Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1985, Side 18

Ægir - 01.08.1985, Side 18
Togaraútgerð Togarar eru stórvirkustu veiði- tæki sem íslendingar hafa hagnýtt sér til þorskveiða. Ef kolanámur og stáliðjuver skópu iðnbylting- una í Englandi, þá má segja að togararnir hafi staðið að iðnbylt- ingu á íslandi í upphafi þessarar aldar. Togaraútgerð er og hefur verið æðsta form útgerðar hér á landi. I henni er bundið mesta fjármagnið, en einnig mesti afl- inn og mesti arðurinn ef vel gengur. Togaraútgerð á ísafirði á sér langa en skrykkjótta sögu. Oft- sinnis hefur útgerð ísfirðinga náð upp á það stig, en jafnharðan lagst niður aftur þegar þrengdist um afla eða fjármagn. Yfirleitt helst það tvennt í hendur. Það er ekki fyrr en með tilkomu skut- togara eftir 1972 að ísafjörður verður virkilegur togarabær. Jarlinn Fyrsti ísfirski togarinn, Jarlinn, var keyptur til bæjarins 1913. Hann var 119 lesta botnvörpu- skip frá Englandi, smíðað 1906. Eigandi Jarlsins var „Fiskveiða- hlutfélagið Græðir" og stóðu að því nokkrir af helstu athafna- mönnum í bænum. Fremstur í flokki fór þar Einar Jónsson frá Garðsstöðum. Togarinn gekk til veiða frá ísafirði næstu árin, en þegar vöruskortur vegna áhrifa heimsstyrjaldarinnar fyrri fór að segja illilega til sín var hann seldur til Reykjavíkur í árslok 1916. Jarlinn var svo seldur til Frakklands árið eftir, eins og helmingur togaraflotans á þeim tíma. Lauk þar með fyrstu tilraun til togaraútgerðar á ísafriði. Hávarður og Hafsteinn Eftir heimsstyrjöldina fyrri efld- ist áhugi manna á togaraútgerð á ný. Slæmur fjárhagur ísfirskra útvegsmanna eftir „síldarkrakk- ið" 1919 gerði þó lítið úr stórum áhugamálum. Það var síðan árið 1924 að tvö togarafélög voru stofnuð í bænum. Togarafélag ísfirðinga nefndist annað og voru forystumenn þess Tryggvi Jóa- kimsson og Helgi Guðmundsson, útibússtjóri. Hávarður ísfirðingur hét togarinn, sem félagið gerði út allt fram á miðjan fjórða áratug- inn. Hitt togarafélagið nefndist Græðir, eins og það fyrsta hér í bæ. Aðalmenn þess voru Jón Auðunn Jónsson og Sigurjón Jónsson, umsvifamenn á ísafirði í þá daga. Togari Græðis kom einnig 1925og varnefndur„Haf- steinn". Ekki var Hafsteinn skráður á ísafirði þó hann legði þar oftast upp og hefði þat 3 aðstöðu, heldur var hann skráðLir á Flateyri til að byrja með. O11' þessu pólitfskur flokkadráttur ' bænum, en eigendurnir voru fhaldsmenn, en forystumem1 kaupstaðarins voru jafnaðar- menn. Hafsteinn varseldursuðar árið 1936. Hávarður ísfirðingur dugð' heimabyggð sinni öllu betur- Togarafélagið lenti að vísu í erfið' leikum eins og önnur slík í krepP; unni upp úr 1930 og komst loks' greiðsluþrot. Bærinn tók þá útgerðinni, fyrst með togarann a leigu, en stofnaði síðan hlutafé' lag um rekstur hans, Hávarð ht- Töp urðu mikil á togaranum, e<] forystumenn bæjarins vilr^ sporna gegn auknu atvinnuley5' með útgerð hans, þó svo gre'03 þyrfti með honum úrsjóði bsejar búa. Töldu þeir betra að haldaýt1 stórvirku atvinnutæki, en láta atvinnuleysið læsa kló sinl1' dýpra í líf almennings. Árið 193 var stofnað nýtt félag um rekstur togarans af bænum, kaupfélaH inu og einstaklingum. Hét Þ‘lð Skutull, og var togarinn skírðl'j upp eftir hinu nýja félagi. Skutu „Jarlinn , fyrsti togarinn, sem ísfirðingar eignuðust. 438-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.