningur er gerður, eru þau mál skoðuð nánar og metin til leiðréttingar. Þann- ig er alveg nauðsynlegt að heildarsamtök veiða og vinnslu segi umbúðalaust álit sitt á útreikningum Þjóðhagsstofnunar og víki ekki af verði þótt áróðri sé beitt um sama sönginn, sem síðan sé ekkert að marka, eins og endanleg útkoma löngu siðar kynni að vera vitnisburður um, þegar búið er að leiðrétta verstu gallana. Þjóðhagsstofnun spáði t.d. eftirfarandi útkomu í upphafi verðlagstímabila 1980 og 1981: 1980: jan. -3,0%, mars -0,7%, júni -9,9%, okt. -2,8%, 1981: jan. -0,4%, mars -2,0%, júní - 4,6%, okt. -9,1% Með gengisbreytingunni í gær er þessi október- spá um 4,5% halli í dag. Heildarsamanburður útkomu eftir raunveruleg- um reikningum 1980 liggur ennþá ekki fyrir, en 1979 var spáin jan. -1,5%, mars -1,5%, júní -3,4% og okt. -2,1% en raunveruleg útkoma +0,4%. Við verðum að sjálfsögðu að taka mið af þvi að um fleiri vinnslugreinar er að ræða og þær mis- jafnlega vel settar, og markast það einkum af markaðsástandi á hverjum tíma. í sumar var mikið rætt um hagnað af skreið, sem átti að bæta fryst- ingunni upp tap. Við verðum að taka tillit til þess ennfremur að hér er í þjóðhagsspám eða fram- reikningi verðlags um meðaltal fyrir allt landið að ræða. Landshlutar og einstök svæði eru mjög mis- jafnlega vel sett. Það þarf alls ekki að vera fyrir slæman rekstur að fyrirtæki lenda í taprekstri, þegar meðaltalsútreikningur er í núlli og lítilsháttar hagnaður getur verið við beztu skilyrði. Þessi sam- anburður hefur alltaf verið misjafn og verður trú- lega áfram. Ég við taka hér sem dæmi mismun þess að salta besta vertiðarfisk að vorinu eða að vinna smærri fiskinn og ormahreinsa hann fyrir Grikk- landsmarkað nú í sumar eða saltfiskflök til Ítalíu, án þess að fyrir liggi söluverð. Ég vil einnig benda á, að með þeim vinnusamningum, sem nú eru í gildi og kauptryggingu fólks í fiskvinnu, eru frystihúsin knúin til þess að vinna fiskinn fremur í frystingu heldur en salt og herslu. Hinsvegar er hersla frysti- 4 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.