Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1986, Page 24

Ægir - 01.11.1986, Page 24
suðu með ensímum. Þar virðast reynast vel íslensk ensím sem unnin eru úr þorskslógi, en við erum í samvinnu við háskólann um slíkar tilraunir. Þáerunniðað verkefni sem miðar að því að skilja innyfli hörpudisks frá fisk- vöðvanum með þessari tækni. Þessi verkefni eru fjármögnuð af Rannsóknasjóði, nema lifrar- himnuverkefnið af Samvinnu- sjóði íslands og hörpudisks- verkefnið af Niðursuðuverk- smiðju O.N. Olsen, ísafirði. Ég legg á það áherslu að við erum rétt að hefja rannsóknir á þessu sviði. Byrjunin lofar góðu en við eigum mikið starffyrir höndum til að skilja með hvaða hætti þessi ensím vinna á fiskvefjunum og hvernig má gera þau virkari. Annað verkefni sem unnið er að nefnist extrúdunarsuða á fiski. Um er að ræða tækni sem þegar er mikið notuð við vinnslu á korn- meti. Með henni eru framleiddar ýmsar „blásnar" 'afurðir best þekktar sem morgunverðarkorn, snarlvörur ýmiss konar, svo sem skrúfur og flögur. Hugmyndin er að framleiða blásnar fiskflögur eða skrúfur með því að blanda fiskmarningi við mjöl og vinna með þessari tækni. Verkefnið er fjármagnað að hluta af Rann- sóknasjóði og fyrirtækinu Fiskmar h.f. á Ólafsfirði og er unnið í samvinnu við Iðntækni- stofnun íslands. Erlendiser þegar farið að vinna fiskafóður með þessari aðferð. Þá er í gangi verkefni sem miðar að söfnun og vinnslu á rækjuhrognum. Tilraunir hafa verið gerðar á Rf með niðurlagn- ingu rækjuhrogna og gefi þær góðar vonir um að hægt sé að vinna úr þeim söluhæfa vöru. Hins vegar vantar vélbúnað til að safna hrognunum. Fyrirtækið Traust h.f. sér um þá hlið mála en Rf mun hafa með vöruþróun á hrognunum að gera. Þetta verk- efni er að hluta fjármagnað af Rannsóknasjóði. Flestum er kunnugt um þann gífurlega áhuga sem vaknað hefur á hollustu fiskfitu. Fyrir- tækið Lýsi h.f. hefur þegar mark- aðssett á Islandi sérunnið þorska- lýsi með háu hlutfalli hinna eftir- sóttu omega-3 fitusýra en lýsið er framleitt í tilraunaverksmiðju stofnunarinnar. Nú vinnum við að tveimur verkefnum ísamvinnu við Lýsi h.f. og Háskóla íslands. Annað þessara verkefna miðar að því að rannsaka fitusamsetningu hjá ýmsum fisktegundum, bæði búk- og lifrarfitu í þeirri von að finna megi verðmætar lýsisteg- undir sem hagkvæmt geti verið að vinna. Markmiðið með hinu verkefninu er að vinna ýmis verð- mæt efnasambönd úr lýsi eða fiskfitu með svonefndri há-vakúm eimingu. Bæði þessi verkefni eru að hluta styrkt af Rannsókna- sjóði. Eitt verkefni snýr að samsetn- ingu fiskafóðurs. Unnið er að þvl að bera gæði íslenskra hráefna þ.e. fiskmjöls og pressuköku ú notkunar í fóðurblöndur fyrl^ eldisfisk og kanna hvernig Þ3^ blöndur standast samanburð v' erlenda framleiðslu. Þetta ver efni er unnið í samvinnu vl Rannsóknastofnun landbúna 3 ins og Mjólkurfélag Reykjavi 'u en aðstaða til eldistilraunanjw fást hjá Veiðimálastofnun í R° firði. Þessar tilraunir eru e'nn' fjármagnaðar að hluta af Ran sóknasjóði. k Þá get ég nefnt rannsóknave efni í samvinnu við SÍF er snua þróun nýrra saltfiskafurða, ^ raunir með marningsvinns u trjónukrabba en það verke ni styrkt af sjávarútvegsráðun ^ inu. Önnur verkefni sem styrkt af ráðuneytinu eða teyP öllu leyti eru eftirfarandi. a ^ sóknir á ígulkerjum með nýtingar á hrognum en Það u efni er unnið á ísafirði í sam við Hafrannsóknastofnun, 664-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.