Ægir - 01.01.1982, Side 21
1-4. Frá 25. júlí til 3. ágúst, að báðum dögum
meðtöldum, verði allar þorskveiðar báta bann-
aðar. Þ6 nái það ekki til báta, sem eru 12 lestir
eða minni og stunda línu- og handfæraveiðar.
1- 5. Frá 20. desember til 31. desember, að
báðum dögum meðtöldum, verði allar þorsk-
veiðar báta bannaðar.
!-6. Veiðar í þorsknet verði bannaðar 15. júlí til
15. ágúst.
2. Takmarkanir á þorskveiðum togaraflotans:
2- 1. Árinu verði skipt í þrjú jafnlöng veiðitíma-
bil og við það miðað að þorskafli fari ekki fram
úr:
1. tímabil (jan.-apríl) 80 þús. t.
2. tímabil (maí-ágúst) 75 þús. t.
3. tímabil (sept.-des.) 70 þús. t.
2-2. Á árinu 1982 verði þorskveiðibann togara
}50 dagar, innan eftirfarandi marka:
I þorskveiðibanni skal togurum heimilt að hafa
þorsk, sem hlutfall af heildarafla i hverri veiði-
ferð:
5% í 40 daga
15% í 55 daga
30% i 55 daga
Alls 150 daga, minnst 4 daga í senn.
Þorskveiðibann skal gilda í 45 daga á fyrsta
tímabili, þar af 15 daga í janúar og febrúar.
Þorskveiðibann skal gilda í 60 daga á öðru
tímabili, þar af 35 daga í júlí og ágúst.
Þorskveiðibann skal gilda í 45 daga á þriðja
tímabili.
2-3. Skipstjórar tilkynni sjávarútvegsráðuneyt-
inu með skeyti þegar þeir koma til hafnar,
Itversu marga daga þeir hafi verið í þorskveiði-
Þanni og hve mikið af þorski sé í aflanum. Fari
Þorskur fram úr viðmiðunarmörkum, verði það
sem umfram er gert upptækt, eins og verið
hefur.
2-4. Skili skipstjórar ekki þeim dagafjölda sem
akveðinn er í þorskveiðibanni hvert tímabil,
tvöfaldast sá dagafjöldi sem ekki var tekinn og
hætist við næsta timabil hjá viðkomandi skipi.
2.5. Verði þorskafli togara hvers timabils veru-
lega meiri en viðmiðunarmörk segja til um, skal
veiðibannsdögum fjölgað, en verði hann veru-
lega minni, skal þeim fækkað, þannig að heild-
araflinn verði sem næst því sem að er stefnt
fyrir tímabilin tvö.
2.6. 40. Fiskiþing leggur til að því verði komið á
framfæri við sjávarútvegsráðuneytið, að ekki
verði leyft að hefja síldveiðar fyrr en síldin er
orðin markaðshæf vara.
Milliþinganefnd um fiskveiðistefnu
40. Fiskiþing samþykkir að kjósa milliþinga-
nefnd, til þess að kanna hvort hagkvæmt þykir og
vilji er til að taka upp kvótafyrirkomulag á fisk-
veiðum 1983, í stað þess skipulags, sem nú er lagt
til að verði 1982.
Nefndin kynni sér viðhorf í hinum ýmsu lands-
hlutum og útgerðarstöðum og kanni mismunandi
aðferðir.
Nefndin miði störf sín við að kynna tillögur sin-
ar á fjórðungsþingum fiskideildanna næsta haust.
Nefndin verði þannig skipuð:
1. Fiskimálastjóri verði formaður.
2.-7. Fiskiþingsfulltrúar hvers fjórðungssam-
bands fiskideilda tilnefni einn mann í nefnd-
ina fyrir sitt svæði.
8. Einn tilnefndur af Farmanna- og fiski-
mannasambandi íslands.
9. Einn tilnefndur af Sjómannasambandi ís-
lands.
10. Einn tilnefndur af Landssambandi ísl. út-
vegsmanna.
11. Einn tilnefndur af Félagi ísl. botnvörpu-
skipaeigenda.
12. Einn tilnefndur af samtökum frystingar.
13. Einn tilnefndur af samtökum saltfisks- og
skreiðarframleiðenda.
ÆGIR — 9