Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1986, Síða 30

Ægir - 01.11.1986, Síða 30
ms'tonn FISKAFLI 1942-1985 Ws af fóðri sem þeir þurfa. Finnar nota um 700 og Svíar nota um 500 þúsund tonn á ári þannig að þetta eru um 1,2 milljón tonn bara í loðdýr hjá þessum tveimur þjóðum. Af þessu fóðri er um 70% einhverskonarfiskmeti, það er um 800 til 900 þúsund tonn á ári. Þegar þetta er tekið saman sést að það þarf mikið að fóðri á hverju ári. Fiskmjöl og lýsi auk meltu, eigaeftiraðauka hlutdeild sína í þessum markaði með fram- leiðslu gæðamjöls og meltuaf- urða. Af nýjum mörkuðum ber því laxeldi og loðdýrafóður hæst. Þessir markaðir eiga enn eftir að stækka og það má búast við að sjá það á næstu árum að eftir- spurn eftir gæðamjöli á eftir að aukast bæði fyrir laxeldi hér á ís- landi, í Noregi og í Færeyjum. Það er ekki bara markaður hér í næstu löndum sem við þurfum að fylgjast með heldur á sér stað mikill uppgangur í fiskeldi í Asíu og þar mun þurfa mikið fóður á næstu árum. Er ekki hægtað framleiða gæða- mjöl með núverandi búnaði? Nei, ástæðan er sú að verk- smiðjur okkar eru með eldþurrk- un á mjöli. Ókostir eldþurrkaðs mjöls eru fyrst og fremst að við eldþurrkun kemst olíulogi í beina snertingu við loftið sem leikur um mjölið, þannig að snefilefni kom- ast í það. Einnig er hráefnið sem unnið er úr ekki nógu gott. Það er ekki hægt að framleiða neina gæðavöru úr hráefni sem er byrjað að skemmast áður en það er unnið. Ef litið er á það sem er að gerast í Noregi og Danmörku og mjölið okkar borið saman við gæðamjöl þar, þá er stærsti kosturinn hve hráefni þeirra er gott. En hér kemur fleira til því þar eru flestir með óbeina þurrkun (gufu- og loftþurrkun). Helstu kostir gufu- þurrkara eru að þeir fara vel með próteinsamböndin í hráefninu. Ástæðan fyrir því er að í gufuþurrk- urum er lengri dvalartími í þurrk- ara við lægra hitastig á móti styttri dvalartíma við hærra hitastig í eld- eða loftþurrkara. Hver verður þróun í sam- keppni við jurtaa furðir í nánustu framtíð? Þegar talað er um jurtaafurð, þá er aðallega átt við jurtaolíu, þ.e. soyaolíu og pálmaolíu. Verðið á þessum afurðum hefur löngum verið hærra en á búklýsi. Þar er átt við verðmismun upp á um 20% og sú verðlækkun sem átt hefur sér stað á búklýsi okkar er einfaldlega vegna þess að framleiðsla jurtaolíu hefur aukist um 20% síðustu fimm árin og samkeppni því aukist. Það má því varla búast við að sjá verulega verðhækkun á fiskilýsi á næst- unni. Ef hins vegar fiskmjöl og korn er borið saman þá er þessi saman- burður ekki eins óhagstæður, fiskmjöl verður fyrst og fremst notað sem fiskafóður í náinni framtíð en jurtamjöl eða korn- mjöl verður ekki notað sem fóður fyrir fiskeldi, en mun auka hlut- deild sína sem skepnufóður. En er orðið nokkuð svigrú'11 fyrir hækkun á hráefnisverði? Það er ekki að vænta lækkunar á tilkostnaði við verksmiðjurnah sérstaklega ef fjárfest verður 1 nýjumbúnaði. Hækkun á hráefnisverði yröJ samfara því að hærra verð feng'-ý fyrir afurðirnar. En við fáum ekki hærra verð fyrir afurðirnar okka nema við vöndum betur til frarn leiðslunnar, sem krefst þess aftu að hráefnið sem tekið er á mo verði betra en það er í dag. Fiskmjölsverksmiðjur hafa ve ^ ið gagnrýndar fyrir mengun umhverfinu. . t Fiskmjölsverksmiðjur hafa a verið Iitnarfrekar illu auga söku þess að það kemur illa lyktan mökkur upp úr skorsteinunui • Mökkurinn er aðallega vatnsgu . en það fara ýmis óæskileg e , með gufunni út í loftið. Það ^ eiga von á því að í kjölfar þess ^ skipta um vinnsluferil og eins P 670-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.