Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1983, Side 14

Ægir - 01.03.1983, Side 14
um hefur verið um að ræða gaffalbita og rækju auk grásleppuhrognakavíars, fyrir utan fram- leiðslu á innlendan markað. Það er ljóst að verk- smiðjan á Akureyri gegnir þýðingarmiklu hlut- verki fyrir atvinnumál á Akureyri vegna stærðar sinnar og sama má raunar segja um aðrar starfandi verksmiðjur innan S.L., en samtals störfuðu að jafnaði á árinu að lagmetisframleiðslu um 400 manns auk þeirra aðila er störfuðu að sölumálun- um. Þrátt fyrir hina miklu söluaukningu varð þess mjög vart á árinu, að víða ríkti nokkurt kreppu- ástand á mörkuðunum og kom m.a. fram í mark- aðsstarfseminni að kaupendur draga við sig kaup á öllu öðru en því, sem bráðnauðsynlegt má teljast. Hefur þessarar þróunar einkum orðið var í Vestur- Evrópu, ekki síst i Bretlandi, þar sem miklir mark- aðsörðugleikar urðu á árinu, sem ennfremur stöf- uðu af því mikla misvægi, sem var milli sterlings- pundsins og Bandaríkjadollars, en útflutningsverð S.L. eru fyrst og fremst miðuð við Bandaríkjadoll- ar, þó að óhjákvæmilegt hafi reynst að taka mið að þróun V-Evrópu-gjaldmiðla gagnvart sterkum dollar. Þó að ársreikningar fyrir árið 1982 liggi ekki fyr- ir, er ljóst af bráðabirgðauppgjöri, að afkoma stofnunarinnar á árinu hefur orðið vel viðunandi. Afkoma einstakra verksmiðja er nokkuð mismun- andi eftir framleiðslutegundum og magni og þeim verðum, sem náðst hafa á hinum ýmsu mörkuð- um. Unnið var að vöruþróun á árinu, bæði á vegum stofnunarinnar og í samstarfi við aðra aðila, eink- um Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, sem tók að sér þróun nýrra pöstutegunda. Ætla má að sýnis- horn til kynningar á erlendum mörkuðum verði til- búin í janúar 1983. Á árinu voru kynntar nýjar síldarafurðir fram- leiddar í Lifrarsamlagi Vestmannaeyja, sem hlutu góðar viðtökur á mörkuðunum, en tíma tekur að kynna þær, bæði gagnvart einstökum umboðsaðil- um og sjálfum neytendunum. Þá er í undirbúningi víðtæk kynningar- og markaðsáætlun, sem ætlað er að komi til fram- kvæmda fyrri hluta ársins 1983. Öflun hráefnis til framleiðslunnar hefur lengi verið vandamál, sem ekki síst stafar af því að t.d. framleiðendur gaffalbita og reyktra síldarflaka (kippers) og kavíars þurfa að afla verulegs hráefnis á tiltölulega skömmum tima. Þetta hráefni þarf að a} geyma oft mánuðum saman áður en hægt er^ vinna úr því og stundum líða a.m.k. 6—12 man ir áður en þess er að vænta, að sala fari fra111 1 söluandvirði skili sér til framleiðenda. Er her ^ um verulegt fjármagn að ræða og er því ljóst. við er að glíma alvarlegt fjármögnunarvandarfl þar sem stjórnvöldum ber skylda til að beita fyrir viðbótarfyrirgreiðslu umfram hin hí bundnu afurðalán. Engin áhætta ætti að vera fól %' in i slíkri fyrirgreiðslu, þar sem í flestum eða öHe', tilvikum er um að ræða fyrirframsamninga • skilaverð í gjaldeyri tryggt. Er hér um að rj£ svipað vandamál og t.d. skinnaiðnaðurinn á vm etja. Iðnaðarráðuneytið hefur nú þetta vandaa1 til úrlausnar og hefur sýnt góðan skilning til laU j, ar þessum vanda. Til að sýna stærðargráðu vaI^( ans má geta þess, að hjá einni verksmiðju Se verið um að ræða að brúa bil, sem svarar 2 u11^ jónum króna, sem verksmiðjan þarf að in113 hendi á skömmum tíma, til að missa ekki af hra inu, og yrðu þá allir fyrirframsamningar til W.• Er það nálægt því að vera 40% af hráefniskostua,f Minna má á tvær stefnumarkandi ákvarða ^ sem teknar voru af fulltrúaráði S.L. í desember ' Annarsvegar um nýja reglugerð um framlelð ■, eftirlit og útflutning á lagmeti, sem gerir ráð 11 „ að eftirlit með framleiðslunni geti flust inn 1 ^ metisiðjurnar, ef framleiðendur óska og hafa búnað og þá starfsmenn, sem til þarf. í öðru 1 ■. var fjallað um uppgjör við framleiðendur hvert liðið starfsár og samþykktar um það sérs1^. ar reglur, sem stofnunin mun vinna eftir, þeg»r 1 ^ þessi áramót. Verði reglugerðardrögin samÞ>s, af viðkomandi ráðuneyti, er hér um veru 118 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.