Ægir - 01.11.1986, Side 38
Ásgeir Jakobsson:
Upprifjun á ensku öldinni hinni fyrri:
Á þeirri öld urÖu
„öreigar fullríkir"
2. grein
Það féll niður að geta þess á
réttum stað í fyrri grein, að Eng-
lendingar eiga aðra útgáfu og lík-
legri, en við af upphafi fiskveiða
sinna og kaupskapar síns hér-
lendis. Þessi enska heimild er nú
töpuð í frumgerð, en vitnað til
hennar í riti ensks sagnfræðings
1754. Og er það svo sem við er
að búast, að heimildin týndist,
fyrst útgerðarbærinn sjálfur
týndist. Dunwich, sem var mikill
íslandssiglingabær, að minnsta
kosti fram á 16du öld, er nú horf-
inn undir sjó. Og fjölmargir bæir,
sem á þeim tíma voru miklir
útgerðarbæireru nú smáþorp eða
horfnir af kortinu. Þessi enska
heimild, sem sagnfræðingurinn
Gardner vitnar til, segir 20 skip
hafa siglt árlega til íslands á ríkis-
stjórnarárum Játvarðs 1. 1272-
1307.
Síðast á 14du öldinni bregður
svo fyrir útlendum kaupmönnum
í Vestmannaeyjum, og þeir kaup-
menn varla annarrar þjóðar en
enskir. í Gottskálksannál segir
svo 1396: „Veginn Þórður bóndi
saklaus í Vestmannaeyjum um
nótt, er hann gekk af sæng. Þar
lágu 6 skip." í Nýjaannál er svo
sagt 1397: „Helsleginn Þórður
Árnason á Vestmannaeyjum sak-
laus af útlenzkum kaupmönnum,
er þar komu út, og urðu þar
margir aðrir stórir áverkar." Ann-
álaritarar fengu ekki daglegar
fréttir úröðrum landshlutum. Það
getur því oft skeikað árinu milli
þeirra.
Útgáfa okkar fræðimanna af
einni fiskiduggu við suðaustur-
ströndina 1412 og síðan 30 árið
eftir er of snaggaraleg upphafs-
saga fyrir minn smekk.
Ferð þessarar einu duggu gefur
ekki tilefni til að senda í kjölfar
hennar 30 skipa fiskveiðiflota og
hann kemur rakleiðis til Vest-
mannaeyja og býst þar um, einS
og menn séu hagvanir. Þeir hIjota
að hafa búið yfir einhverri þekk-
ingu á fiskislóðinni kringum
eyjarnar, sem þeir ætluðu
stunda, áður en þeir komu me
þennan stóra flota og tóku 3
reisa sér hús og hlaða sér virki-
Við skulum minnast þess að heirn'
ildir okkar frá 14du og 15du öl
eru ekki burðugar. ,
Sumarið 1414 komu 5 eris
skip til kaupskapar og lágu vl
Vestmannaeyjar og með kaup
678 -ÆGIR