Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1985, Síða 21

Ægir - 01.11.1985, Síða 21
Enda þótt við á Hafrannsókna- stofnun séum allir af vilja gerðirog höfum lagt mikl'a vinnu í það að skipuleggja starfsemi okkar til bess að mannafli og tækjakostur nýtist sem allra best held ég að við blasi sú staðreynd að Hafr- annsóknastofnun fái ekki sinnt beim verkefnum sem telja verður alveg nauðsynlegt að tekin verði til úrlausnar, nema til komi frek- ari stuðningur en nú liggur fyrir. Islenskur sjávarútvegur og aðilar bans eiga heimtingu á eins skýrum - og réttum - svörum og frekast er kostur. Þó að mikið hafi áunnist seinustu árin er hægt að gera betur. Og það er í rauninni grátlegt til þess að hugsa hve lítið fjármagn vantar til að sæmilega megi við una og miða ég þá auð- vitað við þá fjármuni sem útveg- urinn aflar. Jakob Jakobsson benti á það nýlega að niðurstöður loðnu- rannsóknanna nú í október væru taldar þýða 1000 milljón króna fekjuauka fyrir loðnuflotann. Hann sagði einnig að fyrir þetta maetti reka 7 „Hafrannsókna- stofnanir" á yfirstandandi ári -eða 5 með myndarbrag. Ég er nógu kunnugur fjármálum Hafrann- sóknastofnunarinnar til þess að geta fullyrt að þetta er alveg rétt hjá Jakobi. Ég bið ykkur, góðir bingfulltrúar, að hugleiða að mis- aaunurinn sem hér um ræðir er aðeins um 50 milljónir króna. Auðvitað eru 50 milljónir umtalsverðir peningar. En þær vaxa síður í augum ef það er haft í huga að þær myndu stórbæta aðstöðu og árangur Hafrann- sóknastofnunarinnar og eru auk bess innan við fimm prómill af verðmæti útfluttra sjávarafurða á h mánaða tímabilinu janúar-júní 1985. Aukið verðgildi krónunnar akið á GOODfYCAR ÆGIR-633

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.