Ægir

Volume

Ægir - 01.08.1985, Page 20

Ægir - 01.08.1985, Page 20
Skuttogararnir stöðvast vegna vaxtarlögtti11 a fisksins í sjónum, en ekki si annars konar lagaboða vera legra stjórnvalda. Áttundi áratugurinn var sann- arlega áratugur skuttogaranna á íslandi. Það á einnig við um ísa- fjörð. Skuttogarar urðu ráðandi í allri útgerð frá bænum og hefur svo verið síðan. Umskiptin má rekja til hruns síldveiðanna 1968-69. Bátarnir fóru þá á tog- veiðar og öfluðu vel. Var þá fljót- lega farið að huga að skipum sem hentuðu betur til þessara veiða og urðu skuttogarar fyrir valinu. Hefur engin skipategund slegið eins í gegn allt í kringum landið. Þrjú ísfirsk útgerðarfyrirtæki sömdu um smíði jafnmargra skuttogara í Flekkefjord í Noregi árið 1970. Skömmu síðar festu Hnífsdælingar kaup á togara frá Japan. Áður en hin nýju skip runnu af stokkunum var keypt í bæinn skuttogveiðiskipið Sigl- firðingur árið 1971. Var hann rúmar 200 |estir að stærð og gerður út frá bænum nokkra hríð, þar til nýrri og öflugri togarar komu. Siglfirðingur var þannig fyrsti skuttogari í eigu ísfirðinga. Fyrsti nýi skuttogarinn sem kom til ísafjarðar var Júlíus Geir- mundsson ÍS 270, eign Gunn- varar hf. Það var í nóvember 1972. í ársbyrjun 1973 kom Páll Pálsson ÍS 102 frá Japan. Eigandi hans er Miðfell hf. í Hnífsdal. Næstur kom Guðbjartur ÍS 16 frá Noregi í mars 1973, eign Norður- tangans. Loks kom svo Guðbjörg ÍS 46, einnig frá Noregi, eign Hrannar hf. Guðbjörg kom til heimahafnar í mars 1974. Síðan hafa verið gerðir út fjórir skut- togarar frá ísafirði. Júlíus Geir- mundsson og Guðbjörg hafa síðan verið endurnýjuð. Voru ný skip smíðuð í Flekkefjord í Noregi og kom nýr Júlíus í maí 1979 og Guðbjörg í Júní 1981. Eru sam- skipti ísfirskra útgerðarfélaga og skipasmiðanna í Flekkefjord í Noregi orðin löng og giftudrjúg. Vítamín í atvinnulífið Tilkoma skuttogaranna hleypti miklu fjöri í athafna- og mannlíf á ísafirði. Afli sem að landi barst jóksttil munaogíkjölfariðfylgdu miklar framkvæmdir við endur- nýjun og stækkun frystihúsanna. Kjör bæjarbúa almennt bötnuðu einnig, og er einkum litið til sjó- manna þegar slíkt er rætt. Hið nýja íbúðarhverfi fyrri botni Skut- ulsfjarðar má rekja beint- til þeirrar grósku sem fylgdi skuttog- urunum á fyrsta áratug þeirra. í bili hefur hin öra framþróun Fyrirmyndarrekstur Rekstur ísfirsku togaranlia hefur gengið vel allt fran1 þessa. Þeir hafa verið með a hæstu skipum landsmanna því þeir komu til landsins, 0? útgerð þeirra hefur öll verið n|e myndarbrag. Þá hefur það e ^ haft lítið að segja, að allireru to8 ararnir skipaðir örugg11^ áhöfnum með trausta stjórnen^ ur. Hinir nýjustu af togurunu'1' Júlíus Geirmundsson og ^ . björg hafa hingað til getað sta '. við skuldbindingar sínar og e fyllt hóp þeirra mörgu útger . sem tróna á skuldalistum- kaup þeirra voru eldri togarar látnir ganga upp í kaupverð hm nýju og stór hluti kaupverðs'1^ þannig greiddur. Það hefur s> sig að ísafjörður er ákjósanle8L skuttogarabær. Þr/'r af fjórum skuttogurum ísfirðinga í heimahöfn einn fagran sumardag í iu Fremstur erPáll Pálsson, þá Cuðbjartur og aftast Cuðbjörg. júlíus Geirmundss er fjarri góðu gamni. Togararnir eru allir afsvonefndri minni gerð, 400-500 l?s Guðbjartur 407 brl., Páll 462 bri, „Guggan" 484 brl. og „júllinn" 497 brl. 440-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.