Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1983, Blaðsíða 56

Ægir - 01.05.1983, Blaðsíða 56
Gífurleg undirboð Norðmanna á salt- síldarmörkuðunum íslendingar mótmæla rangri frétt í „Fiskets Gang“ Nýlega birtist í „Fiskets Gang“, tímariti norsku fiskimálastjórnarinnar, grein eftir Gunnar Flóv- enz, framkvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar, þar sem gerður er ítarlegur samanburður á söluverði á norskri og íslenzkri saltsíld í helztu markaðslönd- unum. Kemur þar m.a. fram að Norðmenn hafi undanfarin ár stundað gífurleg undirboð og að ís- lendingar hafi náð 30—45% hærra söluverði en Norðmenn. Munurinn sé í rauninni enn meiri sé tekið tillit til mismunar á stærðum og fitumagni. Þar sem hér er um mjög athyglisverðar upplýs- ingar að ræða birtist grein Gunnars hér á eftir í íslenzkri þýðingu. Fyrirsagnir eru þær sömu og í „Fiskets Gang“. í vikuriti norsku fiskimálastjórnarinnar, „Fisk- ets Gang“, nr. 22/1982 birtist grein undir fyrir- sögninni „Sildekurs i Tromsö“ eftir Roger Richardsen. í grein þessari er m.a. haft eftir P. Myrland, sölustjóra, hjá Feitsildfiskernes Salgslag,* að mikl- ir erfiðleikar séu á sölu á norskri síld á mörkuðun- um og orðrétt segir: „Norsk síld er nú svo dýr að margir innflytjendur kjósa heldur ódýrari kanad- íska eða íslenzka síld“. Þar sem staðreyndum er hér algjörlega snúið við hvað íslenzku saltsíldina, varðar, verður ekki kom- izt hjá því að skýra frá eftirfarandi: 1. í grein, er undirritaður sendi blaðinu „Fiskar- en“ haustið 1981 vegna alrangs fréttaflutnings í Noregi um sama efni, var gerður ítarlegur samanburður á söluveðri á norskri og islenzkri saltsíld i markaðslöndunum á árunum 1980 og 1981 og kom þar fram að um gífurleg undir- boð var að ræða af hálfu Norðmanna. Tekið var fram að ef norskir saltsíldarútflytjendur * Samtök aðila sem selja fersksíldina til vinnslustöðv- anna, en ekki útflutningssamtök. kynnu að draga í efa sannleiksgildi þeirra upP' lýsinga, sem fram komu i greininni, væru Is- lendingar reiðubúnir að hitta forsvarsmenn þeirra að máli og bera saman alla sölusamn- inga og verðtilboð, bæði vegna framleiðslu ár- anna 1980 og 1981. 2. Áður en síldarvertíð hófst á íslandi í haust var samið um fyrirframsölu á 215 þús. tunnum af saltaðri íslenzkri Suðurlandssild, þar af 60 þús. tunnur til Svíþjóðar og Finnlands, þ.e.a.s. þeirra landa sem Norðmenn selja salt- aða síld einkum til. Samningsverðið fyr'r stærstu síldina, sem langmest er framleitt af, þ.e. síld af stærðinni allt að 500 stk. pr. 100 kg og allt að 6 stk. pr. kg, var að meðaltali 133 bandariskir dollarar fyrir hverja 100 kg tunnu eða sem svarar nú til 952 norskra króna. Lág- marksfitumagn skv. sölusamningum íslend- inga til þessara landa er 14%. 3. Okkur íslendingum er vel kunnugt um tilboð og söluverð Norðmanna á hinni stóru og feitu norsk-íslenzku (,,atlanto-skandisku“) vor- gotssíld frá yfirstandandi vertíð í Noregi. Við höfum séð fjölda tilboða og einnig sölusamn- inga, sem norskir útflytjendur hafa gert við kaupendur i markaðslöndunum. Enda þótt Norðmenn þurfi ekki að selja nema lítið brot af því magni sem við íslendingar verðum að finna markað fyrir af saltaðri síld og þó að síldin frá Noregi sé bæði stærri og feitari en sú síld sem við höfum á boðstólum, er söluverð norskra útflytjenda áfram langtum lægra en okkar íslendinga og mest af þessari stóru og feitu norsku sild er boðin eða þegar seld á 700—725 norskar krónur cif, og nokkur dærni þekkjum við um enn lægra verð. T.d. hefir að undanförnu rignt yfir kaupendur tilboðum frá Noregi á N.kr. 650—670 cif fyrir síld af stærð- inni 3—4 stk. pr. kg. Samkvæmt framatt- 272 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.