Ægir - 01.11.1986, Side 8
Til meðferðar Fiskiþings kemur
þvífjöldi afmjög vel undirbúnum
málum frá öllum aðilum sjávarút-
vegsins.
Á Fiskiþingi 1983 náðust sættir
og samstaða um þá grundvallar-
breytingu í stjórnun fiskveiða,
sem varð með kvótasetningu
helstu botnfisktegunda.
Víða kemur fram áhugi á að
nýta nú hleypidómalaust vel
þann tíma sem er til stefnu, til að
meta núverandi fiskveiðistefnu,
með jákvæðu hliðarnar að leið-
arljósi, og að fullt tillit verði tekið
til þeirra neikvæðu.
Fagna ber, að á árinu var af-
numið bann við innflutningi og
byggingu fiskiskipa til endurnýj-
unar. í því góðæri sem nú er ísjáv-
arútvegi okkar hefur þjóðfélagið
ekki efni á, að láta fiskiskipaflot-
ann grotna niður. í sumum ver-
stöðvum landsins er meðalaldur
fiskiskipa orðinn allt of hár.
Sparsemd og nýtni geta verið
dyggð, og hjálpað þegar illa árar.
En það gengur aldrei til lengdar,
að sletta bótum á gamalt fat, alla-
vega er það ekki forsvaranlegt
gagnvart skipum við þær náttúru-
legu aðstæður, sem íslenskir sjó-
menn búa við.
Það gengur heldur ekki að setja
mönnum slíkar starfsreglur í
sambandi við endurnýjun, að
þær leiði til afskræmingar á
nýlegum skipum og í nýsmíði
fiskiskipa.
Á árinu voru gerðar viðamiklar
breytingar á sjóðakerfi sjávarút-
vegsins. Öllum breytingum, sem
stuðla að einföldun, og draga úr
misskilningi ber að fagna.
Deildar meiningar eru í sambandi
við framtíð og virkni verðjöfnun-
arsjóðs fiskiðnaðarins. Einnig
hvort samhjálp eða séreign skuli
viðhöfð, sé um skattlagningu á
hráefni eða afurð að ræða. Ég býð
þessvegna formann nefndar um
endurskoðun sjóðakerfis sjávar-
útvegsins velkominn, en hann
mun hér á eftir fræða okkur um
framvindu þessara breytinga.
Einnig býð ég velkomna til
okkar þá dr. Grím Valdimarsson,
sem fræðir okkur um Rannsókna-
stofnun fiskiðnaðarins, og dr.
Jakob Magnússon, sem segir frá
karfastofninum og nýtingar-
möguleikum á ýmsum djúpsjáv-
arfiskum. Þeirraerindi hefjasthér
kl. 9 í fyrramálið.
Með okkur í dag er félagi okkar
dr. Lúðvík Kristjánsson rithöfund-
ur. Lúðvík hóf störf hjá Fiskifélagi
íslands 1938 og gengdi ritstjórn
Ægis í nær tvo áratugi.
Við verklok rits íslensks sjávar-
útvegs „Islenskir sjávarhættir"
færi ég þér Lúðvík og þinni ágætu
konu Helgu Proppé þakklæti Fiski-
félagsins ég færi ykkur þakklæti
íslensks sjávarútvegs og þjóðar-
innar allrar fyrir það afrek og
björgunarstarf, sem þið hafið
unnið. Við erum stoltir af að eiga
slíkan afreksmann sem heiðurs-
félaga í Fiskifélagi íslands.
Árið 1985 skilaði mestum
heildarafla í fiskveiðisögu
íslands. Ársaflinn varð 1680 þús.
tonn. Þegar aflatölur lágu fyr,r
eftir 9 fyrstu mánuði ársins í ár
virtist stefna í metár, eða url1
1800 þús. tonna heildarafla
miðað við að svipað aflaðist og a
þremur seinustu mánuðum ársins
1985. Vegna erfiðrar veðráttu 1
októbermánuði komu aðeins a
land 154 þús. tonn á móti 24
þúsundum í fyrra eða 93 þuS'
tonnum minni afli. Þetta minn|r
okkur enn einu sinni á hve sjo-
sókn okkar er háð veðráttunnn
Varlegt er því að spá lengra en a
heildaraflinn verði svipaður í ar
og hann varð á seinasta ári.
Hér verður staldrað við, ^n
ýmsum öðrum þáttum sjávarut
vegsins, og starfsemi Fiskifélags
ins á liðnu starfsári, eru gerð ski 1
skýrslu minni, sem flutt verður
síðar á þinginu. .*
Góðir þingfulltrúar, þið kom|
vel undirbúnirtil þessa þings-
komið með mál frá öllum greie^
um sjávarútvegsins. Ósk mm
sú, að á komandi þingdögue
náist samstaða, og finnist brau
argengi fyrir þau mál sem bi
hér afgreiðslu. 45. Fiskiþing e
sett.
648-ÆGIR