Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1983, Page 30

Ægir - 01.03.1983, Page 30
í skýrslunni kom m.a. fram að minni skuttogar- ar höfðu verið reknir með 20% halla fyrstu fimm mánuði ársins en stærri togarar með 34% halla. Svo sem fram kom hér að framan var starfshóp- urinn skipaður 18. júni og skilaði hann áliti þann 28. sama mánaðar og var allt kapp lagt á að hann lyki störfum sem fyrst svo unnt yrði að grípa til einhverra ráðstafana er tryggðu rekstur flotans út árið. Bið varð þó á tillögum frá ríkisstjórninni, en á stjórnarfundi L.Í.Ú., er haldinn var 27. júlí las formaður L.Í.Ú. upp tillögur frá sjávarútvegsráð- herra til rikisstjórnarinnar dags. 21. júlí, en í þvi koma m.a. fram eftirfarandi atriði: 1. Aflatryggingasjóður greiði togaraútgerðinni v/aflabrests 80 m.kr. og verði sjóðnum í þessu skyni úthlutað láni að upphæð 30 m.kr. Þess- ar greiðslur endurgreiðist síðan af gengishagn- aði. 2. Rekstrarlán til útgerðar hækki um 50%. 3. Til að bæta rekstrargrundvöllinn verði gripið til eftirfarandi ráðstafana: 3.1. Gengishagnaði verði ráðstafað til a) Afla- tryggingasjóðs, b) Stofnfjársjóðs, c) Líf- eyrissjóðs sjómanna. 3.2. Fiskverð verði hækkað um helming gengis- fellingar utan skipta og um helming til skipta. 3.3. Söluskattur af smurolíu til fiskiskipa verði felldur niður. 3.4. Eldsneyti til fiskiskipa verði lækkað um 20%. 3.5. Fjármagnskostnaður fiskiskipa verði lækk- aður með því að: a) Ráðstafa hluta tekjuafgangs Fisk- veiðasjóðs í því skyni. b) Greiða hluta af gengishagnaði til Stofnfjársjóðs. Ennfremur kom fram á framangreindum fundi að togaraútgerðin gæti fengið bráðabirgðafyrir- greiðslu að upphæð 500 þús. kr. í sínum viðskipta- banka. Á þessum tíma voru óánægjuraddir útgerð- armanna orðnar verulega háværar og hvöttu marg- ir til þess að gripið yrði til aðgerða. Á framangreindum fundi L.Í.Ú. var þó sam- þykkt að bíða með aðgerðir þar til efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar litu dagsins ljós. Þann 21. ágúst lauk siðan undirbúningi marg- þættra efnahagsaðgerða og voru sett bráðabirgða- lög um aðgerðir í efnahagsmálum og samþykki rík- isstjórnarinnar við tillögu Seðlabankans um Ú 0 gengislækkun. Helstu ákvæði bráðabirgðalaganna voru 111,1 helmings skerðingu verðbóta á laun hinn 1. desei11 ber ásamt hliðstæðri takmörkun á hækkun búvafa og fiskverðs, láglaunabætur, upptaka helmi11^ gengismunar af sjávarafurðum til stuðnings ver-1 settu greina þessa atvinnugreinar, lækkun versl1111 arálagningar og aukin fjáröflun rikissjóðs me timabundinni hækkun vörugjalds og útvíkknð11 gildissviði þess. í lögunum segir svo um upptök11 gengismunar: Tekin verður gengismunur af útfluttum sjávar. afurðum, framleiddum fyrir 23. ágúst, er ne1111 6.5% af gjaldeyrisskilum, þ.e. helmingur hin" ar almennu gengislækkunar. Samkvm1" ákvörðun ríkisstjórnarinnar tekur þetta þó e" til lagmetis, hvalafurða, mjöls og lýsis e þurrkaðs saltfisks. Eftir greiðslu kostnaðar hækkana við útflutning hlutaðeigandi afutð*1' skal greitt úr gengismunasjóði: 1. Óafturkræft framlag til togara 80 naÁr' 2. Til loðnuvinnslustöðva 15 mÁr' 3. í Fiskimálasjóð til orkusparandi aðgerða og fræðslu 10 mÁr' 4. í lífeyrissjóði sjómanna 5 mÁr 5. Eftirstöðvar, umfram ofangr. 110 m.kr. ásamt vöxtum renni í Stofn- fjársjóð fiskiskipa til lækkunar á skuldum og/eða fjármagnskostnaði fiskiskipa/álitið 30-40 m.kr. en er nú talið 100-110. Þar sem í ljós kom að ekki var tekið á vanda1)1 gerðarinnar með bráðabirgðalögunum, þrátt fyr 134 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.