Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1985, Síða 12

Ægir - 01.11.1985, Síða 12
dómi í yfirnefnd ráðsins. Þetta kerfi hefur skapast af aðstæðum sem einkennast af því að fiski er landað í fjölda hafna víðsvegar um land þar sem eru fáir eða jafn- vel aðeins einn kaupandi og selj- endur ekki átt í aðrar hafnir að venda nema með ærnum til- kostnaði. Mjög víða fara saman eignarhald að útgerð og fisk- vinnslu og því ekki um að ræða að verð ráðist af samningum óháðra aðila og er eigendum oft hagkvæmast að landað sé í heimahöfn og við sem lægstu verði vegna hlutaskiptanna. Fram til þessa hafa aðstæður hér á landi ekki verið þannig að forsendur hafi verið fyrir frjálsri verð- myndun á fiski með hliðstæðum hætti og gerist í ýmsum þéttbýlli löndum Evrópu. Grundvöllur hins fasta verð- kerfis hefur hins vegar breyst á ýmsa lund hin síðari ár. Aukin burðargeta skipa hefur gert þau síður bundin við heimahöfn en áður var og bættar samgöngur á landi hafa gert fiskflutning milli hafna mögulegan í auknum mæli. Seljendum hefur einnig opnast auðveldari aðgangur að mörkuðum erlendis með því að stærri skipum er fremur hægt að sigla til erlendra hafna og fersk- fiskútflutningur í gámum hefur opnað nýja möguleika. Jafnframt þessu hafa upplýsingar um verð og sölumöguleika jafnt á erlendum mörkuðum sem innan- lands stórbatnað með bættri upp- lýsingatækni. Allt þetta hefur orðið til að veikja stöðu fiskkaup- enda og gert það raunhæfara að huga að breytingum á núgildandi verðlagningarkerfi. Á grundvelli þessara breyttu aðstæðna sam- þykkti Alþingi fyrr á árinu að veita Verðlagsráði heimild til að gefa verð á einstökum fisktegundum frjálst. Til slíkrarákvörðunar þarf þó í þessum efnum sem öðrum 624-ÆGIR einróma samþykki aðila í ráðinu. Slík samstaða hefur ekki náðst hingað til og höfnuðu fulltrúar kaupenda því t.d. við síðustu verðákvarðanir að gefa verð frjálst á loðnu til bræðslu og síld til söltunar. Tilraun til frjálsrar verðmyndunar hefði einmitt átt vel heima í þessum greinum þar sem minna er um tengsl milli veiða og vinnslu en víðast annars staðar. Á fundi sem fulltrúar Sam- bands fiskvinnslustöðva áttu í júli' s.l. með forsætisráðherra, sjávarútvegsráðherra og viðskipta- ráðherra var lagt til að heimildir Verðlagsráðs til að gefa fiskverð frjálst yrðu rýmkaðar. Landssam- band íslenskra útgerðarmanna telur á hinn bóginn að ekki sé fengin næg reynsla af núgildandi heimildum og því sé óvarlegt að ganga lengra í þessu efni. Enda þótt ég taki undir það sjónarmið L.I.Ú. að varlega beri að fara í þessum efnum tel ég vel koma til greina að rýmka heimild til frjálsrar verðmyndunar á þann hátt að ef ekki næst samkomulag í Verðlagsráði geti yfirnefnd gefið verðið frjálst enda þótt einróma samþykki séekki í nefndinni. Annað atriði sem Samband fiskvinnslustöðvanna lagði til á fundinum í júlí var að sérstaklega væri kannað hvort unnt sé að koma á uppboðsmarkaði á afmörkuðum svæðum til reynslu. Forsenda þess að eiginlegur stað- bundinn uppboðsmarkaður kom- ist á er að nægilegur fjöldi kaup- enda og seljenda sé á tilteknu markaðssvæði. Eins og sam- göngumálum og fjarlægðum er háttað hér landi er þessi forsenda óvíða fyrir hendi. Helst kæmi það til greina á Reykjavíkur- og Reykjanessvæðinu. í þessum efnum virðist raunhæfara að hugsa sér að frjáls verðmyndun yrði til með atbeina fjarskipta, en víða erlendis hafa verið þróuð tölvukerfi sem nota mætti sem grundvöll að upplýsinganeti fyrir slík viðskipti. Öll þessi atriði þarfnast þó mun meiri skoðunar og tel ég því rétt að skipa nefnd til að kanna þessi mál nánarog gera tillögur um hvernig standa beri að tilraun af þessu tagi. Enda þótt forsendur séu til að gera tilraun til takmarkaðra breyt- inga á núgildandi verðmyndun- arkerfi á þann hátt sem ég hef nú lýst er fullljóst að í grundvallarat- riðum munum við byggja á því lítt breyttu á komandi árum. Á næstu árum verðum við því að einbeita okkur að því að bæta aflameðferð og gæði innan þessa kerfis og getum ekki vænst þess að það mál verði leyst af markaðsöflun- um einum. Opinberu ferskfiskmati er ætlað að skera úr um gæði afla við löndun. Þaðerírauninni hluti af verðlagningarkerfinu og sér í mörgum tilvikum um endanlega verðlagningu eftir gæðaflokkum- I þeim tilvikum sem tengsl kaup- enda og seljenda aflans gera verðlagningu þeirra í milli mark- lausa er fiskmatið grundvöllur að því verðmætamati sem er undir- staða hlutaskipta. Öflugt fersk- fiskmat ásamt verðákvörðunum sem byggja á því hlýtur því um ókomin ár að verða virkasta leiðin til að skapa sjómönnum og útgerðarmönnum hvata til bættrar aflameðferðar. Eins og staða mála er í dag getur Ríkismat sjávarafurða ekki þjónað þessum tilgangi með fullnægjandi hætti- Með nýjum lögum um Ríkismatið sem samþykkt voru á Alþingi 1984 var mörkuð sú stefna að ferskfiskmat Ríkismatsins skyldi eflt til muna en afurðamatið að miklu leyti fengið sölusamtökum framleiðenda þarsem Ríkismatið væri fyrst og fremst eftirlits- og úrskurðaraðili. Til þess að fram- fylgja þessum lögum og gera

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.