Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1985, Side 24

Ægir - 01.08.1985, Side 24
Smábátaútgerð Allt frá því fyrsti mótorinn var settur í árabát árið 1902 hefur verið stunduð tri11uútgerð frá ísa- firði. Þær minnstu eru opnar og stunda aðeins sjó á vorin og yfir sumarið. Sumir byrja þó á grá- sleppu og fara síðan á skak, en aðrir setja ekki fram fyrr en í maí ogfara beint á handfæri. Áðurvar nokkuð um að menn legðu línu á þessum bátum, en nú er lítið um það. Þegar rækjuveiðar hófust í Djúpinu voru það smábátar sem stunduðu þær, mest var um litla þilfarsbáta 6—10 lestir að stærð. Síðan hafa bátarnir stækkað, og nú er talað um rækjubáta allt upp í 60 lestir, þó algengasta stærðin sé um 20 lestir. Rækjuveiðum verður gerð skil í sérstökum þætti síðar. Það hefur stundum verið sagt að tri11uútgerð sé mögnuð bakt- ería sem menn losni trauðla viðef hún nái á þeim taki. Víst er að tri11ukarlar eru manna þrautseig- astir í sjósókn og útgerð. Þeir eiga báta sína sjálfir, eru sínir eigin herrar og skapa sína auðnu sjálfir. Ef menn eru fisknir og sækja fast tekst þeim að standa í skilum með bátinn eða nýju vélina og komast bærilega af, annars er engum um að kenna nema þeim sjálfum- Nema ef væri ráðherranum e einhverjum forstjóranum. Hin síðari ár hefur rækjub3'; unum (12-20 tonn) fækkað tra því sem var um 1970. Hins ve8a hefur litlum trillubátum fjöl§al nokkuð. Eru þar um að ree, ~ hér plastbáta sem framleiddir eru " innanlands. Hart er í ári... \ sumar þótti ísfirskum trr'|Ll körlum hart að sér sorfið af Y'ir völdum landsins og íSundahöfninni: Hermann Sigurðsson á Nonna ÍS 64, fimm tonna báti. Hann aflaði 103 tonn í fyrra, en þá voru þeirtveirz■ Það gerði eina milljón íþjóðarbúið. Nú gera ráðuneytið og frystihúsið róðurinn erfiðari fyrir smábátana. 444-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.