Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1983, Side 57

Ægir - 01.05.1983, Side 57
greindum tölum er íslenzka söluverðið ca. 30—45% hœrra en hið norska og munurinn er í rauninni enn meiri sé tekið tillit til mismunar á stærðum og fitumagni. Jafnvel sérstaklega valin norsk síld af stærðinni 2—3 stk. pr. kg er boðin á langtum lægra verði en íslenzka síldin og hafa þó engir aðrir en Norðmenn svo stóra sild á boðstólum. Þessi undirboð norskra út- flytjenda hafa þegar skaðað stórlega sameigin- lega hagsmuni Norðmanna og íslendinga í markaðslöndunum og leitt til þess að sumir kaupendur hafa farið fram á lækkun á þegar umsömdu verði fyrir íslenzku Suðurlandssíld- ina. Til viðbótar framangreindu skal lesendum ,,Fiskets Gang“ bent á, að íslenzkur sjávarút- vegur nýtur engra opinberra styrkja eins og viðgengst í Noregi og af hverri tunnu af salt- aðri síld, sem flutt er út frá íslandi, verður að greiða 5,5% útflutningsgjöld. Við íslendingar getum ekki sætt okkur við þá blekkingu sem fram kemur í umræddri grein í „Fiskets Gang“, hver svo sem tilgangurinn er, og mótmælum því að lesendum blaðsins séu gefnar alrangar upplýsingar varðandi sam- keppnina frá íslandi. Við væntum þess að framangreindar staðreyndir nægi til að kveða niður þann róg, að telja íslendinga meðal þeirra þjóða, sem stunda undirboð á saltsild- armarkaðnum. Það skal endurtekið að ef norskir saltsíldarútflytjendur kynnu að draga í efa sannleiksgildi athugasemda okkar, þá erum við reiðubúnir að hitta forsvarsmenn þeirra að máli og bera saman alla sölusamn- inga og verðtilboð, bæði vegna framleiðslu yfirstandandi vertíðar og undanfarinna ára. Niðurstöðurnar mætti svo birta í norskum og íslenzkum fjölmiðlum. Reykjavík, 29. nóvember 1982 f.h. Síldarútvegsnefndar Gunnar Flóvenz ÆGIR — 273

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.