Ægir - 01.03.1983, Side 32
1. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir samþykkt
laga um eftirtalin atriði:
a) Olíugjald verði framlengt óbreytt árið
1983.
b) Olíusjóð fiskiskipa til niðurgreiðslu á olíu-
verði til fiskiskipa, sem fjármagnaður verði
með 4% útflutningsgjaldi af sjávarafurða-
framleiðslu ársins 1983, (gjaldskylda sú sama
og í gildandi lögum um útflutningsgjald) þ.e.
hækkun úr 5,5% í 9,5%.
2. Olíuniðurgreiðsla til fiskiskipa verði 35% af
olíuverði á árinu 1983.
3. Ríkisstjórnin mun tryggja óbreytta fram-
kvæmd olíuniðurgreiðslu frá ársbyrjun 1983.
Ennfremur mun hún tryggja niðurfellingu á
stimpilgjöldum og lántökugjöldum af skuld-
breytingalánum útgerðar og endurgreiðslu
slysatrygginga á aflahlut í slysatilfellum, sam-
kvæmt sjómannalögum frá 1. janúar 1983.
4. Sjávarútvegsráðherra hefur lýst yfir, að fisk-
vinnslunni verði að fullu bætt kostnaðaráhrif
af fiskverðshækkun frá áramótum og af þeim
ráðstöfunum, sem nefndar eru í 1. lið, þ.e.
útflutningsgjaldi, svo og af launa- og fislc'
verðshækkun 1. mars.
Lauslegt mat á fiskverðshækkuninni nú °S
öðrum atriðum, sem henni tengjast, bendir til þesS
að afkoman sé nú eftirfarandi:
Hreinn hagnaður sem
hlutfall af tekjum
Bátar —4%
Minni togarar —1 Vi %
Stærri togarar —8lA%
Samtals —3%
Sérstaklega ber þó að geta þess, að kostnaðax'
áhrif v/gengisfellingarinnar hafa ekki verið met'n
inn í þessar tölur. T.d. hækkaði olía um 13—14^°1
janúarmánuði. Þann 1. mars n.k. kemur síöa°
fiskverð til með að hækka og þá í sama hlutfalli og
kaupgjaldsvísitala og eins og í yfirlýsingu ríkis'
stjórnarinnar segir, hefur vinnslunni verið lofaö
því, að þau kostnaðaráhrif verði bætt að fullu-
LÖG OG REGLUGERÐIR
LÖG
um Olíusjóð fiskiskipa, olíugjald o.fl.
1. gr.
Olíusjóður fiskiskipa skal starfræktur í þeim tilgangi
að greiða niður verð á gas- og svartolíu til íslenskra fiski-
skipa á árinu 1983 samkvæmt reglum sem sjávarútvegs-
ráðuneytið setur.
2. gr.
Auk almenns útflutningsgjalds samkvæmt lögum nr. 5
frá 13. febrúar 1976, með síðari breytingum, skal inn-
heimta sérstakt 4% útflutningsgjald er rennur i Olíusjóð
fiskiskipa.
Útreikningur og innheimta þessa sérstaka útflutnings-
gjalds skal fara eftir ákvæðum laga um útflutningsgjald
af sjávarafurðum nr. 5 frá 13. febrúar 1976, með síðari
breytingum. Kolmunnaafurðir til manneldis skulu und-
anþegnar innheimtu þessa útflutningsgjalds.
Um aðrar undanþágur frá innheimtu þessa útflutn-
ingsgjalds fer eftir ákvæðum laga nr. 5/1976 með siðari
breytingum.
Olíusjóði fiskiskipa er heimilt að taka lán að fjárhæð
allt að 100 milljónum króna til að standa straum af
niðurgreiðslu oliuverðs meðan tekjur af útflutningsgjaldi
hrökkva ekki fyrir útgjöldum sjóðsins. Ríkissjóði er
heimilt að veita sjálfskuldarábyrgð fyrir láni þessu °-
skal það undanþegið stimpilgjaldi samkvæmt lögum Iir'
36/1978 um stimpilgjald, sbr. lög nr. 82/1980.
3- gr- ,.r
Þegar fiskiskip selur afla í innlendri höfn, eða afhend1
afla sinn til vinnslu án þess að sala fari fram, skal fisK
kaupandi eða fiskmóttakandi greiða útgerðarmanni
útgerðarfyrirtæki olíugjald, er nemi 7% miðað við fis*'
verð eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegs
ins. Hið sama gildir, þegar fiskiskip selur eða afhend1
afla sinn öðru skipi. Olíugjald þetta kemur ekki til hluta
skipta eða aflaverðlauna.
4. gr.
Þegar fiskiskip selur afla í erlendri höfn, skal auk fia
dráttartölu kjarasamninga og stofnfjársjóðsgjalds sam
kvæmt lögum nr. 4/1976 draga 1% olíugjald til útgerðar
frá heildarsöluverðmæti (brúttósöluverðmæti) vl
ákvörðun aflaverðlauna, aukaaflaverðlauna og hlufir
samkvæmt kjarasamningum.
Þrátt fyrir ákvæði laga nr. 36/1978 um stimpilgJald’
sbr. lög nr. 82/1980 er heimilt að fella niður og endar
greiða stimpilgjald af skuldbreytingalánum útgerðar a)jr
að 500 milljónum króna, sem veitt hafa verið á tímabl'
inu frá 1. nóvember 1982 til 28. febrúar 1983.
6. gr.
Sjávarútvegsráðuneytið setur nánari reglur um fiairl
kvæmd laga þessara. „ lóS
Framhald a bls. ‘u
136 — ÆGIR