Ægir - 01.03.1983, Qupperneq 38
Póllinn h/f á ísafirði sendi nýlega frá sér frétta-
bréf um þróun rafeindatækja í fiskiðnaði. í þessu
bréfi er fjallað um þá miklu arðsemi sem notkun
tölvuvoga og vogaeftirlits hefur í för með sér, jafnt
fyrir fyrirtæki i fiskvinnslu og þjóðarbúið í heild.
S.l. fjögur ár hafi fjölmörg frystihús stundað
,,fiskveiðar“ með Póls-tölvuvogum og ,,aflinn“
aukist ár frá ári í beinu hlutfalli við fjölgun vog-
anna. ,,Floti“ rúmlega 300 voga er nú um land allt
og ,,aflar“ á hverju ári verðgildi 2.300—3.000
tonna af fiski, sem er sannanlega sú aukning á nýt-
ingu hráefnisins sem fram kemur þegar frystihús
hafa tölvuvætt vigtun sína. Kostnaður við endur-
nýjun allra voga í íslenskum frystihúsum er álíka
mikill og hálfur skuttogari kostar í dag. Áætla má
að heildarfjöldi allra voga í dag séu u.þ.b.
1200—1500 og kostnaður við endurnýjun þeirra sé
því á bilinu 43 til 55 milljónir kr. Sá árlegi sparn-
aður sem endurnýjun allra voganna hefði í för með
sér, næmi örugglega hærri upphæð en kaupverði
þeirra.
•
í Klakksvík, Færeyjum, hefur verið hafin til-
raunavinnsla á pylsum og er aðalhráefnið í þeim
kolmunnamarningur. Þegar hefur nokkurt magn
verið sent til markaðskönnunar i Danmörku. Hafa
dönskum neytendum líkað mjög vel þessar kol-
munnapylsur og kaupmenn þegar beðið um meira
af þeim. Auk venjulegra fiskpylsna, hafa einnig
verið framleiddar spæipylsur og medisterpylsur úr
kolmunnamarningi. Allt þykir þetta einstaklega
góð matvara og er hrósað af öllum sem smakkað
hafa. Eru Færeyingar um þessar mundir vongóóir
með að framleiðsla á hinum ýmsu pylsutegundum
úr kolmunnamarningi eigi eftir að ná fótfestu á al-
þjóðafiskmarkaðnum.
•
Síðastliðin 35 ár hafa Japanir verið mesta fisk'
veiðiþjóð heims, að undanskildu stuttu tímabij1
þegar Perúmenn öfluðu sem mest af ansjósu til
bræðslu. Fyrir seinni heimstyrjöldina komst afl'
Japana hæst í 3,7 milljónir tonna. Árið 1948 var
aflinn kominn í 2,5 milljónir tonna og frá þeinl
’tíma hefur hann farið stigvaxandi ár frá ári oS
jókst á 10 árum um 5 milljónir tonna. Árið 1967
hafði aflinn náð 7,5 milljónum tonna og í byrjun
síðasta áratugs var hann kominn í 10 milljóruj
tonna, en þá stóðu hinar miklu veiðar Japana a
Alaska-ufsanum sem hæst. Frá því Rússar og
Bandaríkjamenn lýstu yfir 200 sjómilna fiskveiði'
lögsögu, hafa ufsaveiðarnar á þessum slóðuia
dregist stórlega saman, en veiðar á heimaslóðum*
aðallega á sardinu og makríl, hafa aukist það mik'
ið að heildaraflamagnið hefur ekki minnkað nema
siður sé. Á árinu 1981 var aflinn meiri en nokkru
sinni fyrr, eða 11,4 milljónir tonna, að verðmmt*
um 10,5 milljarðar US$.
Yfir tvær milljónir manna vinna við sjávarút-
veginn, að meðtöldum þeim sem framleiða og selja
vélar og áhöld er tengjast honum beint. í gegnum
aldirnar hefur fiskur og hrísgrjón verið aðalfmðu
Japana og í dag er árleg neysla á sjávarvörum mil'1
65—75 kg á hvert mannsbarn, sem þýðir að um
helmingur allrar þeirrar eggjahvitu sem þjóðm
neytir kemur úr sjávarríkinu. í Japan eru nú gerðij
út um 400.000 fiskibátar frá 2.900 verstöðvum og a
þessum flota eru 1,38 milljónir sjómanna, en
460.000 manns starfar við fiskvinnslu í landi. Við
innanlandsmarkað sjávarútvegsins starfa um 1.10®
heildsalar, sem þjóna 56.600 smásölum.
Fiskeldi og ræktun sjávarplantna fer stöðugt
vaxandi í Japan og frá því að 200 sjómilna fisk"
veiðilögsagan tók almennt gildi í heiminum, hafa
stjórnvöld lagt mikla áherslu á að efla þessar at'
vinnugreinar. Á árinu 1980 voru þannig framleid^
til manneldis um 512.000 tonn af sjávarplönturm
mestmegnis ýmis konar þari, 310.000 tonn af skel'
fiski og 170.000 tonn af fiski.
DU POINT fyrirtækjasamsteypan heldur stöð'
ugt áfram með rannsóknir og tilraunir á hinu nýía
142 — ÆGIR