Ægir - 01.01.1982, Side 18
Jón G. Stefánsson:
Stjórnun fiskveiða
Þingforseti. Góðir Fiski-
þingsfulltrúar.
Það hefir komið í
minn hlut að hafa hér
framsögu um stjórnun
fiskveiða, en ef að líkum
lætur má gera ráð fyrir
að umræður um þennan
málaflokk taki drjúgan
hluta af fundartima
þessa Fiskiþings.
Allt fram á seinasta
áratug var nánast um að ræða óheftan aðgang að
fiskimiðunum umhverfis landið. Síðan hafa af-
skipti stjórnvalda af fiskveiðum okkar aukizt svo
mjög, að nú er með réttu hægt að segja, að allar
veiðar séu á einn eða annan hátt háðar afskiptum
stjórnvalda. Það er því vissulega ómaksins vert að
gera tilraun til að virða fyrir sér þróun þessara
mála seinustu árin og hvaða áhrif þær stjórnvalds-
aðgerðir, sem beitt hefir verið, hafa haft á atvinnu-
veginn í heild og einstaka greinar hans.
Við stjórnun fiskveiða getur verið um að ræða
tvær leiðir:
1. Svo nefnda fjárhags- eða verðlagsaðferð, þ.e.
að selja mönnum með einum eða öðrum hætti
aðgang að fiskimiðunum í formi auðlinda-
skatts eða með sölu veiðileyfa.
2. Beinar takmarkanir til að draga úr eða tak-
marka sóknina í ákveðna fiskstofna.
Allir þeir ráðherrar, sem farið hafa með stjórn
þessara mála síðan afskipti stjórnvalda af þessum
málum hófust um miðjan 7. áratuginn, hafa valið
siðari kostinn. Er það í sjálfu sér ekki óeðlilegt,
þar sem það hefir verið stefna allra hagsmunasam-
taka sjávarútvegsins, sem um þessi mál hafa fjall-
að. Nokkrar deilur hafa aftur á móti staðið um út-
færslu þessara takmarkana á hverjum tíma, sem er
í sjálfu sér ekki óeðlilegt, þegar þess er gætt,
hversu gífulega þýðingu þær reglur geta haft fyrir
þróun atvinnugreinarinnar í heild, útgerðar,
vinnslugreina og einstakra byggðalaga.
Fiskveiðistjórnin hefir í aðalatriðum verið tví-
þætt:
1. að draga úr sókninni i ofnýtta stofna og
2. að beina sóknarmættinum að þeim stofnum,
sem taldir hafa verið vannýttir á hverjum
tíma.
Það hefir verið grunntónn í tillögum Fiskiþinga
á liðnum árum, að miða sóknina við æskilega
uppbyggingu fiskstofnanna og samræma þetta
eðlilegum rekstri útgerðar og fiskvinnslu, þannig
að þeir, sem í þessum atvinnugreinum starfa,
hefðu örugga atvinnu allt árið og viðundandi lifs-
afkomu. Tillögur Fiskiþinga hafa ekki miðast við
það eitt, að takmarka sóknina við ákveðið afla-
mark án tillits til þessara veigamiklu atriða.
Þeim takmörkunum, sem beitt hefir verið, má í
aðalatriðum skipta í sjö flokka:
1. Lokun ákveðinna veiðisvæða
1.1. Lokun hrygningarsvæða.
1.2. Lokun uppeldissvæða.
1.3. Timabundnar svæðalokanir.
2. Reglur um gerð, magn og búnað veiðarfæra,
t.d. möskvastærð, hámarksnetafjölda í sjó
o.fl.
3. Bann við veiðum á tilteknum tímabilum.
4. Hámarksafli eða heildarkvóti fyrir afla úr
stofni á vertíð eða ákveðnu timabili.
5. Hámarksafli eða kvóti á hvert veiðiskip, t.d.
hringnótaveiðar á sild á haustvertíð og nú á
loðnuveiðum.
6. Reglur um hámarksstærðir veiðiskipa til til-
tekinna veiða.
7. Takmörkun á fjölda báta, t.d. við rækjuveið-
ar á grunnslóð.
Fyrstu tveir flokkarnir hafa oft verið nefndir
óbeinar sóknartakmarkanir, en siðari flokkanir
fimm beinar sóknartakmarkanir. Ég sé ekki
ástæðu til þess hér að fjölyrða um óbeinu sóknar-
takmarkanirnar, þar sem það verða fyrst og fremst
síðari flokkarnir fimm, sem hér verða til umræðu.
Botnfiskveiðarnar
Athygli manna hefir alla tíð beinst fyrst og
fremst að botnfiskveiðunum, einkanlega nýtingu
þorskstofnsins. í skýrslu Hafrannsóknastofn-
unarinnar um ástand nytjastofna á íslandsmiðum
og aflahorfur 1981 var lagt til, að botnfiskveiðar á
6 — ÆGIR