Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1982, Qupperneq 38

Ægir - 01.01.1982, Qupperneq 38
Vetrarloðnuveiðar Norðmanna í Barentshafi hófust þann 12. janúar s.l. Hefur loðnukvóti þeirra á þessari vertíð verið ákveðinn 545.200 tonn, þar af fá hringnótabátarnir að veiða 438.500 tonn, en togararnir 106.700 tonn. Á s.l. haustver- tíð var úthlutað í Barentshafi rúmlega 410,000 tonnum. Við Jan Mayen höfðu Norðmenn 82.000 tonna loðnukvóta á s.l. sumri, sem þeir tóku og rúmlega það á mettíma, eða rétt um viku, og varð afli þeirra á þeim slóðum alls 91,400 tonn. Norðmenn hafa ákveðið að veiða megi 197.000 tonn af þorski á þessu ári fyrir norðan Stad. Stad er á 62° 10‘nbr, eða tæpum 30 sjómílum fyrir sunn- an Álasund og er það gömul hefði að miða við þetta kennileiti á strandlengunni, en fyrir sunnan Stad er allur Norðursjórinn og rúmlega það. Af þessu magni fær togaraflotinn að veiða 60.000 tonn, en segja má að nær öll fiskimið togaranna séu norðan við Stad. Þorskaflinn skiptist milli hinna ýmsu togara á eftirfarandi hátt: 40.123 tonn til þeirra sem eru að ferskfiskveiðum, 6.409 tonn fyrir saltfiskveiðar, 9.963 tonn handa verksmiðju- togurum og 3.500 tonn fá togarar sem eru minni en 250 brt. Þetta þýðir að hver verksmiðjutogari fær í sinn hlut 906 tonn af þorski og hver sá togari sem veiðir í salt fær 712 tonn. Ekki tókst að sinni að ganga endanlega frá hvernig skipta ætti þorskafl- anum á milli þeirra sem veiða í ís. Ákveðið var að togararnir veiddu minnst 20% af afla sínum eftir 1. september. Bátaflotanum verður bannað að veiða þorsk í 13 vikur á árinu. Ýsuveiðar verða ótakmarkaðar á þessu ári, svo og rækjuveiðar í Barentshafi, nema fram komi nýjar upplýsingar sem færi haldgóð rök fyrir að á kvóta sé þörf. Eftirfarandi kafli er úr grein sem birtist í 1. árgangi ÆGIS, 11. tbl. árið 1906. Er greinin eftir H.A. Sölling, sem þá var ,,Fiskeriagent“ Dana í Englandi. ,,Fiskurinn veiddist með botnvörpu dagana frá 5.—7. okt. 1905, og jafnskjótt og fiskurinn kom inn á þilfarið, skar ég hann upp, slægði og hreins- aði og þvoði úr saltvatni, og að því búnu vafði ég hvern fisk fyrir sig í pergamentspappír og lagði niður í kassa með muldum ís. Auk þess var fiskur- inn lagður niður eins og eftirfarandi niðurröðun sýnir til þess hægt væri að sýna mismuninn. 1. flokkur: Slægður fiskur vafinn inn í pappír og látinn í ís. 2. flokkur: Óslægður fiskur vafinn inn í pappír og látinn í ís. 3. flokkur: Slægður fiskur óvafinn lagður í ís. 4. flokkur: Óslægður fiskur óvafinn lagður í ís. Alls voru 147 fiskar innpakkaðir, þar á meðal þorskur, ísa og koli. Þ. 17. okt. eða 11 dögum eftir innpökkunina voru kassarnir opnaðir í viðurvist margra manna, þar á meðal vísindamanna, fiski- manna og blaðamanna, og gáfust tilraunirnar eins og hér segir: 1. flokkur: Hinn slægði fiskur sem var innvafinn í pergamentspappír, reyndist vera alveg eins og nýr, fastur í sér, lyktarlaus og með sínum eðlilega roðlit og eins stífur eins og hann var látinn í kass- ann. 2. flokkur: Hinn óslægði fiskur, sem var innvaf- inn í pergamentspappír, var ekki laus við að vera orðinn skemdur um kviðinn, en að öðru leyti alveg eins og 1. flokks fiskur. Við fisk sem ætti að geyma nokkra daga mundi þessi aðferð þó reynast einhlít, þar sem fiskurinn mundi halda sínu útliti þegar loptið ekki nær að verka á hann, og þeirri festu í fiskinum sem er nauðsynleg, og sem sýnir að fiskurinn er eins og nýr. Fiskur lagður í ísinn bæði eftir því sem sagt er við 3. og 4. fl. bæði slægður og óslægður var allur linur, meira og minna skemdur. 26 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.