Ægir - 01.08.1985, Síða 49
BÓKAFREGN
Si8fús Jónsson:
Sjávarútvegur íslendinga
á tuttugustu öld
^'5 íslenska bókmenntafélag 1984. 307 bls.
að mun flestum kunnugt, sem
®|ttnvað hafa komið nærri mál-
num íslensk sjávarútvegs á
[*danförnum árum ogáratugum,
margt og mikið hefur verið um
I ann skrifað. Lærðir menn og
j.irhafa sett saman bækur og
lrnaritsgreinar um málefni sjáv-
^utvegsins og hliðargreina hans
Vmsum tímum, skýrslur eru
mdar og gefnar út af margvís-
tilefni og enn oftar er um
prVlnnugreinina fjallað í ræðu.
,arntil þessahefuráhinn bóginn
u ^ert rit verið tiltækt er fjallaði
i1,1 siávarútveginn í heild sinni á
^sari öld, en mun ítarlegar
-f ,ur verið um hann ritað á fyrri
oidum.
Bók Sigfúsar Jónssonar um
^ enskan sjávarútveg á 20. öld
^®tir úr brýnni þörf og hlýtur að
þg1-3 j<ærj<ominn fengur öllum
'm» sem viljafræðast um þessa
að kUöatvinnogrein okkar, án þess
$ ’aurta að leita dögum og vikum
an að tímaritsgreinum og
v r.e iesefni, sem hvergi getur
Sk 'i .a^ tinna nema á söfnum.
di þó enginn ætla, að bókin
v ^mandi um málefni sjávarút-
u J?.S' enda segir höfundur í upp-
1 niðurlagsorða:
''. slenskur sjávarútvegur nær
m svo víðtækrar og fjöl-
/"'eyttrar starfsemi að ógjörn-
'ngur er að gera því öllu skil í
Pessu riti. Ritið ber fyrst og
fremst að líta á sem almennt
yfirlitsverk þarsem reynterað
flétta saman framlagi hinna
ýmsu fræðigreina til athugana
á íslenskum sjávarútvegi á
tuttugustu öld."
Með þessum orðum er
markmið og tilgangur bókarinnar
skilgreint, og ber lesendum að
hafa ríkt í huga við lestur hennar,
að hún er öðru fremur yfirl itsverk.
Við samningu hennar hefur
höfundur orðið að heyja sér fróð-
leik úr fjölmörgum og óskyldum
fræðigreinum, sem aftur sýnir, að
tæmandi verk um íslenskan sjáv-
arútveg verður ekki samið nema
með samvinnu fjölmenns hóps
fræði- og vísindamanna.
Höfundur skiptir bókinni í níu
höfuðþætti. Hinn fyrsti er yfirlit
um þróun sjávarútvegs og er þar
fjallað um náttúru- og samfélags-
lega þætti, tækniþróun,
fjármagn, vinnuafl, markaði,
veiðar og vinnslu, opinber
afskipti o.s.frv.
í öðrum hluta er fjallað um
fiskstofna og nýtingu þeirra, í
þeim þriðja um vistfræði sjávar
og fiskstofna. Fjórði hluti ber
yfirskriftina „Þróun sjávarútvegs
fram til 1945", og er að mestu
leyti sögulegs eðlis, og í fimmta
hluta er fjallað um afla og veiðar
á árunum 1945—1983. Sá kafli er
einnig sögulegur að miklu leyti,
þótttekiðséáefninu meðnokkuð
Sigfíisjónsson
á tuttiigustu öld
öðrum hætti en í fjórða hluta.
Sjötti hluti fjallar um fiskvinnslu
og hinn sjöundi um markaðsmál.
í áttunda hluta greinir frá opin-
berum afskiptum og ýmsum
félögum og stofnunum tengdum
sjávarútvegi og níundi hlutinn er
um áhrif sjávarútvegs á efnahags-
líf og byggðaþróun.
Eins og þessi upptalning ber
með sér kemur höfundur víða við
í umfjöllun sinni. Lesendur fá
greinargott yfirlit yfir alla helstu
þætti sjávarútvegs og það er mik-
ill kostur við bókina, að hún er
mjög aðgengileg og handhæg.
Stöku villur má að sönnu finna í
ritinu, en þær eru fæstar alvarleg-
ar. Hitt má kannski kalla meiri
synd, að höfundi hættir á köflum
til að alhæfa um of. Þetta á eink-
um við þar sem notuð eru hag-
fræðileg líkön eða kenningar til
útskýringar, t.d. á byggðaþróun
og áhrifum sjávarútvegs á hana.
Þar verður kenningin stundum
alls ráðandi, en ekki tekið nægi-
legt tillit til þátta, sem voru sér-
stakir fyrir viðkomandi byggðar-
lög og íbúa þeirra.
Efnistök höfundar eru yfirleitt
mjög glögg, en þó hættir honum
á köflum til að ferðast fram og
aftur um viðfangsefnið, þannig
ÆCIR-469