Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1985, Side 25

Ægir - 01.11.1985, Side 25
sóknarinnar hafi verið þörf og að niðurstöður muni kom að gagni. Sá ótti sumra að aukning á bessari tegund rannsókna myndi hafa í för með sér urmul skamm- tímaverkefna með takmörkuðu v'sindalegu gildi hefur reynst ástæðulaus. Fyrirtækin hafa einnig sýnt fræðilegri verkefnum áhuga og jafnvel verkefnum sem hafa í för með sér talsverða áhættu um það hvort unnt verði að hagnýta niðurstöðurnar fljótt. hessi þróun er því jákvæð en hefur haft það í för með sér sökum takmarkaðs mannafla að þau fyrirtæki og samtök sem ekki bera sig eftir því að láta gera rann- sóknir hafa enga tryggingu fyrir því lengur að unnið sé að rann- sóknum íþeirragrein. Þaðerekk- ert launungarmál að tekjur af þjónustumælingum og núna í seinni tíð eiginlegum rannsókna- verkefnum hafa gert stofnuninni kleift að svara aukinni eftirspurn ettir rannsóknum með lausráðn- lngum og standa undir yfirvinnu- hostnaði. Á síðasta ári námu rannsóknatekjur 35,1% af heild- argjöldum. Það er orðið auðsætt aö aukið fjármagn til fiskiðnað- arrannsókna kemur tæpast frá rfkisvaldinu. Hún verður að k°ma frá iðnaðinum sjálfum. h'iánast sjálfvirkt niðurskurðar- herfi fjárveitingavaldsins sér til þess. Þóttfiskiðnaðurinn hafi sættsig smám saman við að greiða fyrir rannsóknir þá er þó meiri hluti rannsóknanna seldur undir hostnaðarverði eða m.ö.o. niður- greiddur af ríkinu. Á þetta má líta trátveimursjónarhornum. ífyrsta ^agi að ríkisvaldið sé að aðstoða 'ðnaðinn með fjárframlögum og flestir munu sammála um að ekki Veiti af. Á hinn bóginn má líta svo á að ríkisvaldið sé með þessum þ*tti að skapa stofnuninni vissa e,nokun sem meðal annars tefji Tilraunaverksmiðja Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins fyrir því að fyrirtækin eða samtök þeirra komi sér upp eigin mæl- ingaaðstöðu. Niðurgreidd þjón- usta opinberrar stofnunar verði ávallt ódýrari kostur. Þótt smæðin geri okkur erfitt fyrir þá er nauðsynlegt að samtök fram- leiðslugreinanna hafi sjálfar með höndum nokkrar þjónustumæl- ingar og jafnvel rannsóknastarf- semi. Saltfiskframleiðendur hafa þegar komið sér upp ágætri aðstöðu en auk Sölusambandsins hafa bæði Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurðadeild S.Í.S. þegar haft með höndum umtalsverða vöruþróunarstarf- semi um árabil. Sömu sögu er að segja um Síldarútvegsnefnd. Það er staðreynd að jafnvel umfangs- lítil starfsemi af þessu tagi virkar sem hvati á aukna vöruvöndun og er vaxtarbroddur nýjunga innan fyrirtækjanna. Eins og málum er háttað í dag er þá starfsemi Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðrins blanda af ríkis- reknum rannsóknum og rekstri sem byggir á útseldri þjónustu skv. fyrirfram ákveðnum samn- ingum eins og áður hefur komið fram. Aukinni rannsóknaþörf verður ekki svarað nema með lausráðnu starfsfólki sem aftur ÆGIR-637

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.