Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1983, Blaðsíða 70

Ægir - 01.05.1983, Blaðsíða 70
Dreifingaraðili: Skrá upplýsingar um hver annast raforkudreifingu, en hér geta ýmsir aðilar átt hlut að máli, auk hafnarsjóðs og rafveitu geta útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki komið inn í myndina. Tengimöguleikar: Skrá niður fjölda tengla í við- komandi höfnum ásamt flutningsgetu hvers teng- ils, þ.e. spennu, straumstyrkleika og fasafjölda. Framkvæmd tengingar: Breytilegt getur verið hvernig tenging fer fram. Þar getur verið um hafn- arverði að ræða eða aðra aðila úr landi svo og vél- stjóra skipanna. Mœling á raforkusölu: Ýmsir möguleikar eru fyrir hendi, t.d. KWH-mælir við hvern tengil í landi, sem lesið er af við tengingu og aftengingu; KWH- mælir um borð í viðkomandi skipi, sem lesið er af á ákveðnum tímum; raforkan áætluð eða einhver önnur útfærsla. Tengigjald: Þegar aðilar úr landi annast tengingu getur verið um ákveðið tengigjald að ræða, fer eftir höfnum. Verðlagning raforkunnar: Þegar hefur komið i ljós að verðlagning raforkunnar er mismunandi eftir höfnum. Ætlunin er að afla sem gleggstra upplýs- inga um þennan þátt. Niðurstöður, lokaorð: Að mati greinarhöfunda ber að stefna að því að dieselvélar fiskiskipa hérlendis þurfi ekki að keyra í höfn í náinni framtíð. Kostir landtengingar eru augljósir og má þar nefna: — Lækkun brennsluolíukostnaðar — Lækkun smurolíukostnaðar — Lækkun á viðhaldskostnaði — Lækkun kostnaðar vegna vélgæzlu við land — Aukið öryggi (t.d. sjóleki o.fl.) — Aukin þægindi áhafnar og manna við við- gerðarvinnu. — Aukið frjálsræði vélstjóra við land. Ef spurt er, hvort ekki fylgi því einhverjir ókost- ir að raftengja skipin við land, þá verður í fljótu bragði ekki komið auga á þá. Að sjálfsögðu þarf að borga raforkuna einhverju verði, ákveðinn bún- aður þarf að vera í skipunum og það þarf ákveðin handtök við slíka tengingu. Þeim þætti sem snertir búnað og aðstöðu í landi til raftengingar skipa verða gerð skil síðar, en ekki verður skilið við þennan þátt öðruvísi en skoða dæmi um verðlagn- ingu raforku og bera saman kostnað við orku- kaup, annars vegar á innlendri orku og hins vegaf á innfluttri orku. í töflu V er tekið dæmi um bát frá Vestmann3' eyjum, byggt á upplýsingum um úthald á vertið- inni 1982, og verði á raforku og gasolíu í apríl ° Hafnarsjóður selur raforku til skipa á 3.47 kr. Pr- kilovattstund, en auk þess er greitt kr. 100 fyrllj hverja tengingu, svonefnt tengigjald. Gasolía 11 fiskiskipa er nú 7.30 kr. pr. líter. Niðurstöður úr dæmi í töflu V eru á þann veg að í þessu tilvik' verður orkureikningur mjög hliðstæður hvort heldur skipt er við hafnarsjóð eða olíufélagið, Þ° ívið hærri með nýtingu landrafmagns. Tafla V: Samanburður á landrafmagni og hjálpar' vélakeyrslu. Dæmi: Sjóferðir .............. Úihaldstímabil ......... Hafnartimi ............. Meðalálag í höfn........ Eyðslustuðuli hjálparvélar Gasolíuverð............. Raforkuverð ............ Tengigjald ............. 44 106 dagar 992.5 klsl 11.1 KVV 0.520 i/kvvh 7.30 kr/l 3.47 kr/KVVH 100 kr/tcnging Landrafmagn: Raforkukaup Tengigjald Samtals 992.5 x 11.1 x 3.47 = 38228 kr- 44 x 100 = 4400jf 42628 kr- Hjálparvélakeyrsla: Gasolíukaup 992.5x 11.1 x0.520x7.30 = 41820 kr- Munur: Umfram vegna kaupa á landrafmagni = 80* kr Niðurstöður mælinga og athugana í vertíðar. bátum hér Suðvestanlands sýna að tíundi hver l*trl að meðaltali er notaður í höfn á vetrarverti • Notkun landtengis er óveruleg meðan vertl, stendur yfir, eða aðeins um 5% af hafnartíma a meðaltali. Hjáiparvélar eru keyrðar undir tiltöl*1 lega litlu álagi í höfn, þar sem nýtni er að meðalta 1 lág, eða um 0.5 lítrar pr. framleidda kílovattstun ■ Það kemur því nokkuð á óvart að þrátt fvrir hið háa olíuverð, sem hefur verið baggi á útgerðin111’ ásamt því að hjálparvélar hafa tiltölulega léleg^ nýtni í höfn, þá skuli samt vera hagstæðara keyra hjálparvélar í höfn (sbr. dæmi hér a 286 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.