Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1985, Blaðsíða 20

Ægir - 01.08.1985, Blaðsíða 20
Skuttogararnir stöðvast vegna vaxtarlögtti11 a fisksins í sjónum, en ekki si annars konar lagaboða vera legra stjórnvalda. Áttundi áratugurinn var sann- arlega áratugur skuttogaranna á íslandi. Það á einnig við um ísa- fjörð. Skuttogarar urðu ráðandi í allri útgerð frá bænum og hefur svo verið síðan. Umskiptin má rekja til hruns síldveiðanna 1968-69. Bátarnir fóru þá á tog- veiðar og öfluðu vel. Var þá fljót- lega farið að huga að skipum sem hentuðu betur til þessara veiða og urðu skuttogarar fyrir valinu. Hefur engin skipategund slegið eins í gegn allt í kringum landið. Þrjú ísfirsk útgerðarfyrirtæki sömdu um smíði jafnmargra skuttogara í Flekkefjord í Noregi árið 1970. Skömmu síðar festu Hnífsdælingar kaup á togara frá Japan. Áður en hin nýju skip runnu af stokkunum var keypt í bæinn skuttogveiðiskipið Sigl- firðingur árið 1971. Var hann rúmar 200 |estir að stærð og gerður út frá bænum nokkra hríð, þar til nýrri og öflugri togarar komu. Siglfirðingur var þannig fyrsti skuttogari í eigu ísfirðinga. Fyrsti nýi skuttogarinn sem kom til ísafjarðar var Júlíus Geir- mundsson ÍS 270, eign Gunn- varar hf. Það var í nóvember 1972. í ársbyrjun 1973 kom Páll Pálsson ÍS 102 frá Japan. Eigandi hans er Miðfell hf. í Hnífsdal. Næstur kom Guðbjartur ÍS 16 frá Noregi í mars 1973, eign Norður- tangans. Loks kom svo Guðbjörg ÍS 46, einnig frá Noregi, eign Hrannar hf. Guðbjörg kom til heimahafnar í mars 1974. Síðan hafa verið gerðir út fjórir skut- togarar frá ísafirði. Júlíus Geir- mundsson og Guðbjörg hafa síðan verið endurnýjuð. Voru ný skip smíðuð í Flekkefjord í Noregi og kom nýr Júlíus í maí 1979 og Guðbjörg í Júní 1981. Eru sam- skipti ísfirskra útgerðarfélaga og skipasmiðanna í Flekkefjord í Noregi orðin löng og giftudrjúg. Vítamín í atvinnulífið Tilkoma skuttogaranna hleypti miklu fjöri í athafna- og mannlíf á ísafirði. Afli sem að landi barst jóksttil munaogíkjölfariðfylgdu miklar framkvæmdir við endur- nýjun og stækkun frystihúsanna. Kjör bæjarbúa almennt bötnuðu einnig, og er einkum litið til sjó- manna þegar slíkt er rætt. Hið nýja íbúðarhverfi fyrri botni Skut- ulsfjarðar má rekja beint- til þeirrar grósku sem fylgdi skuttog- urunum á fyrsta áratug þeirra. í bili hefur hin öra framþróun Fyrirmyndarrekstur Rekstur ísfirsku togaranlia hefur gengið vel allt fran1 þessa. Þeir hafa verið með a hæstu skipum landsmanna því þeir komu til landsins, 0? útgerð þeirra hefur öll verið n|e myndarbrag. Þá hefur það e ^ haft lítið að segja, að allireru to8 ararnir skipaðir örugg11^ áhöfnum með trausta stjórnen^ ur. Hinir nýjustu af togurunu'1' Júlíus Geirmundsson og ^ . björg hafa hingað til getað sta '. við skuldbindingar sínar og e fyllt hóp þeirra mörgu útger . sem tróna á skuldalistum- kaup þeirra voru eldri togarar látnir ganga upp í kaupverð hm nýju og stór hluti kaupverðs'1^ þannig greiddur. Það hefur s> sig að ísafjörður er ákjósanle8L skuttogarabær. Þr/'r af fjórum skuttogurum ísfirðinga í heimahöfn einn fagran sumardag í iu Fremstur erPáll Pálsson, þá Cuðbjartur og aftast Cuðbjörg. júlíus Geirmundss er fjarri góðu gamni. Togararnir eru allir afsvonefndri minni gerð, 400-500 l?s Guðbjartur 407 brl., Páll 462 bri, „Guggan" 484 brl. og „júllinn" 497 brl. 440-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.