Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1982, Page 31

Ægir - 01.01.1982, Page 31
Enginn vafi er á því að þörf er endurnýjunar í bátaflotanum, að frátöldum loðnuskipum. Að minu viti vegur það mest að bátafjöldinn er mjög bominn til ára sinna. Þegar um endurnýjun báta- flotans verður að ræða, er rétt að stemmt sé að því nð hún eigi sér stað með nýsmíði, en ekki með skipakaupum og áherslu eigi að leggja á smíði ver- tíðarbáta af stærðunum 120—250 brl. sérhannaða tyrir íslenskar aðstæður. Með hliðsjón að því meg- mmarkmiði að flotinn eigi að minnka verður að telja að þessa nýsmíði eigi að takmarka við hluta af úrfalli úr bátaflotanum. Á árinu 1981 verða 462 bátar 16 ára og eldri og svarar sá fjöldi til liðlega helmings af rúmlestastærð bátaflotans. Á hitt ber bó að líta að í rúmlestum talið hefur um þriðjung- Ur þessa eldri helmings bátaflotans verið verulega endurbættur umfram venjulegt viðhald svo sem með lengingu, yfirbyggingum og jafnvel hreinni endurbyggingu. Eftir stendur sú staðreynd að um bað bil þriðjungur bátaflotans, eða rúmlega 20 bús. af 60 þús. rúmlestum, er 16 ára og eldri og hefur ekki verið verulega endurbættur, þótt hinir emstöku bátar séu að sjálfsögðu í mjög mismun- andi ástandi, bæði hvað varðar véla- og tækjabún- að, aðbúnað skipshafnar og ástand almennt. Eg held ég láti þetta nægja varðandi endurnýj- unarspursmálið, en ég legg áherslu á það að sú nefnd sem fær þetta mál til umfjöllunar fái í hend- Ur skýrslu þessa starfshóps, en þar er mörg og viðamikil mál að finna, sem veita allar nauðsynleg- ar upplýsingar um umfjöllun þessa máls, auk þess sem þar koma fram afgerandi tillögur, sem að ég a-m.k. persónulega er í höfuðatriðum samþykkur. Eg skal þá víkja nokkuð að Úreldingar- og Ald- urslagasjóði. Aldurslagasjóður. Þann 1. júlí 1978 tóku gildi ný lög fyrir Samábyrgðina, nr. 37/1978. Sam- kvæmt þeim var bráðafúadeild Samábyrgarinnar 'ögð niður og jafnframt stofnsettur Aldurslaga- sjóður fiskiskipa og annast Samábyrgðin rekstur hans. Við gildistöku hinna nýju laga yfirtók ald- urslagasjóður allar eignir og skuldbindingar bráða- ^úadeildarinnar. Tilgangur Aldurslagasjóðsins er aðallega að greiða fyrir því með bótagreiðslum að gömul og óhentug fiskiskip verði tekin úr notkun °g eyðilögð. Einnig er heimilt að veita úr sjóðnum bætur til viðgerða á bolskemmdum af bráðafúa eöa skyldum orsökum. Allir eigendur stálfiski- shipa stærri en 12 brl. og D fiskiskipa með þilfari annarra en súðbyrtra skipa eru skyldir að vera aðil- ar að Aldurslagasjóði fiskiskipa og greiða árgjöld til hans. Samábyrgðin f.h. Aldurslagasjóð hefur lögveð í skipum og lögtaksrétt fyrir árgjöldum. Ár- gjöldin eru miðuð við rúmlestatölu skips og bætur við rúmlestatölu og aldur. Frá og með 1. jan. 1981 gilda eftirfarandi reglur um árgjöld og bætur: „Árgjöld skulu 112 kr. á rúmlest af tréskipum og 56 á rúmlest af stálskipum. Þó skal árgjald ekki vera hærra en kr. 16.750 af einu skipi. Ár- gjald endurgreiðist ekki þó skip liggi í höfn eða standi uppi. Bætur úr Aldurslagasjóði skulu ákveðnar af stjórn Samábyrgðar íslands á fiski- skipum. Það er skilyrði fyrir bótum að ekki sé lengra liðið en 12 mánuðir frá því að viðkom- andi skipi var haldið til veiða með eðlilegum hætti þegar óskað er bóta. Bætur vegna skipa eldri en 15 ára skulu ekki vera hærri en kr. 3.500 á rúml. skipa. Sé skip yngra en 15 ára hækkar hámarkið um kr. 350 á rúml. fyrir hvert ár upp í kr. 6.200 á rúml. Bætur skulu aldrei vera hærri en kr. 1 millj. og 50 þús. vegna eins skips. Bætur frá tryggingafélagi og Aldurslaga- sjóði geta aldrei orðið hærri samanlagt en vá- tryggingarverð skipsins. Bætur vegna viðgerða á bolskemmdum vegna bráðafúa eða skyldra orsaka skulu aldrei fara fram úr 60% viðgerða- kostnaðar og eigi heldur fram úr þeim fjárhæð- um sem á undan eru nefndar. Þegar bætur eru greiddar til þess að skip verði tekið úr notkun skal skipseigandi sjá um að eyða bol skipsins. Bætur verða ekki greiddar að fullu fyrr en boln- um hefur verið eytt, vélar og tæki úr skipinu eru eign skipseigenda." Árgjöld á árinu í ár er áætlað að muni nema tæplega 5,1 millj. kr. Varðandi Úreldingarsjóðinn eru þessar upplýs- ingar: Þann 1. febr. 1980 gaf sjávarútvegsráðuneytið út reglugerð um aldurslagatryggingu vegna úreltra og óhagkvæmra fiskiskipa. Breytingar á fyrri reglugerð voru gefnar út 23. apríl og 24. júní 1980. Samkvæmt reglugerðinni skal 3% af útflutnings- gjöldum og tekjum þar af varið til að stofna sér- stakan sjóð, Úreldingarsjóð, og skal hlutverk hans vera að styrkja útgerðaraðila til að taka úrelt og ó- hagkvæm fiskiskip úr notkun. Heimili sjóðsins er hjá Samábyrgð íslands á fiskiskipum, sem veitir viðtöku umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sérstök ÆGIR — 19

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.