Ægir - 01.05.1983, Síða 56
Gífurleg undirboð Norðmanna á salt-
síldarmörkuðunum
íslendingar mótmæla rangri frétt í „Fiskets Gang“
Nýlega birtist í „Fiskets Gang“, tímariti norsku
fiskimálastjórnarinnar, grein eftir Gunnar Flóv-
enz, framkvæmdastjóra Síldarútvegsnefndar, þar
sem gerður er ítarlegur samanburður á söluverði á
norskri og íslenzkri saltsíld í helztu markaðslönd-
unum. Kemur þar m.a. fram að Norðmenn hafi
undanfarin ár stundað gífurleg undirboð og að ís-
lendingar hafi náð 30—45% hærra söluverði en
Norðmenn. Munurinn sé í rauninni enn meiri sé
tekið tillit til mismunar á stærðum og fitumagni.
Þar sem hér er um mjög athyglisverðar upplýs-
ingar að ræða birtist grein Gunnars hér á eftir í
íslenzkri þýðingu. Fyrirsagnir eru þær sömu og í
„Fiskets Gang“.
í vikuriti norsku fiskimálastjórnarinnar, „Fisk-
ets Gang“, nr. 22/1982 birtist grein undir fyrir-
sögninni „Sildekurs i Tromsö“ eftir Roger
Richardsen.
í grein þessari er m.a. haft eftir P. Myrland,
sölustjóra, hjá Feitsildfiskernes Salgslag,* að mikl-
ir erfiðleikar séu á sölu á norskri síld á mörkuðun-
um og orðrétt segir: „Norsk síld er nú svo dýr að
margir innflytjendur kjósa heldur ódýrari kanad-
íska eða íslenzka síld“.
Þar sem staðreyndum er hér algjörlega snúið við
hvað íslenzku saltsíldina, varðar, verður ekki kom-
izt hjá því að skýra frá eftirfarandi:
1. í grein, er undirritaður sendi blaðinu „Fiskar-
en“ haustið 1981 vegna alrangs fréttaflutnings
í Noregi um sama efni, var gerður ítarlegur
samanburður á söluveðri á norskri og islenzkri
saltsíld i markaðslöndunum á árunum 1980 og
1981 og kom þar fram að um gífurleg undir-
boð var að ræða af hálfu Norðmanna. Tekið
var fram að ef norskir saltsíldarútflytjendur
* Samtök aðila sem selja fersksíldina til vinnslustöðv-
anna, en ekki útflutningssamtök.
kynnu að draga í efa sannleiksgildi þeirra upP'
lýsinga, sem fram komu i greininni, væru Is-
lendingar reiðubúnir að hitta forsvarsmenn
þeirra að máli og bera saman alla sölusamn-
inga og verðtilboð, bæði vegna framleiðslu ár-
anna 1980 og 1981.
2. Áður en síldarvertíð hófst á íslandi í haust var
samið um fyrirframsölu á 215 þús. tunnum af
saltaðri íslenzkri Suðurlandssild, þar af 60
þús. tunnur til Svíþjóðar og Finnlands,
þ.e.a.s. þeirra landa sem Norðmenn selja salt-
aða síld einkum til. Samningsverðið fyr'r
stærstu síldina, sem langmest er framleitt af,
þ.e. síld af stærðinni allt að 500 stk. pr. 100 kg
og allt að 6 stk. pr. kg, var að meðaltali 133
bandariskir dollarar fyrir hverja 100 kg tunnu
eða sem svarar nú til 952 norskra króna. Lág-
marksfitumagn skv. sölusamningum íslend-
inga til þessara landa er 14%.
3. Okkur íslendingum er vel kunnugt um tilboð
og söluverð Norðmanna á hinni stóru og feitu
norsk-íslenzku (,,atlanto-skandisku“) vor-
gotssíld frá yfirstandandi vertíð í Noregi. Við
höfum séð fjölda tilboða og einnig sölusamn-
inga, sem norskir útflytjendur hafa gert við
kaupendur i markaðslöndunum. Enda þótt
Norðmenn þurfi ekki að selja nema lítið brot
af því magni sem við íslendingar verðum að
finna markað fyrir af saltaðri síld og þó að
síldin frá Noregi sé bæði stærri og feitari en sú
síld sem við höfum á boðstólum, er söluverð
norskra útflytjenda áfram langtum lægra en
okkar íslendinga og mest af þessari stóru og
feitu norsku sild er boðin eða þegar seld á
700—725 norskar krónur cif, og nokkur dærni
þekkjum við um enn lægra verð. T.d. hefir að
undanförnu rignt yfir kaupendur tilboðum frá
Noregi á N.kr. 650—670 cif fyrir síld af stærð-
inni 3—4 stk. pr. kg. Samkvæmt framatt-
272 — ÆGIR