Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1986, Page 14

Ægir - 01.11.1986, Page 14
unar fiskiðnaðarins auknar. Hefur verið við ramman reip að draga í þeim efnum og verður að segjast eins og er að okkur hefur ekki orðið nægilega ágengt. Eins og horfir í ríkisfjármálum nú er því miður ekki líklegt að svigrúm verði til þess á komandi árum að veruleg aukning geti orðið á fjár- veitingu til rannsókna í sjávarút- vegi. Það er því eðlilegt að sú spurning vakni hvortaðilar, sam- tök og fyrirtæki í sjávarútvegi geti á komandi árum lagt sitt af mörkum til aðefla rannsóknastarf- semi á þessu sviði. í þvísambandi mætti t.d. hugsa sér að þessir aðilar mynduðu rannsóknarsjóð sem Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og fleiri gætu sótt um fé úr til til- tekinna verkefna. Sjóðurinn gæti einnig átt frumkvæði og falið stofnunum tiltekin afmörkuð verkefni sem aðilar í sjávarútvegi teldu brýnt að fá unnin hverju sinni. Hér er ekki verið að boða upphaf að nýju sjóðakerfi í stað þess sem lagt var af síðasta vor. í hugmyndinni felst alls ekki að fjárframlög í slíkan rannsóknar- sjóð yrðu tryggð með valdboði af ríkisins hálfu. Slíkur sjóður yrði að starfa á grundvelli samkomu- lags samtaka hagsmunaaðila í sjávarútvegi og byggjast á því að menn sæju sér hag í að leggja þannig fram fé til aukinna rann- sókna. Þessu er varpað fram sem hugmynd þarsem Ijósterað átaks er þörf á sviði rannsókna og vöru- þróunar ef við ætlum að halda forystuhlutverki á alþjóðavett- vangi í sjávarútvegi. Lokaorð Fiskifélag íslands hefur á sínum 75 ára starfsferli gengt þýðingar- miklu hlutverki í íslenskum sjáv- arútvegi. Má þar nefna fræðslu- starfsemi, útgáfustarfsemi og tæknimál. Félagið hefur þá sér- stöðu að vera frjáls félagsskapur öðrum þræði en opinber stofnun að öðru leyti. Vegna hinna nánu tengsla við félagsmenn í ver- stöðvum um allt land, hefur félaginu með lögum verið falin ýmis ráðgjafarstörf, gagna- og skýrslusöfnun auk starfrækslu Aflatryggingasjóðs. Framanafvar Fiskiþing helsti vettvangur umræðna um sjávarútvegsmál. Eftir því sem önnur sértækari hagsmunasamtök hafa verið stofnuð og þau eflst hefur hlut- verk þess breyst. Þær breytingar sem gerðar voru á sjóðakerfi sjávarútvegsins s.l. vor, munu hafa mikil áhrif á starfsemi félagsins, þar sem Afla- tryggingasjóður hefur verið lagður niður. Ljóst er að Fiskifé- lagið þarf að laga sig að þessum breyttu aðstæðum. Félagið ætti að geta nýtt sér þá þekkingu, mannafla og vélakost, sem það hefur yfir að ráða til að veita sjáv- arútveginum aukna þjónustu. Að undanförnu hefur verið rætt um nauðsyn þess að hagsrnunasam- tök og aðrir aðilar í sjávarútveg' sameinuðust á einum vettvang1 og geti þannig staðið betur að Þvl að auka veg og virðingu greinat innar og þess fólks sem við hana vinnur, en það var helsta niðuý staða ráðstefnu sem haldin var1 Vestmannaeyjum s.l. vor. FisK félagið hefur verið slíkur vet vangur en uppbygging Þe5S byggir á gömlum merg og annarn þjóðfélagsgerð. Ástæða er til 3 , endurskoða starf Fiskifélagsins 1 Ijósi breyttra tíma og aðstaeðna- Að mínu mati væri rétt að set)a sem fyrst upp nefnd til að gera 11 lögur um breytingarog framtíðar skipan. Sjávarútvegsráðuneyá er tilbúið til að eiga aðild að sn starfi og gott væri að heyra a ' Fiskiþings á þessum sjónarrm um. , , Ég vil þakka Fiskifélagi 's'an gott samstarf á starfstíma mínu sem sjávarútvegsráðherra óska því heilla í framtíðinni ° Fiskiþingi velfarnaðar í störfum- 654 -ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.