Ægir - 01.05.1983, Blaðsíða 70
Dreifingaraðili: Skrá upplýsingar um hver annast
raforkudreifingu, en hér geta ýmsir aðilar átt hlut
að máli, auk hafnarsjóðs og rafveitu geta útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtæki komið inn í myndina.
Tengimöguleikar: Skrá niður fjölda tengla í við-
komandi höfnum ásamt flutningsgetu hvers teng-
ils, þ.e. spennu, straumstyrkleika og fasafjölda.
Framkvæmd tengingar: Breytilegt getur verið
hvernig tenging fer fram. Þar getur verið um hafn-
arverði að ræða eða aðra aðila úr landi svo og vél-
stjóra skipanna.
Mœling á raforkusölu: Ýmsir möguleikar eru fyrir
hendi, t.d. KWH-mælir við hvern tengil í landi,
sem lesið er af við tengingu og aftengingu; KWH-
mælir um borð í viðkomandi skipi, sem lesið er af
á ákveðnum tímum; raforkan áætluð eða einhver
önnur útfærsla.
Tengigjald: Þegar aðilar úr landi annast tengingu
getur verið um ákveðið tengigjald að ræða, fer
eftir höfnum.
Verðlagning raforkunnar: Þegar hefur komið i ljós
að verðlagning raforkunnar er mismunandi eftir
höfnum. Ætlunin er að afla sem gleggstra upplýs-
inga um þennan þátt.
Niðurstöður, lokaorð:
Að mati greinarhöfunda ber að stefna að því að
dieselvélar fiskiskipa hérlendis þurfi ekki að keyra
í höfn í náinni framtíð. Kostir landtengingar eru
augljósir og má þar nefna:
— Lækkun brennsluolíukostnaðar
— Lækkun smurolíukostnaðar
— Lækkun á viðhaldskostnaði
— Lækkun kostnaðar vegna vélgæzlu við land
— Aukið öryggi (t.d. sjóleki o.fl.)
— Aukin þægindi áhafnar og manna við við-
gerðarvinnu.
— Aukið frjálsræði vélstjóra við land.
Ef spurt er, hvort ekki fylgi því einhverjir ókost-
ir að raftengja skipin við land, þá verður í fljótu
bragði ekki komið auga á þá. Að sjálfsögðu þarf
að borga raforkuna einhverju verði, ákveðinn bún-
aður þarf að vera í skipunum og það þarf ákveðin
handtök við slíka tengingu. Þeim þætti sem snertir
búnað og aðstöðu í landi til raftengingar skipa
verða gerð skil síðar, en ekki verður skilið við
þennan þátt öðruvísi en skoða dæmi um verðlagn-
ingu raforku og bera saman kostnað við orku-
kaup, annars vegar á innlendri orku og hins vegaf
á innfluttri orku.
í töflu V er tekið dæmi um bát frá Vestmann3'
eyjum, byggt á upplýsingum um úthald á vertið-
inni 1982, og verði á raforku og gasolíu í apríl °
Hafnarsjóður selur raforku til skipa á 3.47 kr. Pr-
kilovattstund, en auk þess er greitt kr. 100 fyrllj
hverja tengingu, svonefnt tengigjald. Gasolía 11
fiskiskipa er nú 7.30 kr. pr. líter. Niðurstöður úr
dæmi í töflu V eru á þann veg að í þessu tilvik'
verður orkureikningur mjög hliðstæður hvort
heldur skipt er við hafnarsjóð eða olíufélagið, Þ°
ívið hærri með nýtingu landrafmagns.
Tafla V: Samanburður á landrafmagni og hjálpar'
vélakeyrslu.
Dæmi:
Sjóferðir ..............
Úihaldstímabil .........
Hafnartimi .............
Meðalálag í höfn........
Eyðslustuðuli hjálparvélar
Gasolíuverð.............
Raforkuverð ............
Tengigjald .............
44
106 dagar
992.5 klsl
11.1 KVV
0.520 i/kvvh
7.30 kr/l
3.47 kr/KVVH
100 kr/tcnging
Landrafmagn:
Raforkukaup
Tengigjald
Samtals
992.5 x 11.1 x 3.47 = 38228 kr-
44 x 100 = 4400jf
42628 kr-
Hjálparvélakeyrsla:
Gasolíukaup 992.5x 11.1 x0.520x7.30 = 41820 kr-
Munur:
Umfram vegna kaupa á landrafmagni = 80* kr
Niðurstöður mælinga og athugana í vertíðar.
bátum hér Suðvestanlands sýna að tíundi hver l*trl
að meðaltali er notaður í höfn á vetrarverti •
Notkun landtengis er óveruleg meðan vertl,
stendur yfir, eða aðeins um 5% af hafnartíma a
meðaltali. Hjáiparvélar eru keyrðar undir tiltöl*1
lega litlu álagi í höfn, þar sem nýtni er að meðalta 1
lág, eða um 0.5 lítrar pr. framleidda kílovattstun ■
Það kemur því nokkuð á óvart að þrátt fvrir
hið
háa olíuverð, sem hefur verið baggi á útgerðin111’
ásamt því að hjálparvélar hafa tiltölulega léleg^
nýtni í höfn, þá skuli samt vera hagstæðara
keyra hjálparvélar í höfn (sbr. dæmi hér a
286 — ÆGIR