Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1983, Síða 56

Ægir - 01.03.1983, Síða 56
Már Elísson: Kveðjuorð Er ég nú læt af störfum hjá Fiskifélagi íslands eftir rúmlega 28 ára dvöl þar, er mér ljúft og skylt að senda samstarfsmönnum mínum í aðalstöðvum félagsins og um land allt kveðjur og þakkir fyrir ágætt samstarf og samvinnu á þessum árum. Margs er að minnast frá þessum árum, sem ekki er unnt að rekja í stuttum pistli. En fyrst og fremst vil ég segja, að starfið var lifandi og frjótt, enda er Fiskifélagið ekki fílabeinsturn, þar sem unnið er eða ákvarðanir teknar án náins samráðs við sjávar- útveginn sjálfan og stjórnvöld. Þvert á móti tryggir uppbygging félagsins, deildir þess og fjórðungs- sambönd, svo og Fiskiþing, að hin margvíslegu málefni sjávarútvegsins eru jafnan á dagskrá. Þá varð ég þess fljótlega vís, eftir að ég hóf störf hjá félaginu, og hafði raunar hugmynd um það áður, hvílíks trausts félagið og starfsmenn þess nutu bæði í röðum sjávarútvegsmanna og hjá stjórnvöldum, sem höfðu um áraraðir falið því mörg og þýðingarmikil verkefni til úrlausnar á innlendum jafnt sem erlendum vettvangi. Fiskifélagið og Fiskiþing hafa jafnan reynt að sinna því hlutverki að vera tengiliður milli sjávar- útvegsins, Alþingis og ráðuneyta. Þessi leið er vissulega vandrötuð. Þó hygg ég, að flestir séu sammála um, að vel hafi til tekizt. Er ég tók við embætti fiskimálastjóra skömmu eftir mitt ár 1967, hafði ég þegar notið þess hag- ræðis að hafa í mörg ár, eða frá 1954, starfað að margvíslegum verkefnum sem félagið hafði með höndum innanlands, en einnig hjá alþjóðlegum stofnunum í umboði stjórnvalda. Orðstír Fiskifélagsins hafði vaxið undir styrkri stjórn Davíðs Ólafssonar. Lipurð hans og lægni hafði átt sinn þátt í því trausti er félagið naut bæði hjá sjávarútvegsmönnum og stjórnvöldum — ekki sízt því ráðuneyti, sem fór með sjávarútvegsmál. Af skiljanlegum ástæðum hafa orðið miklar breytingar á starfsemi og rekstri Fiskifélagsins á þessum árum. Breytingar hafa orðið á þjóðfélag5 háttum. Tækninýjungar hafa rutt sér til rúms' Stjórn Fiskifélagsins hefur ávallt reynt að mót“ stefnu og störf félagsins i takt við þessar breytingar og hafa hagkvæm áhrif á þær. Nefna má frul11 kvæði félagsins að tilraun með kraftblökk og f|s leitartæki við síldveiðar, námskeið í meðferð fis leitartækja, tölvu til úrvinnslu gagna og skýrs'u gerð, útgáfu rita um tæknileg málefni og 1 kennslu einkum við sjóvinnunámskeið félagsinS' Tæknideild félagsins hefur verið efld og frurU, kvæði haft í því að gera tilraunir með eldi fi5*15 SJÓ- Frá stofnun Hlutatryggingasjóðs, síðar A*1 tryggingasjóðs sjávarútvegsins, hefur dagleS rekstur hans verið í höndum Fiskifélagsins. Ég vil ekki láta hjá liða að minnast á Ægi, 1:11113 rit Fiskifélagsins, sem hefur verið gefinn út í n‘ 80 ár. Ég vil þakka samstarfsmönnum mínum V1 ritstjórn og útgáfu sérstaklega gott samstarf uU' leið og ég óska nýjum ritstjóra þess og blaðm allra heilla og langra lifdaga. Eftirmaður minn í starfi, Þorsteinn Gislason- enginn viðvaningur hvað varðar málefni félags'11^ og sjávarútvegsins. Hann er fæddur og uppalinl1 sjávarplássi. Faðir hans og frændur margir v°r 160 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.