Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1983, Page 43

Ægir - 01.03.1983, Page 43
Taflan sýnir samsetningu aflans úr Faxaflóa árið 1982 eftir mánuðum og samtals fyrir alla vertíðina. Þar má sjá, hvað aflast hefir af hverri fisktegund, hve mikill hluti það er af heildaraflanum og hve mörg kg hafa aflast að meðaltali í róðri og í hverju togi. í næstsíðustu línu töflunnar og á 1. mynd sést að 90,3% heildaraflans yfir vertíðina voru skarkoli, 4,1% lúða, 1,3% ýsa, 4,1% þorskur, 0,1% stein- bitur og undir 0,1% skata og skötuselur. Þetta voru þvi greinilega skarkolaveiðar eins og ætlast var til. Nokkuð veiddist af sandkola og tinda- bykkju, en hvorug tegundin var hirt. Önnur mynd sýnir aflann í hundraðshlutum eftir tegundum og mánuðum, en 3. mynd sýnir á sama hátt aflann í róðri (sjá einnig töfluna). Afli var mestur i júlí miðað við sókn, en þá var hlutfalls- lega meira en hina mánuðina af öðrum tegundum en skarkola, einkum þorski, en af honum veiddist lítið minna í ágúst. í nóvember var talsvert farið að draga úr afla, enda var kynþroska skarkoli þá tals- vert genginn út úr Flóanum og einnig hamlaði veð- ur þá oft veiðum. Samanlagður þorskafli á dragnótavertíðinni í Faxaflóa var um 62 smálestir, en samsvarandi ýsu- afli um 20 smálestir. Þetta er óverulegur hluti árs- 100 90 80 70 60 50 % 40 30 20 10 0 ÆGIR — 147

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.