Ægir - 01.03.1983, Side 28
Síðustu vikurnar hefur markaðurinn verið að
styrkjast, eftirspurn hefur verið vaxandi og ástæða
til nokkurrar bjartsýni á þessu ári.
Ítalía
Ítalíumarkaður virðist vera að rétta nokkuð við
eftir að hafa verið í lægð með nokkur misseri, sem
rekja má til efnahagserfiðleika sem hrjá ítali eins
og flestar aðrar Suður-Evrópuþjóðir. Eins og fram
kemur í töflunni hér að framan voru seld til Ítalíu
tæplega 3.500 tonn á síðasta ári eða tæplega 1.000
tonnum meira magn en árið 1981. En þá er þess að
geta að salan til Ítalíu árið 1981 var hin lægsta um
langt árabil. Saltfiskbirgðir á Ítalíu minnkuðu
mjög verulega og er talið að neysla á íslenskum
fiski hafi numið um 4.500 tonnum.
ítalir voru ánægðir með gæði íslenska fisksins á
síðasta ári, en samkeppnin við litlar en stöðugar
vagnasendingar á lágum verðum frá Norðmönn-
um, Dönum og Færeyingum er erfið.
Grikkland
Gríski markaðurinn hefur verið einstaklega jafn
og stöðugur síðustu ár, eins og sést best á eftirfar-
andi töflu um útflutninginn til Grikklands árin
1977—1982. 1977 4.291 tonn 1980 4.613 tonn
1978 4.036 tonn 1981 3.818 tonn
1979 4.662 tonn 1982 4.178 tonn
Á síðasta ári náðist sá áfangi að afhenda Grikkj-
um allan fiskinn í pappaöskjum. Aðrir markaðir
eru einnig í vaxandi mæli að taka við fiski sem fer
beint á neytendamarkað í pappaöskjum. Jafnhliða
þessari þróun eru menn að prófa sig áfram að
pakka fiski, sem kaupendur þurrka, lausum á 1000
kg bretti. Nú þegar hafa verið send um 500 tonn af
fiski lausum á bretti, aðallega til Portúgal en einnig
á aðra markaði. Tilraunasendingar þessar hafa
gengið vel. Pökkun á bretti er mun ódýrari en
hefðbundin pökkun í strigaumbúðir, auk þess sem
það flýtir fyrir lestun og losun, en aðalatriðið er þó
að fiskurinn verður fyrir minna hnjaski en ella.
Ufsaflök og þorskflök
Framleiðsla og útflutningur saltaðra ufsaflaka
hefur farið síminnkandi undanfarin ár og varð
aðeins 641 lest sl. ár, sem er það minnsta sem orðið
hefur í áratugi. í grein um saltfiskútflutninginn
1981, í Ægi í mars 1982, var gerð nokkur gte'n
fyrir ástæðum fyrir þessum samdrætti og
ekki ástæða til að endurtaka það nú. Rétt er þó a,
geta þess, að þegar á árið leið og útlitið fyrir sölu 3
skreið til Nígeríu versnaði, jókst nokkuð áhugi e
flökum í salt, en veiði var með eindæmum léleg 3
haustmánuðum og framan af vetri, svo að aðein5
voru flutt út u.þ.b. 70 lestir af 240 lestum sem seld'
ar höfðu verið til útflutnings síðustu þrjá mánuðl
ársins.
Nokkur samdráttur varð í framleiðslu þots^'
flaka á síðasta ári, enda þótt eftirspurnin hafiverl
í góðu meðallagi og verðlag viðunandi.
Þurrkaður saltfiskur
Árið 1981 var þurrkun saltfisks að heita mátti ut
sögunni, varð aðeins 840 tonn það árið en hafðl
verið 2.540 tonn árið áður. Reyndar var naestu111
þriðji hlutinn af því magni úrgangsfiskur, seU1
sendur var til Zaire. Ástæðurnar fyrir þessum saiU'
drætti hafa oft verið raktar áður og eru í höfuð
dráttum þær að heimsmarkaðsverð á þurrkuðuU1
saltfiski ræðst af sölum Norðmanna (ca. 50.0°
lestir á ári), en verð þeirra hafa ekki verið síðuslU
árin í neinu samræmi við blautfiskverð.
Á aðalfundi S.Í.F. í júní 1981 var þessi þróun
tekin til umræðu, og ákveðið að S.Í.F. léti veÁa
fyrir eigin reikning allt að 2.000 lestir af þorski oí
ufsa til þess að falla ekki alveg út af þurrfiskmörk
uðunum og til þess að viðhalda verkkunnáttu V1
þurrkun saltfisks. Varð þetta til þess að útflutniuS'
ur árið 1982 jókst aftur, upp í rúmlega 1.400 lestir-
Söluaukningin varð aðallega í Frakklandi, en eiuu
ig í Brasiliu og Panama.
Lítill vafi er á því, að þurrfisksölurnar i Frakk
landi lögðu grundvöllinn að síðari sölum á blaut
söltuðum fiski í umtalsverðu magni, af tegunduU1
og gæðaflokkum sem ýmist var ógerlegt að selja
annars staðar, eða óæskilegt að þröngva inn á aðra
markaði.
Á aðalfundi S.Í.F. 1982 var aftur ákveðið a
samtökin létu þurrka allt að 1000 lestir af þorskj’
en engan ufsa, að þessu sinni, enda var vitað að a*1'
margir aðilar höfðu þá þegar ákveðið að þurrk3
allmikið magn af ufsa fyrir eigin reikning
áhættu.
132 — ÆGIR